blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaöiö Kinky næsti ríkisstjóri Texas? Bandaríski sveitasöngvarinn og rithöfundurinn Richard F. „Kinky“ Friedman stefnir að því að verða fyrsti óháði ríkisstjórinn í Texas- ríki frá því að Sam Houston sigraði í ríkisstjórakosningum árið 1859. Takist Friedman ætlunarverk sitt mun hann feta í fótspor þeirra Jesse Ventura og Arnold Schwarzenegger sem nýlega færðu sig úr skemmtanabransanum yfir í stól ríkisstjóra. Prófkjör hjá repúblikönum og demókrötum lauk í gær, þriðjudag. Allt útlit var fyrir að Rick Perry, sitjandi ríkisstjóri, myndi sigra auð- veldlega í prófkjöri repúblikana en mjótt var á mununum hjá demók- rötum. Þar tókust á tveir tiltölulega óþekktir frambjóðendur; Chris Bell og Bob Gammage. Friedman stólar á litla þátttöku í prófkjörum flokk- anna tveggja en einungis þeir sem ekki taka þátt í þeim mega lýsa yfir stuðningi við óháðan frambjóðanda. Friedman þarf að safna 45 þúsund stuðningsyfirlýsingum fyrir 5. maí til þess að fá að bjóða sig fram í kosningunum sem verða haldnar í nóvember. Samkvæmt nýlegum könnunum hefur framboð Kinky Friedmans 10% fylgi meðal kjósenda í Texas. Þrátt fyrir að stjórnmálaskýrendur telji Kinky hafi litla möguleika á að sigra í kosningunum benda sumir þeirra á almennan leiða meðal kjósenda á „hefðbundnum" stjórn- málamönnum. Öllum að óvörum gæti eitthvað svipað gerst í Texas og gerðist í Minnesota þegar fjölbragða- glímukappinn Jesse Ventura sigraði í ríkisstjórakosningum. Samúðarfullur sveitavargur Kinky Friedman er skrautlegur maður og sker sig frá öðrum fram- bjóðendum í klæðaburði. Hann er ávallt með kúrekahatt og keðjureykir digra vindla. Þrátt fyrir það gengst hann ekki upp í þeirri staðalmynd sem menn hafa af kúrekum frá Texas. Hann er gyðingur og stjórn- málaskoðanir hans verða að teljast frjálslyndar á bandarískan mæli- kvarða. Hann er meðal annars á móti dauðarefsingum þótt hann seg- ist ekki vera á móti því að taka seka af lífi. Hann skilgreinir stjórnmála- viðhorf sitt á þann veg að hann seg- ist vera „samúðarfullur sveitavargur" (e. compassionate redneck) og kall- ast skilgreiningin á við hina „sam- úðarfullu íhaldsstefnú' sem George Bush forseti boðaði á sínum tíma. Meðal helstu stefnumála Friedmans, sem notar slagorðin „A fhverju ekki“ og „Hversu erfitt getur það verið að gegna starfi ríkisstjóra“ í kosninga- slagnum, er að innleiða karlmennsk- una aftur í stjórnmál ríkisins. Hann hefur lofað kjósendum að fá söngvar- ann Willie Nelson i rílysstjórn, beri hann sigur úr býtum í nóvember, en Friedman er sannfærður um að tón- listarmenn séu betur til þess fallnir Kinky Friedman á baki fjölbreyttan feril og stefnir nú að því að vera ríkisstjóri Texas að stjórna Texas-ríki. Hann segir að verk fyrir hádegi en yrðu þeim mun vísu myndu þeir ekki koma miklu í duglegri á kvöldin. Til þess að fá Nelson til liðs við sig ætlar hann að skíra hraðbraut í höfuðið á honum auk þess sem hann hefur lofað að gera slíkt hið sama til þess að heiðra minningu Buddy Holly. Friedman vill leyfa fjárhættuspil í ríkinu og nota skatta lagða á þá starfsemi til þess að hækka laun kennara, lög- reglu- og slökkviliðsmanna. Hann er stuðningsmaður þess að samkyn- hneigðir fái að ganga í hjónaband þar sem hann telur að hommar og lesbíur hafi jafnan rétt á við gagn- kynhneigða til að líða ömurlega í viðjum hjónabands. Verður seint sakaður um pólitíska rétthugsun Kinky Friedman er þekktastur fyrir að hafa verið söngvari sveitarokk- hljómsveitarinnar Texas Jewboys á áttunda áratugnum. Meðal þekkt- ustu laga hljómsveitarinnar eru „They ain't making jews like Jesus anymore“, enlagið fjallar um gyðing sem