blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaðið Thorpe ekki á Samveldisleikunum lan Thorpe hefur ekki náð sér af veikindum, en gat brosað þrátt fyrir vonbrigðin. JoseMourinho 1. Hvaða tvö stórlið á Portúgal þjálfaði Mourinho áður en hanntókviðChelsea? 2. Hvaða lið þjálfaði hann (milli- tíðinni, tímabilið 2001/2002? 3. Hvaða dómara gagnrýndi Mo- urinho svo harkalega, eftir leik Chelsea og Barcelona í fyrra, að hann hætti störfum? 4. Hvað hefur Chelsea tapað mörgum leikjum undir stjórn Mourinho? 5. (hvaða stjörnumerki er Mo- urinho? (£96l ipnuef 9í) uinuci9qni)e/\ S 'ooijeot -þ 'qsuj sjspuv '£ 'eupi sp oemn t 'oyod 6o ejyuag 't Ástralska sundstjarnan Ian Thorpe mun missa af samveldisleikunum þar sem hann hefur ekki náð að jafna sig af bronkítis og sýkingu í brjósti.„Þetta eru mikil vonbrigði og alveg ótrúlega pirrandi," sagði hinn 23 ára gamli Thorpe sem hefur ekki keppt á alþjóðavettvangi frá því hann átti stórkostlega frammistöðu á ólympíuleikunum í Aþenu 2004. Ástralinn hefur verið veikur í rúman mánuð en þau lyf sem hefðu getað hjálpað honum hefðu leitt til þess að hann félli á lyfjaprófi.>,Það var erfitt að taka ákvörðun um að keppa ekki. En ég hefði varla náð að standa mig vel og líklega hefði ég gert meira slæmt en gott fyrir liðið,“ sagði Thorpe, sem áætlaði að keppa í fimm greinum á leik- unum sem hefjast f næstu viku. Thorpe vann fjögur gullverð- laun á samveldisleikunum í Kuala Lumpur árið 1998 og bætti met þegar hann vann sex gullverðlaun á leikunum fjórum árum síðar í Manchester. Þá hefur hann unnið 11 heimsmeistaratitla og fimm ólymp- íugull, svo óhætt er að telja hann einn albesta sundmann síðari ára. Uppáhalds bækur stjóranna Knattspyrnuminjasafn í Preston fékk á dögunum nokkra fram- kvæmdastjóra úr ensku knattspyrn- unni til þess að greina frá uppáhalds bókum sínum. Kom á daginn að hjá flestum þeirra voru klassískar bók- menntir í uppáhaldi en einnig völdu einhverjir ævisögur og þá gjarnan þær sem fjölluðu um þekkta íþrótta- menn. Sérstaka athygli vakti að hjá hinum kjaftfora Jose Mourinho var bók bókanna, Biblían, í uppáhaldi. Hér á eftir gefur að líta hvaða bækur nokkrir af þeim nefndu: • Alex Ferguson, Gulleyjan • Martin Jol, Gamli maðurinn og hafið • David O'Leary, Kaín og Abel • Steve Bruce, Ævisaga Frank Sinatra • Jose Mourinho, Biblian • David Moyes, Dýrabær • Sam Allerdyce, Soul of a Butterfly - ævisaga Mohammed Ali LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Malatyaspor - Gaziantepspor 1,85 2,75 2,90 Braunschweig - Energie Cottbus 2,05 2,65 2,60 Dynamo Dresden - Greuther Furth 2,20 2,60 2,45 Burghausen - 1860 Munchen 2,35 2,60 2,30 Austria Wien - Wacker Tirol 1,25 3,65 5,70 Fenerbache - Galatasaray 1,85 2,75 2,90 Magdeburg - Lemgo 1,50 5,30 2,10 KA - Stjarnan 2,30 5,60 1,40 Standard Liege - Gent 1,35 3,35 4,75 Arsenal - Real Madrid 2,20 2,60 2,45 Liverpool - Benfica 1,30 3,50 5,15 Milan - Bayern Miinchen 1,80 2,80 3,00 Lyon - PSV Eindhoven 1,45 3,10 4,25 Atlanta - NY Rangers 2,35 3,40 1,90 Florida - Ottawa 2,50 3,60 1,75 Philadelphia - Carolina 1,75 3,60 2,50 Washington - Pittsburg 1,70 3,65 2,60 Boston - Philadelphia 1.55 7,90 1,80 Farðu þér hœgtí 3...þú hefur alla helgina daga helgi, ótakmarkaður akstur. Verð frá kr 4.067 /■ dagurinn. www.rbcars.is * sími: 581 1186 GEISLADISKASAUMUR Námskeið Saumum í Geisladisk skreytum með þrívíddarmynd og setjum í 15 x 15 ramma allt innifalið Kr. 2.900 LÍTTUVIÐ! LÍTTUVIÐ! LÍTTUVIÐ! | FONDURSTOFAN.IS opið virka daga 13-18 Síðumúli 15,2 hæð - s. 553-1800 Námskeið - Föndurvörur - Kortagerð - Skartgripagerð. Jol segir Defoe sáttan Fjölmiðlar segja hann á leiðfrá Tottenham Martin Jol, stjóri Tottenham, þver- tekur fyrir að ósætti ríki milli hans og enska landsliðsmannsins Jermain Defoe. Defoe hefur ekki átt fast sæti í liði Jols f vetur og í leik Tot- tenham og Blackburn síðastliðinn sunnudag fékk hann ekki að koma inn á af varamannabekknum. Á einum tímapunkti