blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 30
381 FÓLK MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 blaöið borgarinn AF KNATTSPYRNU- AFREKUM ÍSLANDS Smáborgarinn horfði á land sitt etja kappi við Trinidad og Tobago í vináttulandsleik í knattspyrnu á dögunum. Landið með óþjála nafnið samanstendur af tveimur Karíbahafseyjum sem eru byggðar rúmri milljón manna. T&T-menn leika á HM í Þýskalandi í sumar en farseðilinn þangað tryggðu þeir sér með því að lenda í fjórða sæti i sex liða riðli í undankeppninni og sigra svo asíska smáríkið Bahrain í umspili. Sannarlega mikiðafrek. [ barnslegri einfeldni sinni gerði Smá- borgarinn sér vonir um sigur. Við náðum nú að gera jafntefli við Frakka einhvern tímann rétt eftir móðuharðindin 1783! En fyrsta höggið kom á 10. mínútu leiksins þegar útbrunnin stjarna sem nefnd ereftir óætu súkkulaðistykki skoraði. Markið kom eftir að fótfrár landi hans hafði unnið Ár- bæing í kapphlaupi, sent boltann fyrir og (s- lendingum ekki tekist að bægja hættunni frá. Saga íslenska landsliðsins í hnotskurn. Við hefðum betur gert friðarsamning við andstæðinginn á meðan þjóðsöngvarnir voru leiknir. Davíð átti eftir að kaupa sér meira öl því markaskorarinn var aftur á ferðinni í síðari hálfleik og skoraði þá úr vítaspyrnu. 2-0 tap staðreynd. Litlu skárra en 14-2, þá a.m.k. skoruðum við líka. Smáborgarinn, sá mikli knattspyrnu- unnandi, skilur ekkert í sjáifum sérað fylgj- ast yfir höfuð með landsliðinu. Gengi þess er ragnarök fyrir sálartetur hins smáa borg- ara. Og ekki getur hann huggað sig við afrek á öðrum sviðum íþrótta. Við erum reyndar slarkfær í handbolta, óvinsælustu íþrótt heims, og unnum meira að segja súkkulaðimótið 1989. Svo var það fslensk stelpa sem fyrir örfáum árum vann sér inn blandaðan málm á Ólympíulelkunum fyrir að hoppa á priki. En þetta er hvergi nóg til að þerra tár Smáborgarans. Hann getur kannski grátið ofan í Bermúdaskálina sem vannst eftir keppni í spilum fyrir einum og hálfum áratug? Nei, nú mega fuglarnir fljúga hingað undireins og smita Smáborg- arannafflensu. Smáborgarinn er líklega bara of kröfu- harður og neikvæður. Við erumjú fámenn- ari en flestir og allt það og kannski ekkert við því að gera að hin Evrópuríkin rassskelli okkur alltaf í undankeppnum. Smáborgar- inn hefur því ákveðið að kenna flekamót- unum um að (sland hafi ekki komist á HM í knattspyrnu. Ef þau væru ekki svona bjánaleg þá gætum við myndað heimsálfu með Grænlandi, færeyjum, Orkneyjum og Jan Mayen. Þá myndu draumar okkar ræt- ast. Þetta er í raun bara spurning um að gera ekki of miklar væntingar og sníða sér stakk eftir vexti. Næst biðjum við um að fá aðspila bara víð Tobago. HVAÐ FINNST ÞÉR? Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður. Varstu ekki bara aö hlusta á Bylgjuna? „Nei, ég var að hlusta á gömlu gufuna. Gömlu traustu gufuna sem brást í þetta sinn. Síðan var ég með stillt á sjónvarpið. Mér hefur verið kennt frá barnæsku að maður eigi að hlusta á Ríkisútvarpið þegar eitthvað svona gerist og það gerði ég. En því miður heyrði ég ekkert annað en sinfóníusarg.“ Magnús Þór Hafsteinsson gagnrýndi Rikisútvarpið á Alþingi á mánudag fyrir að rjúfa ekki útsendingu vegna skjálftans sem reið yfir Suðvesturland.Taldi hann að Ríkisútvarpið hefði með þvi brugðist öryggishlutverki sínu. Dagskrá Rásar 2 var rofin tæpum tveimur mínútum eftir skjálftann. Stewart tapar Rámi rokkarinn Rod Stewart tapaði nýlega máli sem spilavíti í Las Vegas höfðaði gegn honum og hefur verið skipað að borga því um 2,9 milljónir dollara, sem eru yfir 170 milljónir íslenskra króna. Ofan á það þurfti hann að borga þeim um 150.000 dollara, eða yfir 9 milljónir króna í málskostnað. Deilurnar hófust þegar Stewart þurfti að afbóka tónleika á gamlárskvöld í spilavít- inu vegna þess að hann var að jafna sig eftir aðgerð á hálsi. Hann klikkaði þó á að end- urgreiða fyrirframgreiðsluna sem varð til þess að spilavítið lögsótti hann. Á meðan lögfræðingur spilavítisins, Kristina Pickering, fagnar niðurstöðunum er lögfræðingur Stewart, Louis Miller, búinn að lýsa yfir að rokkarinn muni áfrýja. Culkin