blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 08.03.2006, Blaðsíða 20
28 I MATUR MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 bladiö Mestu þurrkar í Kenýa í 40 ár Yfirvofandi matarskortur sagður geta orsakað hungursneyð. 1 norðurhluta Kenýa hafa a.m.k. 40 látið lífið vegna matarskorts og á sama svæði hafa kameldýr, naut- gripir og apar látist af sömu sökum. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út þá yfirlýsingu að berist mataraðstoð ekki fljótlega til 3,5 milljóna íbúa landsins geti það haft alvarlegar afleiðingar. Miklir þurrkar hafa verið á svæð- inu sem hafa skapað erfiðustu aðstæður sem ríkt hafa þar í fjóra áratugi. James Morris, yfirmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóð- anna, hefur heimsótt Kenýa og segir umheiminn þurfa að vakna til vitundar um alvarleika málsins, algjört neyðarástand vofi yfir. Ber- ist ekki fjárhagsaðstoð til landsins nú þegar muni það valda vannær- ingu og hugsanlega hungursneyð. Birgðir af maís og hrísgrjónum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa útvegað íbúunum munu aðeins endast út næsta mánuð og birgðir bauna og jurtaolíu munu þverra mun fyrr að mati Morris. Ástandið í Sómalíu er ekki skárra. Morris hvatti stríðandi fylkingar þar til að leggja ágreining til hliðar og einbeita sér að því að skipuleggja martaraðstoð fyrir íbúa landsins. Kristin hjálparsamtök frá Bret- landi taka undir orð Morris og segja að í Kenýa liggi dauðir nautgripir á víðavangi. Sumir íbúar landins hafi selt allar eigur sínar í skiptum fyrir mat. Segja talsmenn þessara sam- taka að fólk fái vart dregið fram lífið lengur á þeim matarbirgðum sem nú eru í landinu. Fljótlega verði því þörf á frekari matvælaaðstoð. Sam- tökin segja að þó þurrkar séu helstu ástæður yfirvofandi neyðarástands hafi vaxandi fátækt í landinu líka mikil áhrif. í síðustu viku ákváðu Bretar að bæta við 15 milljónum punda til fjárhagsaðstoðar i Kenýa. James Morris telur 190 milljónir punda þurfi til að koma í veg fyrir næringarskort í landinu. Grennandi kartafla Ný kartafla hefur nú verið ræktuð en hún inniheldur minna en helm- ing kaloría sem venjulegar kartöflur innihalda. Kartaflan kallast Vivaldi kartaflan og er afrakstur níu ára rannsókna og ræktunar. Vivaldi kartaflan inniheldur aðeins þriðj- ung kolvetna sem venjuleg kartafla inniheldur.Rannsóknarniðurstöður sýna að Vivaldi kartaflan inniheldur að jafnaði 26% minni kolvetni og 33% færri kaloríur en venjuleg kart- afla. Talsmaður framleiðanda Vi- valdi kartöflunnar sagði hana hina fullkomnu lausn fyrir þá sem vilja passa mataræði sitt. Vivaldi kart- aflan inniheldur sama magn C-vít- amíns og annarra næringarefna og venjuleg kartafla. hugrun@bladid.net SÖLUMENN ÓSKAST Vegna aukinna umsvifa óskar Blaðið eftir sölumönnum i fulla vinnu. % % Um er að ræða skemmtilegt starf hjá fyrirtæki í örum vexti með skemmtilegu fólki. Góðir tekjumögu- leikar fyrir gott fólk. I Blaðiö Bæjarlind 14-16 201 Kópavogur Umsóknir sendist á atvinna@vbl.is Ofnbakaður lax með eplum og ólífum fyrir 4 Uppskriftin er svo einföld að það kemur kannski á óvart hversu góð hún er. Ef hráefnið er gott, verður maturinn góður án mikillar fyrir- hafnar. Tíminn skiptir máli því laxinn á að vera fullmatreiddur en ekkert meira. Hann á að vera safaríkur en ekki þurr, losna sundur þegar ýtt er við honum með gaffli, þéttur en ekki harður viðkomu. Eplin mega heldur ekki jorna, heldur á að koma safi úr jeim sem skilar að sjálfsögðu sæt- unni sem þau innihalda. Það sem þarf: 600 gr nýflakaður og roðflettur lax, skor- inn í fjögur jafnstór stykki 1 epli, skorið í þunna báta 100 gr steinlausar og grófhakkaðar grænar ólífur (etv. fylltar með möndlum, papriku eða hvítlauk) Nýmalaður svartur pipar t.d. Maldon safi úr sftrónu Raðið laxabitunum í ofnfast fat og þekið með eplabátum og ólífum ásamt pipar. Bak- ið í 170°C heitum ofni (forhituðum) og takið út eftir nákvæmlega 8 mínútur. Heimabakað heilkornabrauð er gott meðlæti, t.d. heilkornaspeltbrauð úr Himneskt grófspelti, og létt salat eða gufusoðið grænmeti. Munið að rétt- urinn bragðast jafn vel