í leiknum hafði Defoe klætt sig úr æfingagallanum og bjó sig undir að skipta við Mido, þegar Jol hætti við skiptinguna á síð- ustu stundu. Mido skoraði svo sigur- markið skömmu síðar en eftir leik- inn fór Defoe beint út af vellinum án þess að ræða við kóng né prest. „Jermain hefur skorað þrjú mörk í tveimur leikjum og átti stoðsending- una á Robbie Keane í leiknum gegn Sunderland. Hann hefur staðið sig vel í vetur,“ sagði Jol og bætti við að Defoe fengi að öllum lfkindum að spila í næsta leik. Það er fullkom- lega eðlilegt að hann hafi farið beint inn í klefa. Ekki bjuggust þið við því að hann færi út á völl að klappa fyrir áhorfendum?" spurði hollenski stjór- inn á blaðamannafundi. Jermain Defoe í leik gegn Sunderland Á leið til Liverpool? Þrátt fyrir fullyrðingar Jols halda fjölmiðlar því staðfastlega fram að Defoe muni yfirgefa liðið í sumar og hefur Liverpool ítrekað verið nefnt sem næsti áfangastaður hans. Sá sem hins vegar er sagður efstur á óskalista Tottenham um þessar mundir er Julio Arca, leikmaður Sunderland, sem næsta öruggt er að yfirgefi Ljósaleikvanginn ef liðið fellur í í. deild. Startarar og Altenatorar fyrir fólksbíla, vörubíla og vinnuvélar Einnig aörir varahlutir Erum fluttir í enn betra húsnæði að Bíldshöfða 14 Verið velkomin Ljósboginn, Bíldshöfða 14 s: 553-1244 vidur.is Harðviðurtil húsbygginga. Vatnsklæðning,panill, pallaefni, parket o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði Uppl. hjá Magnúsi f síma 660 0230 og 561 1122 Skeytin inn Manchester United er á höttunum eftir Morgan De Sanctis, markverði Udinese, sam- kvæmt ítölskum fjölmiðlum. Þar sem núverandi markvörður liðs- ins, Edwin van der Sar, er orðinn 35 ára gamall er Alex Ferguson farinn að hafa augun opin fyrir eftirmanni hans. De Sanctis hefur leikið vel á tímabilinu, en hann er 28 ára gamall og verður að öllum líkindum þriðji mark- vörður ítalska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í sumar. United-menn hafa áður teflt fram ítölskum markverði en það var Massimo Taibi, sem margir aðdáendur liðsins halda fram að sé sá lélegasti í sögu þess. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir sterka vörn vera lykilinn að dyrum fjórðungsúrslita meist- aradeildarinnar. Arsenal mætir Real Madrid á heimavelli í kvöld og eftir að hafa sigrað útileikinn 1-0 er líklegt að Wen- ger muni leggja megináherslu á varnarleikinn. „Við búumst við ógnarsterku Real-hði, envið ætlum líka að eiga okkar besta leik enda viljum við fara alla leið,“ sagði Wenger kokhraustur á blaðamannafúndi. Enska knattspyrnusam- bandið hafnaði í gær áfrýjun Chelsea vegna brottreksturs Arjen Robben í leik liðsins gegn WBA á laugar- dag. Robben var því sjálfkrafa úrskurðaður í fjögurra leikja bann en þetta var hans annað rauða spjald á tímabilinu. Skoski ökuþórinn David Coulthard er staðráðinn í að framlengja samning sinn við Red Bull. Segist hann hafa tröllatrú á hönnuðinum Adrian Newey sem nýverið gekk til liðs við liðið frá Williams. „Adrian hefur átt þátt í bílum sem hafa unnið meira en 100 meist- aratitla. Red Bull á glæsta framtíð fyrir höndum með hann innan- borðs og ég hef mikinn áhuga á því að vera hluti af henni,“ sagði hinn 34 ára gamh Coulthard, en núgildandi samningur hans rennur út effir þetta tímabil. Mynd: SPO00 - Coulthard Talsmenn McLaren-liðsins halda því fram að nýr bíll þeirra sé mun áreiðan- legri og betri en sá sem liðið notaðist við í fyrra. Vélaframleið- andi McLaren, Mercedes, segir , ___ aðþráttfyrir lífilvæg vand- ræði með bíl- inn í byrjun hafi hann stórbætt æfingatíma sína undanfarið og sé til alls líklegur á tímabilinu. Veðbankar telja Kimi Raik- konen, ökumann McLaren, og Fernando Alonso hjá Reunault líklegasta til að sigra Formúlu ííár. HSl hefur breytt tímasetn- ingu á leik Vals og KA á laugardag, þar sem hann verður sýndur í sjónvarpinu. Leikurinn hefst kl. 14:15 í stað 18:15.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.