gengur í skrokk á hvítum kyn- þáttahatara, og „An asshole from E1 Paso“. Þessi lög endurspegla þá stað- reynd að afstaða Kinky verður seint sögð vera bundin á klafa pólitískrar rétthugsunar Á níunda áratugnum hætti Kinky með hljómsveitina og hóf feril sem glæpasagnahöfundur. Hann hefur gefið út rúmlega tuttugu bækur. Sög- urnar, sem þykja í anda verka Raym- ond Chandler, fjalla um persónu, byggða á honum sjálfum, sem leysir glæpamál í New York borg. Vott?fen Voltaren Dolo® (díklófenak kalíum) 12,5 mg töflur. Notaöar við vægum eða frekar vægum verkjum, svo seni höfuðverk, tannpinu og tíðaþrautum. Verkar einnig hitalækkandi. Dragi ekki úr einkennum á nokkrum dögum, skal leita til læknis. Þeir sem eru með eða hafa haft sögu um maga- eða skeifugarnarsar eða skerta lifrarstarfsemi ættu að ráðfæra sig við lækní áður en lyfið er notað. Þeir sem þola ekki acetýlsalísýru, íbuprófen eða önnur bólgueyðandi lyf eða eru með astma eiga ekki að nota Voltaren Dolo®. Notið lyfið ekki á meðgöngu nema í samráði við lækni. en aldrei á síðasta þríðjungi meðgöngu. Leitið ráða læknis eða lyfjafræðings um milliverkanir við önnur lyf. Lesa skal vandlega leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki na til né sjá. FUOTVIRKT VERKJALYF ^Lyf&heilsa Ifið hlustum! Austurstræti • Austurveri • Domus Medica • Firðí. Hafnarfirði • Fjarðarkaupum Glæsibæ • Hamraborg Kópavogi ■ JL-húsinu • Kringlunni l.hæð • Kringlunni 3.hæð Melhaga • Mjódd ■ Mosfellsbæ ■ Salahverfi • Eiðistorgi ■ Hellu • Hveragerði • Hvolsvelli Kjarnanum Selfossi • Vestmannaeyjum • Þorlákshöfn ■ Dalvik • Glerártorgi Akureýri Hrísalundi Akureyri ■ Ólafsfirði • Akranesi • Keflavík v Kínverjar auka enn útgjöld til varnarmála Kínverski utanrikisráðherrann, Li Zhaoxing, kynnir útgjöld til varnarmála í Peking í gær. Kínversk stjórnvöld munu auka útgjöld til varnarmála um tæp 15% á þessu ári. Útgjöld til varnar- mála hafa farið hríðvaxandi und- anfarin ár og aukist um að með- altali 10% á ári undanfarin tíu ár. Ákvörðunin var kynnt á þingi Kommnúnistaflokksins sem fer fram í Peking um þessar mundir. Samkvæmt opinberum tölum munu stjórnvöld eyða rúmum 35 milljörðum Bandaríkjadala til varnar- og öryggismála á árinu og er talið að útgjöldin fari vaxandi næstu árin. Á fundi með blaðamönnum í gær, þriðjudag, varði Li Zhaoxing, ut- anríkisráðherra Kína, hækkunina og undirstrikaði það að Kínverjar væru friðelskandi þjóð. Hækkun útgjalda væri eingöngu tilkomin vegna hækkandi olíuverðs á heims- mörkuðum, aukinna launagreiðslna til hermanna og nauðsynlegra endurfjárfestinga vegna úreltra hergagna. Hann benti ennfremur á að þrátt fyrir aukninguna verðu kínversk stjórnvöld aðeins 1/77 af því sem Bandaríkjamenn verja til varnarmála, sé miðað við þjóðar- framleiðslu á íbúa. Ennfremur sagði hann útgjaldaaukningu til hermála í ár ekki óeðlilegar í ljósi þess hag- vaxtaskeiðs sem landið hefur notið. Bandaríkjamenn véfengja opinberartölur Bandarísk stjórnvöld hafa löngum sakað Kínverja um að falsa opin- berar tölur um útgjöld til varnar- mála. Þau hafa bent á að það fé sem rennur til rannsókna og þróunar á nýrri tækni á vegum hersins sé ekki talið fram, ólikt því sem gerist í Bandaríkjunum. Bandariskir sér- fræðingar segja að í raun hafi Kín- verjar veitt nálægt 90 milljörðum dollara til varnarmála í fyrra en fram kemur i opinberum gögnum frá stjórninni í Peking að upphæðin hafi verið um 30 milljarðar. Fréttir um áframhaldandi út- gjaldaaukningu berast á sama tíma og samskipti Kínverja og Taívana fara versnandi og Bandaríkja- menn og Indverjar hafa innsiglað samkomulag um náið samstarf í framtíðinni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.