blaðið - 09.03.2006, Page 1

blaðið - 09.03.2006, Page 1
Veldu ódýrt bensín # ^^+ainnmng! 6eG0 Wleira fyrir peninginn ' 7\V\ * - s \\v \ X\\v£ \ \ v Kvittun fyigir ávinningur! ■ SAMSKIPTI KYWJANNA Prif valda erjum Átök um þrif á | SlÐA 24 — hjá pörui ■ ERLENT Súdanir hóta að segja sig úr Afríku- bandalaginu Vilja ekki afskipti Sameinuðu þjóðanna af Dafur-deilunni | SlÐA 12 ■ MATUR Grillaður tún- fiskur að hœtti Ragga Ómars | SlÐA 20 Frjálst, óháð & ókeypis! Höfundur ís- lendingasagna loks fundinn? Leifur Eiríksson, landkönnuður og Ef marka má alþjóðlegu netbóka- verslunina Amazon er leitinni að höfundi íslendinga- sagna lokið. Það var sumséLeifur h e p p n i Eiríksson, sonur ís- lands og a f a b a r n Noregs, sem rithöfundur, ef marka færði þessa má Amazon. mestu dýr- gripifornbók- menntanna i letur. Eða svo virð- ast fræðimenn Amazon telja. Það hefur löngum verið vin- sæl íþrótt á íslandi að deila um hverjir hafi ritað íslendingasög- urnar og hafa þar ýmsir verið nefndir til svo sem Arni biskup Þorláksson, Einar Gilsson, Jón Loftsson, Sæmundur fróði, Snorri Sturluson, Sturla Þórð- arson og margir fleiri. Leifur Eiríksson hefur á hinn bóginn ekki verið í þeim merka söfnuði. Islenskum viðskiptavini hins breska útibús Amazon (www. amazon.co.uk) brá því nokkuð í brún þegar hann varð þess áskynja að Penguins Classics útgáfan af The Sagas of Iceland- ers (ISBN: 0140291334) væri eftir engan annan en hinn fundvísa Leif Eiríksson. Þegar leitað er fleiri bóka eftir höfuiidinn kemur svo á daginn að hann er líka höfundur Njálu, svo þá er væntanlega líka úti um þá lang- vinnu gestaþraut. Ástæðan fyrir þessum mis- skilningi er væntanlega sú að höfundarrétturinn að útgáfu hinna ensku þýðinga er skráður á bókaútgáfuna Leif Eiríksson, Flókagötu 65. Höfuðborgarsvæðið meðallestur Samkv. Ijölmiðlakönnun Galiup janúar 2006 Lœrdomur i tapi Jakob Ssgurdsson, forstjóri Aifesca, ræðir um viðskiptin og árin í handboltanum við Kolbrúnu Bergþórsdóttur SIÐUR 18 & 19 BlaÖið/SteinarHugi Greiddi milljarði minna í atvinnuleysisbætur Atvinnuleysistryggingasjóður greiddi rétt rúma þrjá milljarða króna í atvinnuleysisbætur í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Vinnumálastofnunar. Það er um milljarði minna en árið áður og nemur samdrátturinn því um 25%. Lítið atvinnuleysi hefur verið hér á landi slðustu mánuði sem skýrir minnkandi greiðslur úr sjóðnum. Atvinnuleysi hefur minnkað hratt síðustu misseri. Þannig mældist at- vinnuleysi rúm 3% að meðaltali árið 2004, það var 2,1% í fyrra og mælist um þessar mundir um 1,6%. Sjóðurinn er sterkur Sigurður Pétur Sigmundsson, for- stöðumaður rekstrarsviðs Vinnu- málastofnunar segir að greiðslur til atvinnuleysisstryggingasjóðs fari stöðugt minnkandi en þrátt fyrir það sé staða sjóðsins sterk um þessar mundir. „Ársreikningur fyrir 2005 liggur reyndar ekki fyrir en eigið fé sjóðs- ins í árslok 2004 nam um 7,8 millj- örðum króna“, segir Sigurður. Hann segir að hluti af trygginga- gjaldi renni til atvinnuleysistrygg- ingasjóðs en að það framlag hafi lækkað að undanförnu, meðal ann- ars vegna þess að fæðingarorlofs- sjóður taki til sín stærri hluta trygg- ingagjalds en áður. „Á sama tíma og tekjur sjóðsins hafa minnkað hafa útgjöld dregist saman vegna minnkandi atvinnu- leysis þannig að ég geri ráð fyrir að rekstrarstaða sjóðsins verði svipuð á síðasta ári og árið áður“, segir Sigurður. Útgjöld gætu aukist „Nú er verið að leggja fram frum- varp um breytingu á lögum um at- vinnuleysistryggingar. Þar er gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur verði tekjutengdar fyrstu þrjá mán- uðina sem fólk þiggur þær. Þingið á auðvitað eftir að fjalla um frum- varpið en ef það verður samþykkt þýðir það aukin útgjöld í atvinnu- leysisbætur. Þó maður reyni að gera áætlanir er mjög erfitt að meta hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á upphæðir greiddra atvinnu- leysisbóta. Mér sýnist hinsvegar að þrátt fyrir minnkandi tekjur sé staða atvinnuleysistryggingasjóðs það sterk að ekki þurfi að koma til auknar greiðslur í sjóðinn þó þessar breytingar verði samþykktar, allavega ekki næstu tvö árin,“ segir Sigurður. Hann bendir á að þrátt fyrir að greiðsla atvinnuleysisbóta sé stærstur hluti af útgjöldum atvinnu- leysistryggingasjóðs greiði sjóður- inn ennfremur annarskonar styrki. „Heildar útgreiðslur úr sjóðnum árið 2004 voru til að mynda 4,9 millj- arðar, þar af námu greiðslur atvinnu- leysisbóta rúmum 4,1 milljarði. Mismunurinn liggur í styrkjum til verkefna á borð við starfsmenntun í atvinnulífinu, kauptryggingar fisk- vinnslufólks og allskonar úrræða“, segir Sigður ennfremur. Segir konur búa við „apartheicT Marina Mahathir Dóttir fyrrum forsætisráð- herra Malasíu hefur líkt stöðu kvenna í landinu við h 1 u t s k i p t i blökkumanna í Suður-Afríku þegar stjórn- völd þar fylgdu kynþáttaaðskiln- aðarstefnu, svonefndri „apartheid“. Marina Mahathir er þekkt fyrir baráttu sína fyrir auknum rétt- indum kvenna í heimalandi sínu. Nýlega var svonefndum fjölskyldu- lögum breytt í Malasíu og gilda þau um íslamskar fjölskyldur. Breyt- ingin gerir karlmönnum auðveld- ara en áður að kvænast mörgum konum, skilja við þær og yfirtaka hluta eigna þeirra. Mikla reiði vakti þegar ráðuneyti málefna kvenna hvatti konur á þingi Malasíu til að styðja lagabreytingu þessa. Múslimar eru ráðandi meirihluti í Malasíu en þar búa einnig aðrir trúarhópar. Staða kvenna þykir um margt betri í Malasíu en í mörgum íslömskum rikjum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.