blaðið - 09.03.2006, Page 8
8 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaöið
Sífellt fleiri fá íslenskt ríkisfang
Einstaklingum sem fá íslenskt ríkis-
fang fjölgar stöðugt. Þannig fengu
725 íslenskt ríkisfang á síðasta ári á
móti 161 einstaklingi árið 1991. Þetta
kemur fram í tölum sem Hagstofa Is-
lands birti í gær.
Flestir einstaklingar sem fengu ís-
lenskt ríkisfang á árinu 2005 höfðu
áður ríkisfang í Póllandi eða 184.
Næstflestir voru frá Serbíu og Svart-
fjallalandi eða 72 og 50 höfðu áður
ríkisfang í Taílandi. Pólverjum sem
fá íslenskt ríkisfang hefur fjölgað
mjög ört undanfarin ár.
„Hverfandi fáir Pólverjar hlutu ís-
lenskt ríkisfang framan af 10. áratug
20. aldar en undanfarin tvö ár hafa
þeir verið langfjölmennastir einstak-
linga sem öðluðust íslenskan ríkis-
borgararétt", segir í úttektinni.
Iin köld út á kjötiö, i fiskrétti, með reyktum silungi og
fangi. Oóð með kötdum, steiktum lunda og sem ídýfa.
Frábær köld úr dósinni eða hituð upp, meö lambakjöti,
nautakjöti, fiski eða kjúkiingaréttum i ofni.
Pip<Árscs<Á...
... jpeqár vindtar fivín!
Stöðugt minni ánægja
með þjónustu banka
Ánægja viðskiptamanna með þjón-
ustu banka og sparisjóða hefur farið
stöðugt minnkandi á undanförnum
árum samkvæmt ánægjuvog Gall-
ups. Framkvæmdastjóri Samtaka
banka og verðbréfafyrirtækja segir
auknar þjónustukröfur neytenda
skýra að mestu leyti minnkandi
ánægju.
KB-banki lækkar mest
Gallup birti á þriðjudaginn hina
svokölluðu ánægjuvog sem mælir
ánægju viðskiptavina með þjónustu
23 fyrirtækja árið 2005. Samkvæmt
henni dró almennt úr ánægju
viðskiptavina í mældum atvinnu-
greinum nema hjá tryggingafé-
lögum sem stóðu í stað.
Ánægja með þjónustu banka og
sparisjóða minnkar talsvert milli
ára og almennt hefur ánægja við-
skiptavina farið minnkandi síðan
1999 þegar mælingar hófust. Hæstu
einkunn í ár hlaut Sparisjóður
Reykjavíkur og nágrennis (SPRON)
eða alls 74,8 stig. I fyrra mældist
SPRON með 78,3 stig og hefur því
lækkað um 3,5 stig milli ára.
Lægstu einkunn fékk KB-banki
eða 68,6 stig og lækkaði bankinn
um 5,7 stig milli ára. Árið 2004 var
KB-banki í öðru sæti í ánægjuvog
bankanna en skipar nú það síðasta.
Þá fékk íslandsbanki 71,7 stig og
Landsbankinn 71,4 stig sem er ekki
marktækur munur.
Að mati Guðjóns Rúnarssonar,
framkvæmdastjóra Samtaka banka
og verðbréfafyrirtækja, gæti skýr-
ingin á minnkandi ánægju legið í
auknum þjónustukröfum neytenda.
Þá bendir hann á að bankar og spari-
sjóðir mælist almennt mjög hátt í
ánægjuvoginni miðað við önnur
fyrirtæki. „Það sem áður var áber-
andi gott hjá þessum fyrirtækjum
er i dag eitthvað sem neytendinn
býst við. Ég geri hins vegar fastlega
ráð fyrir því að allir stjórnendur fyr-
irtækja vilji fá sem flest stig hvað
varðar ánægju viðskiptavina. Það
er lykilatriði og þeir hljóta að taka
þetta til sín.“
BlaSiö/Steinar Hugi
Skiltin skúruð
Starfsmenn Reykjavfkurborgar voru önnum kafnir við vorhreingerningar f gær og þrifu umferðarskilti bæjarins sem safnað hafa salti
og drullu yfir vetrarmánuðina.
IflSsiigiigiiíillíMKiilii
EiarstYnðirlB.ensínTcralRáffna'QnsbílarJílmiklurúnvali
* w. o
VD
vdo.is VDO Verkstæðið ehf. - Borgartúni 36 - s: 588-9747
Hvalveiðar í
atvinnuskyni
hefjist á ný
íslendingar stefna að því að hefja
hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju.
Þetta kom fram í svari Einars K.
Guðfinnssonar, sjávarútvegsráð-
herra, á Alþingi í gær.
Einar svaraði Magnúsi Þór Haf-
steinssyni sem spurði frétta af
hrefnurannsóknum sem farið hafa
fram undanfarin sumur. I svari ráð-
herrans kom fram að stefnt væri að
því að halda vísindaveiðum áfram
í sumar með ekki minni krafti en
gert hafi verið hingað til. Hvað
veiðar í atvinnuskyni áhrærir sagði
Einar, að „enginn væri hræddur" í
þeim efnum. „Það liggur ekki fyrir
hin pólítíska ákvörðun um hvenær
veiðar verði hafnar, en ég sagði það
áðan að stefnt væri að því að hefja
veiðar í atvinnuskyni á ný," sagði
Einar K. Guðfinnsson.