blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 2
2 I IWNLEWDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaöiö blaðiö=— Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 * www.vbl.is „Selja vörur langt yfir markaðsverðr Fulltrúi Bauhaus segir íslenskar byggingavöruverslanir verðleggja vörur sínar meðvitað of hátt. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, vísar gagnrýni á bug. FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Byggingavöruverslaniráíslandiselja vörur sínar langt yfir eðlilegu mark- aðsverði að mati Helmut Diewald, yfirmanns þróunarsviðs Bauhaus. Hann telur forstjóra Byko og Húsa- smiðjunnar hræðast erlenda sam- keppni. Forstjóri Húsasmiðjunnar undrast gagnrýni Helmuts og segir fyrirtækið ekki óttast samkeppni. Aðeins spurning um tíma Helmut Diewald, y firmaður þróunar- sviðs Bauhaus, gagnrýndi bygginga- Afnám fóðurtolla myndi lækka matvælaverð Neytendasamtökin hafa tekið undir með Landssambandi kúa- bænda og Svínaræktarfélagi ís- lands sem lagt hafa til að tollar á innfluttum kjarnfóðurblöndum verði lagðir niður. Ályktun þess efnis hefur verið lögð fram á Bún- aðarþingi og segir Baldur Benja- mínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, að það ætti að skýrast í dag hvort til- lagan verði samþykkt. Veldur hærra afurðaverði Nú er tollurinn 7,80 krónur á inn- fluttar blöndur, en 80 aurar á inn- flutt hráefni til fóðurgerðar. „Það er ekkert óvarlegt að áætla að verði stjórnvöld við þessari tillögu, muni influttar kjarnfóðurblöndur lækka sem þessu nemur,“ segir Baldur. Þegar verð á fóðurblöndum er borið saman við Danmörku kemur mikill munur í ljós. „Þar kostar kílóið um það bil 15 krónur. Hér á landi er algengt verð í kringum 34 krónur á kíló.“ Baldur segir að hann geri sér grein fyrir því að eitt- hvað kosti að flytja fóðrið hingað til lands og að fóðurverksmiðjur hér muni aldrei ná þeirri stærðar- hagkvæmni sem er í Danmörku, en hann segir muna um hverja krónu í þessum efnum. „Þessi tollur er að kosta okkur verulega fjármuni og þetta hefur áhrif til verðhækkunar á afurðaverði, það er ekki nokkur spurning um það.“ Neytendasamtökin sammála Á heimasíðu Neytendasamtak- anna er tekið undir kröfur bænda og segir þar að ljóst sé að verði toll- urinn felldur niður, eða lækkaður til samræmis við tolla á hráefni til fóðurgerðar, geti bændur tekið sig saman og flutt inn tilbúnar kjarn- fóðursblöndur. „Með því myndi þeim tveimur fyrirtækjum sem nú framleiða kjarnfóðurblöndur hér á landi vera veitt verulegt að- hald,“ segir í fréttinni. Því er bætt við að verði stjórnvöld við þessum tilmælum sé hægt að stíga skref til að lækka matvælaverð hér á landi. Málefnin.com opnar aftur vöruverslanirnar Byko og Húsasmiðj- una í fjölmiðlum í gær. Helmut, sem staddur er hér á landi til að fylgja eftir hagsmunum félagsins, segir íslensku byggingavöruverslanirnar hræddar við erlenda samkeppni og að bolabrögðum sé beitt til að leggja stein í götu Bauhaus. Þá segir Helmut verðlag á ís- lenskum byggingavörumarkaði um 20 til 30% yfir markaðsverði og að forstjórum Byko og Húsasmiðj- unnar sé það fullkunnugt. Hann telur að nái Bauhaus fótfestu hér á landi muni fyrirtækið geta boðið neytendum upp á miklu lægra verð og meira vöruúrval. Fyrirhugað var að borgarráð Reykjavíkur tæki afstöðu til um- sóknar Bauhaus um lóð í landi Úlf- arsfells í síðustu viku. Því var hins vegar frestað eftir að bæjarstjóri Mosfellsbæjar skilaði inn athuga- semd þar sem kom fram að út- hlutun lóðarinnar til Bauhaus væri brot á samkomulagi