blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 13
blaðið MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 Tækjasjúkur maður hefur sérstaka ánægju af Go-kart enda sameinar það helstu áhuga- mál hans: hraða og tæki. Tækjasjúkur karlmaður Það er auðveldara sagt en gert að dekra við tœkjasjúkan karlmann þar sem hann vill sjaldnast yfirgefa heimilifullt afgrœjum Fólk getur lagt ólíka merkingu í orðið dekur. Það sem einum þykir ljúft dekur getur öðrum þótt hin mesta tímasóun og leið- indi. Dekur er því afstætt hugtak og mjög svo persónubundið. Oft hefur dekur frekar verið tengt við kvenmenn og eru það jafnan karl- menn sem dekra við konurnar. En sem betur fer er það ekki alltaf svo og karlmenn fá líka sinn skerf af dekri. En hvernig er best að dekra við tækjasjúkan karlmann? Það er auðveldara sagt en gert að dekra við tækjasjúkan karlmann því líkurnar eru á að hann muni berjast gegn því. Því eins og allir vita er erfitt að koma tækjasjúka karlmann- inum út úr húsi vegna þess að... 1. Hann verður að sitja við tölvuna og hala niður þessari einu mynd því annars er öruggt að himinn og jörð farast... 2. Honum er lífsnauðsynlegt að halda við kunnáttu sinni í vinsæl- ustu leikjunum í X-Box, Playst- ation og PSP, því ekki má hann vera síðri en strákarnir þegar þeir koma í heimsókn... 3. Eins og allir vita er skipulag nauðsynlegt og því verður hann að eyða laugardagskvöldinu í að raða og skipuleggja myndirnar í tölvunni... Dekur tækjasjúka karlmannsins verður fyrst og fremst að snúast um tæki og aftur tæki. Þeir sem hyggj- ast taka að sér það verkefni að dekra við tækjasjúkan karlmann þurfa að hafa það vel í huga að hinn tækja- sjúki má alls ekki fá nein tæki að gjöf fyrr en dekrinu er lokið. Ástæða þess er sú að fái hann tæki að gjöf þá kemst ekkert annað að enda þekk- ist það vel að tækjasjúkir menn eiga margar andvökunætur vegna nýrra tækja. Tækjasjúkur maður þarf nauðsynlega að halda við kunnáttu sinni í vinsælustu leikj- unum í X-Box, Playstation og PSP. Enski boltinn í 42 tommum Sem betur fer er til fullt af tækjum í heiminum þannig að dekur tækja- sjúka mannsins er auðveldara en það virðist í fyrstu. Þeir sem vilja komast sem auðveldast út úr dekri tækjasjúka mannsins geta byrjað á því að kaupa glæsilegt 42 tommu sjónvarp með heimabíói. Þegar maðurinn er búinn að jafna sig á kætinni yfir sjónvarpinu og hefur eytt nokkrum klukkutímum í að skoða leiðarvísirinn og prófa alla mögulega möguleika sjónvarpsins, sem verða síðan aldrei aftur notaðir, (hver vill horfa á 6 sjónvarpsrásir í einu hvort sem er?) þá er kominn tími fyrir gjöf nr. 2 sem er vitanlega nokkurra mánaða áskrift að Enska boltanum yfir HM tímabilið. Go-Kart og bátsferð Fyrir þá sem vilja leggja meira á sig fyrir dekurdag tækjasjúka manns- ins er ýmislegt í boði. Tilvalið væri að byrja daginn á að fara með ljúf- fengan morgunmat í rúmið þar sem kannski nýjasti tölvuleikurinn fylgir innpakkaður. Þegar búið er að leika sér nóg í leiknum er komið að næsta þrepi dekurdagsins en það gæti til dæmis verið Go-Kart ferð, snjósleða- ferð eða jafnvel bátsferð. Það er því ýmislegt sem hægt er að gera og allt sem tengist tækjum vekur án efa ánægju tækjasjúka karlmannsins. Svo er hægt að toppa kvöldið með því að gefa honum eitt skemmtilegt tæki sem mun án efa vera vinsælt. svanhvit@bladid.net Þegar maðurínn er búinn að jafna sig á kætinni yfir sjónvarpinu og hefur eytt nokkrum klukkutímum í að skoða leiðarvísirinn og prófa alla möguleika sjónvarpsins, sem verða síðan aldrei aftur notaðir. IAN ANDERSON p. — 1 l rjl =i= Miðasala hefst í dag ld. 10 IAN ANDERSON Plays The Orchestral JETHRO TULL í Laugardalshöll 23. maí. Maðurinn á bak við Jethro Tull, flautuleikarinn, söngvarinn og lagasmiðurinn Ian Anderson á stórtónleikum í Laugardalshöll 23. maí, ásamt eigin hljómsveit og félögum úr Reykjavík Chamber Orchestra. Miðasala á www.midi.is, í verslunum Skífunnar og BT á Akureyri og Selfossi. Aðeins selt í númeruð sæti, takmarkaður fjöldi. & perf#rmer www.performer.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.