blaðið - 09.03.2006, Page 14

blaðið - 09.03.2006, Page 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. BUSH ÞARF KRAFTAVERK Vísbendingar eru um að stuðningur við George W. Bush forseta sé að hrynja í Bandaríkjunum. Sífellt fleiri lýsa sig óánægða með framgöngu forsetans; trú á að herförinni í írak ljúki með því að þar rísi upp friðsamlegt lýðræðisríki fer minnkandi með degi hverjum. Ljóst er að erfiðleika Bush forseta ber ekki einvörðungu að rekja til hörmungarástandsins sem ríkir í írak. Vísast hefur framganga forset- ans þegar fellibylurinn Katrín reið yfir New Orleans valdið honum meiri skaða en herförin gegn stjórn Saddams Husseins Iraksforseta. Fram hafa komið upplýsingar sem vart verða dregnar í efa þess efnis að forsetanum hafi verið fullkunnugt um að miklar hörmungar vofðu yfir íbúum New Orleans. Hann sýnist hins vegar hafa hundsað þær með öllu. Forsetinn sem jafnan hefur lagt þunga áherslu á stjórnunarhæfileika sína virðist eiga í vandræðum á því sviði sem flestum öðrum. I írak er nú svo komið að flestir sem fylgjast með þróun mála þar telja miklar líkur á að út brjótist borgarastríð. Raunar er það deila um skilgreiningaratriði hvort telja beri að það sé hafið. Æsingamönnum og illvirkjum í röðum sjíta og súnníta hefur tekist að koma á því ástandi við- varandi ógnar og hryllings sem stefnt var að. Mikilvægt er að hafa í huga að Bandaríkjamönnum er í raun ómögulegt að koma í veg fyrir borgara- stríð. Það geta írakar og nýir valdhafar einir gert. Verulegar líkur eru á því að Bandaríkjamenn geti aðeins fylgst með því ef/þegar átökin í land- inu ná næsta stigi með tilheyrandi upplausn og blóðbaði. Bandaríkjastjórn getur að vísu beitt ráðamenn og leiðtoga trúarhópa í írak pólitískum þrýstingi en ekki eru miklar líkur á að það skili tilætl- uðum árangri. Sjítar, sem eru um 60% þjóðarinnar, hafa engan hug á því að hleypa súnnítum, sem voru við völd í landinu í tíð Saddams forseta en eru nú afskiptur minnihluti, að kjötkötlunum. Sjítar sættu hroðalegum kúgunum í tíð Saddams og telja að nú sé komið að skuldadögunum. Þeir sjítar, m.a. áhrifamiklir trúarleiðtogar, sem hvetja til hófsemi og and- mæla morðum og pyntingum á súnnítum, eiga nú mjög undir högg að sækja. Á þá er einfaldlega ekki hlustað með sama hætti og áður. Brjótist út borgarastríð í írak hrynur til grunna stefna og hugsjón Bush forseta um „lýðræðisvæðingu“ í Mið-Austurlöndum og arabaheim- inum. Þingkosningar nálgast í Bandaríkjunum og skriðþungi forsetans verður minni með degi hverjum. George W. Bush þarf á pólitísku krafta- verki að halda í írak til að bjarga því sem bjargað verður. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14*16,201 Kópavogur. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiöja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 I ÁLIT FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaöiö IMNRASÍWER mju! fllUR KÁRLMEvn/RNiR zw ' ^ úfU/ÍSiNRi. Nú VECTUM vm AD SrAMP/A saM^ XÍS. 4-2 & cm á\ Pað sem Á t ímum pólitísks rétttrúnaðar hefur mér stundum virst sem aðeins megi halda fram „réttum skoðunum“, en ef það er þannig óttast ég að mál- frelsiðséharlalitilsvirði. Igærvarð ég þannig vitni að umræðu innan um fjölmenni þar sem enginn veigr- aði sér við að nota orðið „karlrembu- svín“. Vinur minn einn dirfðist hins vegar að taka til andsvara þar sem ég heyrði