blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 18
26 I HEIMILI MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaðiö Málverk og textíll Svava K. Egilson hefur vakið athyglifyrir að blanda saman málverki og textíl í myndverki. Eftirspurn eftir góðum lista- verkum og málverkum hefur aukist mikið undanfarið. Það eru ótal hæfileikaríkir listamenn á ís- landi sem allir hafa sína sérstöðu. Svava K. Egilson, Iistamaður, hefur vakið athygli fyrir sérstæð og falleg verk sín en hún blandar meðal annars saman málverki og textíl í myndverki. Hún lista- maður marsmánaðar í Gallerí Lind í Kópavogi. Svava segir að það einkenni hana að blanda saman málverki og textíl. ,Mér finnst rosalega gott að hvíla mig og þá nota ég vatnsliti eða akrýl. Það er líka gott að setjast við sauma- vélina og sauma og hanna. Ég bæði mála efnin og nota silki þegar ég þrykki. Einnig nota ég grafík. Ég bý til allt frá grunni nema að vefa efnið,“ segir Svava og hlær. „Ég nota yfirleitt einlit efni sem ég mála eða þrykki og bródera. Mér finnst líka Frjósemd mjög gaman að mála með vatns- litum og fanga augnablikið en þá Jöfragleði, blönduð tækni Miðvikudaginn 15. mars Greinar • Viðtöl • Fræðsla • og margt fleira blaöió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Simi 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjami Danielsson • Simi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net Svava K. Egi!son:„Mér finnst líka mjög gaman að mála með vatnslitum og fanga augna- blikið en þá vinn ég með birtu vinn ég með birtu. Ég kem alltaf fersk inn ef ég breyti um reglulega. Stundum gerist það jafnvel í miðri mynd að ég missi taktinn og þá verð ég að gera eitthvað annað. Eg ætla að hætta ef mér fer að leiðast þetta. Á meðan ég finn kraftinn og það sem þetta gefur mér þá held ég áfram.“ Tengimig viðfólk „Hausinn er starfandi allan sólar- hringinn,“ segir Svava og hlær þegar hún er innt eftir því hvaðan hún fái innblásturinn. „Ymist eru þetta lita- samsetningar sem ég vinn út frá eða einhver form sem eru að miklum hluta til úr náttúrunni eða úr lífinu sjálfu.“ Svava gerir líka gluggaverk sem hafa verið mjög vinsæl en þau eru sérpöntuð. „ Ég vinn oft út fráþví sem fólk vill en ég er með nokkrar gerðir af gluggaverkum. Mér finnst mjög gaman að fara á staðinn og sjá gluggann og umhverfið. Ég vinn út frá tengslum, lífi fólks og reyni að tengja mig við hvað fólk er að leita eftir,“ segir Svava og bætir við að list á Islandi sé frekar ódýr miðað við erlendis. Opin vinnustofa Svava bjó lengi fyrir norðan en flutti suður fyrir þremur árum og opnaði þá vinnustofu í Hafnarfirði. „Þetta er opin vinnustofa með vísi að gall- eríi og við deilum henni þrjár. Eftir að ég flutti suður þurfti ég eiginlega að byrja á byrjunarreit aftur og auglýsa mig en ég var komin með ágætis kúnnahóp fyrir norðan. Ég starfa eingöngu við listina og það er rosalega gefandi. En þetta getur líka verið erfitt og ég keyri ekki um á Benz,“ segir Svava hlæjandi. „Það er alveg óútreiknanlegt hvernig hver mánuður er. Janúar getur þess vegna verið miklu betri en desem- ber. Þetta er upp og niður en ég er ennþá í þessu og ætla mér svo sem aldrei að hætta.“ Verk Svövu má sjá á vinnustofu hennar að Brekkugötu 2 í Hafnar- firði, í Gallerí Lind í Bæjarlind í Kópavogi eða á heimasíðu hennar www.gallerygryla.nett.is svanhvit@bladid.net Plastparket hentar best i barnaherbergið Fagmennirnar telja að plastparketið henti betur í barnherbergið en önnur gólfefni vegna þess að það er auðvelt að þrífa ogsterkt. Það eru gerðar aðrar kröfur til gólf- efna í barnaherbergi en öðrum her- bergjum. Börn hafa ánægju af því að hoppa og skoppast um herbergið auk þess að hoppa úr kojunum sínum. Þau geta dottið úr rúminu, krotað á gólfið og svo mætti lengi telja. Gólfefni í barnaherbergi þarf því að uppfylla ýmsar kröfur sem annað gólfefni þarf ekki að gera. María Steinmóðsdóttir, sölumaður í gólfefnadeild Húsasmiðjunnar Smáratorgi, og Ragnar Valsson hjá Álfaborg voru sammálaumað plast- parketið uppfyllti þessar kröfur. Ragnar talar um að auðvelt sé að þrífa plastparketið, það er sterkt, slitsterkt og endingargott og ekki of hart. Allt eru þetta kostir sem eru nauðsynlegir í barnaher- bergjum. „Plastparketið er vinsæl- ast. Flísar eru of harðar og gefa ekkert eftir. Viðarparketið rispast frekar, til dæmis ef börnin eru með bíla og dúkkur á ekta parketi. Dúkurinn er svipaður og flísarnar, þær eru límdar beint á steininn og gefur því ekk- ert eftir eins og parketið gerir," segir Ragnar og bætir við að undir parket- inu sé undirlag sem dúar að- eins og veitir þessa eftirgjöf sem leitað er ...............* * * *' eftir. „Ef það er krotað á teppi í barnaherbergi þá getur verið mjög erfitt að ná því af.“ Gæði plastparkets meiri en áður María talar um að einnig finnist mörgum plastparketið hlýlegra í barnaherbergið en dúkur. Áukþess er auðveldlega hægt að hreinsa krot Hægt er aö fá alls kyns falleg plastparket í barnaherbergi en plastparket þolir meiri ágang og er sterkara en annað gólfefni. og annað af plastparketinu, með réttum hreinsiefnum. „Allt parket Flísar eru ofharðar og gefa ekkert eftir. Viðarpar- ketið rispast frekar, tildæmis efbörnin eru með bíla og dúkkur á ekta parketi. Dúkurinn er svipaður og flísarnar, þær eru límdar beint á steininn og gefurþví ekkert eftir eins og parketið gerir. rispast og það kvarnast upp úr öllu parketi. Það skiptir engu máli hvað það heitir. Ég myndi ráðleggja fólki að leggja plastparket í styrkt- arflokki 32 á barnaherbergi en það er næsthæsti styrktarflokkurinn. Slíkt parket þolir meiri ágang og er harðara." Enda segir Ragnar að fólk kaupi helst plastparket á barna- herbergi en leyfi sér þá jafnvel að kaupa eitthvað veglegra á ’ önnur herbergi hússins. „Það hefur skiljan- lega aukist að plastparket sé sett á gólfið. Fólk er farið að átta sig á því ’**••••••• að plastparket í dag er ekki það sama og það fyrir nokkrum árum, gæðin hafa breyst mikið. Þú getur ennþá fundið ódýrt plastparket en það er þá frekar notað til bráðabirgða. svanhvit@bladid. net var

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.