kaldur sem heitur og hægt að útbúa nóg í nestið á morgun eða kaldan kvöldmat. Græn súpa fyrir 4 Þessi súpa er dásamlega einföld og það tekur aðeins 15 mínútur að matreiða hana. Ef ekki er til heimalagað soð úr Römertopf, má nota tilbúinn kraft, t.d. 1-2 tsk Condimento Vegetale frá LaSelva, sem er ferskur grænmetiskraftur, eða lífrænan krafttening án syk- urs og sterkju. Það sem þarf er eftirfarandi: 300 grspínat, t.d. 1 poki afsplnati frá Him- neskri hollustu ’A I vatn 4-5 dl heimatilbúið kjúklinga-og grænmet- issoð úrRömertopf (sjá uppskrift ofar) 1 flnhakkað hvltlauksrif Safiogog rifinn börkur afeinni llfrænt ræktaðri sltrónu 5 gr ferskt engifer, flnt saxað 3-4 dropar af fiskisósu I tsk túrmerik, t.d. frá Sonnentor Ögn afkaneldufti, t.d Sonnentor Ögn afvanilludufti, t.d frá Himneskri hollustu ’A- 1 dl extra jómfrúaróllfuolía, t.d. frá LaSelva Sjávarsalt, t.d. Maldon Nýmalaður svartur pipar, t.d. Maldon Ef til er wok eða pottur með gufu- suðurist er spínatið gufusoðið yfir Vt lítra af vatni í 2 mínútur. Spínatið á bara að mýkjast, en ekki að linast alveg upp. Ef ekki er til gufupottur eða wok er spínatið soðið í venjulegum potti, i nákvæmlega 2 mínútur og síðan fært upp úr pottinum með töng eða gataspaða, eða hellt gegnum sigti. Soðið er geymt. Spínat, kjúklinga- og grænmetis- soð, hvítlaukur, engifer, fiskisósa, túrmerik, kanelduft, vanilluduft og 1/2 dl af ólifuolíu er maukað í blandara eða í matvinnsluvél. Bragðbætt með salti og pipar og e.t.v. meiri olíu ef súpan á að verða kremaðari. Ef hún á að vera þunn má nota soðið af spínatinu. Epli og perur með hvítu möndlusmjöri og kanel fyrir 4 Einfaldar uppskriftir eru oftast bestar og það sannast í þessum rétti. Það er unun að láta hörð, fersk og stökk eplin og perurnar leika í munni sér, böðuð í flauels- mjúku möndlusmjöri, krydduðu með kaneldufti og ávaxtasætu og merkja andstæðurnar í sí- trónubragðinu. Þetta er ævintýri fyrir bragðlaukana og algerlega án sykurs eða annarra sætuefna. Vitaskuld má nota aðra ávexti í staðinn fyrir eða með eplunum og perunum. Ef möndlusmjörið er of þykkt, má setja örlítið kalt vatn saman við það áður en því er bætt saman við ávextina. Það sem þarf er eftirfarandi: 4 epli, skorin I grófa bita 4 perur, skornar íþunnar sneiðar, eftir lengdinni nýpressaður safiúr’/i sltrónu eða appel- slnu 1 tsk kanelduft, t.d. Sonnentor ’A tsk vanilluduft, t.d. frá Himneskri hollustu ’A tsk kardemommuduft, t.d. Sonnentor 1 tsk hreint kakóduft.t.d. frá Himneskri hollusta 2 msk hvltt möndlu- eða cashewhnetu- smjör, t.d. Biona Veltið eplum og perum i app- elsínu- eða sítrónusafa ásamt kryddinu og látið standa í kæli, að minnsta kosti í hálfan sólar- hring en helst í heilan sólarhring. Skiptið kryddlögðum ávöxt- unum í 4 skálar og hrærið Vi msk af möndlusmjöri saman við inni- hald hverrar skálar. Peru-banana ís með hörfræja- olíu og sýrðum rúsínum fyrir 4 Minnir á mjúkan ís, en er mjólkur- og sykursnauður, hollur og bragðgóður. Ef til er ísvél, sleppur maður við að frysta ísinn i frysti og taka hann út á 'á tíma fresti fyrstu 2 klst. Það léttir ísgerð- ina mikið, en jafnvel án ísvélar er ísinn ómaksins verður. Lagaðu e.t.v. stærri skammt í einu og frystu í tveimur ílátum. Það sem þarf er eftirfarandi: 1 dl Ijósar rúslnur 'A dl brúnt hrlsgrjónaedik, eplaedik eða sítrónusafi 6 þroskaðir bananar 2 dl mild extra jómfrúarolía (óllfu-, repju-, möndlu-, eða sólblómaolla), t.d. frá LaSel- ve eöa Biona 2 dl hörfræjaoila, t.d. frá Himneskri holl- ustu 4 perur, skornar I stóra bita 2 tsk vanilluduft frá Himneskri hollustu Leggið rúsínurnar í bleyti í ediki eða sítrónusafa í 3-4 klst. Látið renna af þeim gegnum sigti og geymið krydd- löginn til að nota síðar í olíu-ediks dressingu á salat. Maukið banan- ana með jómfrúarolíunni. Bætið nú perunum og vanilluduftinu í og maukið áfram svo úr verður létt, flauelsmjúkt krem. Hellið kreminu í ílát eða form sem þolir frost og hrærið rúsínunum í. Frystið ísinn í u.þ.b. 4 klst í frystinum.en takið hann út á hálftíma fresti fyrstu 2 klst og hrærið í.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.