bæjarfélagsins við Reykjavíkurborg. Áður hafði Smáragarður, fasteignafélag Byko, gert athugasemdir við umsóknina. Að sögn Helmuts er það þó aðeins spurning um tíma þar til Bauhaus fær lóð hér á landi. Húsasmiðjan er fyllilega samkeppnisfær við Bauhaus að mati Steins Loga Björns- sonar, forstjóra Húsasmiðjunnar.. Ofhlaðið svæði Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, undrast gagnrýni Helmuts og segir fyrirtækið alls ekki hrætt við erlenda samkeppni. Hann segir verð á byggingavörum á íslandi alls ekki yfir markaðsverði og að fullu sambærilegt við það sem gengur og gerist á erlendum mörk- uðum. „Ef maður ber saman okkar verð við útsöluverð Bauhaus í Dan- mörku þá kemur í ljós að verðið hjá þeim ekkert lægra. Þannig að við erum fyllilega samkeppnisfærir við Bauhaus." Steinn fagnar allri samkeppni en telur mikilvægt að hún byggi á heilbrigðum grunni. Hann segir mikilvægt að menn fari ekki offari í fjárfestingum því það gæti skaðað alla aðila á markaðinum „Það sem ég óttast er að menn fari út í fjár- festingar sem eru kannski byggðar á misskilningi á því hvernig mark- aðurinn starfar og ofmeta jafnvel stöðu sína.“ Þá bendir Steinn á að verði lóða- umsókn Bauhaus samþykkt er fyrir- sjáanlegt að þrjár byggingavöruversl- anir, alls um 50 þúsund fermetrar, verði á svæði sem ekki er meira en tveir ferkílómetrar að stærð. Að hans mati er það borgaryfirvalda að gæta þess að ekki sé ofhlaðið af sömu starfsemi á litlu svæði. „Við erum nýbúnir að fjárfesta fyrir gífurlegar fjárhæðir í nýrri verslun í Grafar- holtinu. Við tókum þá fjárfestingar- ákvörðun miðað við það deiluskipu- lag og aðalskipulag sem þá lá fyrir. Það á að vera hægt að treysta því að slíkt skipulag haldi þegar farið er út í svona stórar fjárfestingar.“ Stólaskipti í ríkisstjórn Blaðlt/Steinar Hugi Ríkisráösfundur var haldinn á Bessastööum í gær þar sem breytingar f ríkisstjórninni voru staöfestar. Árni Magnússon baðst iausnar frá embætti félagsmálaráðherra og tók Jón Kristjánsson viö af honum. Þá kom Siv Friðleifsdóttir aö nýju inn f rfkisstjórnina þegar hún var skipuð í embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Spjallvefurinn málefnin.com mun opna aftur í dag eftir tímabundna lokun samkvæmt tilkynningu á síðunni. Spjallborðinu var lokað á mánu- dag í kjölfar kvartana Jónínu Bene- diktsdóttur. Jónína gerði alvarlega athugasemd við spjallþráð á síðunni þar sem búið var að koma fyrir ábendingu hvar mætti nálgast birt- ingu á tölvupóstsamskiptum hennar og nafngreindra einstaklinga. 1 kjöl- farið var síðunni lokað þar sem vef- stjóri taldi sig ekki reiðubúinn að öllu óbreyttu til að taka ábyrgð á efni spjallborðsins. Að sögn Stefáns Helga Kristins- sonar, vefstjóra málefnin.com, hafa nokkrir aðilar sett sig í samband við hann eftir að síðunni var lokað og lýst sig reiðubúna til að taka ábyrgð á spjallborðinu. Viðræður og und- irbúningur hafa staðið yfir síðan í gær en Stefán er bjartsýnn á að hægt verði að opna síðuna í dag. (^3 Heiðskirt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað £ Alskýjað Rignlng,lítilsháttar //' Rigning 9 } Súld Snjókoma Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 08 17 02 04 01 01 -07 -01 11 17 15 -08 -01 09 -02 10 -03 06 01 15 10 06 Slydda \jj Snjóél xjj Skúr 30 Breytilegt 4° x Breytilegt 'fe (3 3° 0f^e Breytilegt . S ' 0*2° k ■ • ■ / / ✓ ' *3° ®2° * ■1”*. Á morgun -1" ^ Veðurhorfur í dag kl: 15.00 * o°V // 1° Veðursíminn 902 0600 ✓ ' Byggt á upptýsingum frá Veðurstofu íslands 2°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.