atvinnulaus Fyrrverandi barnastjarnan Macaulay Culkin, sem gerði garðinn frægan í Home Alone myndunum fyrir nokkrum árum, segist eiga gríðarlega erfitt með að fá hlutverk í kvikmyndum þessa dagana. Culkin, sem er orðinn 25 ára gamall, sagði í samtali við tímaritið Time að hann væri ekki viss um að hann passaði inn í Hollywood lengur og að hann hefði á síðustu mánuðum velt fyrir sér að hefja störf sem umboðsmaður íþróttamanna. „Ég veit ekki hvers fólk ætlast til af mér,“ sagði Culkin. „Ég er at- vinnuminnsti leikari sem ég þekki. Síðustu tvö ár hef ég í rauninni unnið við að fara á fundi. Þegar ég var fjögurra ára sagðist ég aldrei vilja vera leikari, leiklistin fann mig. Kannski ég ætti að byrja að leita aftur, sjáum til.“ Salma hrósar Colin Mexíkóska þokkagyðjan Salma Hayek hrósar íranum Colin Farrell í hástert fyr- ir að hjálpa sér að þrauka í gegnum nektaratriði sem tekið var upp á ísköldum stað fyrir kvikmyndina Ask the Dust. Salma segir Farrell hafa hlaupið um tökustaðinn, kviknakinn, áður en atriðið var tekið upp. „Það hressti virkilega upp á starfsandann og létti andrúmsloftið." En Salma var ánægðust með hegðun Farrells þegar atriðið sjálft var tekið upp. „Hann var fullkominn herramaður og leit ekki einu sinni niður á nakinn líkama minn á meðan við tókum atriðið upp, hann horfði bara í augun á mér þrátt fyrir að ég segði honum aldrei að líta ekki niður,“ sagði Salma í samtali við tímaritið US Weekly. FRJÁLST í H 11 m M V1 M, I blaöiö- eftir Jim Unger Skolarðu aldrei skyrturnar mín- ar þegar þú þværð þær? HEYRST HEFUR... Sjálfstæðismenn í Reykjavík eru margir orðnir uggandi yfir stöðu flokks síns í borginni og þykir sem Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og félagar hafi tapað frumkvæði í kosningabar- áttunni og leyft Degi B. Eggertssyni að leika lausum JH| hala. Kveður svo rammt að þessu að gallharðir sjálfstæðis- menn eru farnir að skrifa for- ystu sinni opin bréf í Morgun- blaðinu til þess að eggja þá til dáða. Um svipað leyti barst af því fregn að Viljhálmur hefði ráðið sér pólitískan ráðgjafa í kosningabaráttunni, Jón Krist- in Snæhólm, stjórnmálafræð- ing, sem nokk- uð hefur látið að sér kveða í Hrafnaþingi Ingva Hrafns Jónssonar. Sú ráðstöfun mun hafa vakið blendin viðbrögð enda telur Reykjavíkuríhaldið sig lítið hafa að læra af spunalækni frá Kópavogi... Menn hafa mikið spáð í breytinguna, sem varð öllum að óvörum á forystu Framsóknarflokksins um helg- ina.Mesthafa menn gert úr endurkomu Sivjar Frið- leifsdóttur í framvarða- sveitina eft- ir að hún hafði verið úti í kuldanum síðan hún var látin víkja úr ríkisstjórninni haustið 2004. Starf heilbrigð- isráðherra er hins vegar engin þægileg innivinna, eins og hver ráðherrann á fætur öðrum hefur komist að fullkeyptu og spyrja menn hvort Siv muni ein- faldlega vinnast tími til þess að vera nógu góð við gamla fólkið, eins og hún hefur gefið merki um að verði hennar aðalstarfi næsta árið. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, mun hins vegar óttast að Siv muni gerast æði frek til fjárins fram að kjör- degi og að reikningarnir haldi áfram að berast vel eftir það... Takist framsóknarmönnum að verjast vasklega í þing- kosningunum að ári er enginn vafi á að Siv mun þakka sjálfri sér það og mun sjálfsagt styrkja tilkall sitt til formannsembætt- isins þegar Halldór Ásgrímsson hverfur úr því. Gangi á hinn bóginn verr telja menn að Siv muni kenna tígmsg-msM*** formannin-^BP^j um um og f/ | bendaáaðrétt a /tflj sé að skipta um. Þannig muni hún M&yihJSSÉÉfcfc ávallt græða, sama hvað gerist. Hitt er síðan annað mál hvort henni muni takast að líma Framsóknar- flokkinn saman og ná aukinni hylli kjósenda. Margir fram- sóknarmenn munu vera henni gramir fyrir moldvörpustarf- semi gegn flokksforystunni á undanförnum misserum og frammistaða hennar í síðustu kosningum þótti bara svona og svona. Þyki Siv ekki nægilega vel til forystu fallin þegar þar að kemur benda menn á hinn bóginn á að Björn Ingi Hrafns- son verði orðinn alveg mátuleg- ur til þess að blanda sér í þann slag...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.