orðið „kvenrembugylta" í fyrsta sinn og það datt allt í dúalogn, um allan sal. Þetta var greinilega bannorð. Tillitssemi er mikil dyggð og í dag- legu lífi er hverjum manni hollt að iðka hana. Við förum meira að segja fram á hana hjá sjálfum okkur og öðrum. Við kennum börnum okkar kurteisi og sniðgöngum einatt þá, sem ekki temja sér hana. En það er ekki þar með sagt að við bindum það í lög að hverjum og einum sé skylt að auðsýna fyllstu kurteisi. Ekki frekar en við setjum lög um svo margt annað, sem við teljum miður eða vænna. Lögin kveða nefnilega á um tiltekin lágmörk í mannlegri breytni, en eins og Vilmundur Gyifa- son heitinn benti svo skarplega á fer lögmæti og hið siðlega ekki alltaf saman. Lög og siður Að undanförnu hefur á hinn bóginn borið í auknum mæli á því að menn vilji áskilja öðrum tillitssemi að viðlögðum refsingum. Þetta hefur raunar verið sérstaklega til umræðu út af skopmyndamálinu mikla, en það eru ekki aðeins herskáir mús- limir, sem helst vilja þagga niður í ekki má þeim, sem eru á öndverðum meiði við þá eða hafa leyft sér að setja fram skoðanir, sem þeir telja móðg- andi, hvort sem það er nú með réttu eða röngu. Erlendis frá þekkjum við mörg samsvarandi dæmi. Herskáir dýra- verndunarsinnar telja málstað sinn svo góðan að mannslíf varði ekki öllu, andstæðingar fóstureyðinga Andrés Magnússon hafa látið sverfa til stáls þegar orð- ræðunni sleppir, og svo mætti lengi áfram telja. Allir þessir hópar eiga það sameiginlegt að lýsa því yfir að tilgangurinn helgi öll meðöl, að málstaðurinn sé þeim slíkt hjartans mál að siðferði verði að víkja, og að hvers sem stendur í vegi þeirra verði að taka afleiðingunum. En undan slíkum ógnunum má ekki láta. Af- leiðingin verður aðeins sú að fleiri færa sig upp á skaptið og lengra, hvort heldur er með ógnunum eða ofbeldi. En það þarf ekki að taka svo öfgakennd eða alvarleg dæmi. Hnattkúlan er full af alls kyns hand- segja höfum stórasannleiks og allir eiga þeir sínar heilögu kýr og mislíkar það ef um þær er rætt af einhverju öðru en stökustu velþóknun. Þegar allt er talið verður úr hin myndarleg- ast hjörð heilagra kúa, en ef virða á þær allar er hætt við að þögnin verði jafnærandi og baulið. Tillitssemi og umburðarlyndi Enn eitt dæmið - öllu sakleysilegra - er kæra Samtakanna '78 á hendur Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum. Samtökin telja að Gunnar hafi vikið að samkynhneigðum með þeim hætti í blaðagrein að varði við lög. Um það skal ekki dæmt hér, en á hinn bóginn hefði maður haldið að nær hefði verið fyrir Samtökin eða félagsmenn þess að svara grein Gunnars i stað þess að grípa fyrst til múlsins. En það er kannski ekki alveg jafnt gefið í þessum málum. Fyrir nokkrum árum bar það t.d. við að krossfest lesbía, frekar flíruleg, fór niður Laugaveginn í Gay Pride skrúð- göngunni. Ætli það hafi nú ekki farið fyrir brjóstið á einhverjum sannkristnum? En það stóð hins vegar á kærunum. Það var ekki vegna tillitssemi göngumanna, heldur vegna umburð- arlyndis hinna. Og það er einmitt hin hliðin á þessum peningi. Um- burðarlyndi. Jafnmikil dyggð og tillitssemin er, er umburðarlyndið nefnilega ekki síðri dyggð. Það hefði maður haldið að samkynhneigðir þekktu öðrum betur. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Mönnum I fersku minni iivernig 11 Guðmundur Magn- ,■ ússon varlátinn taka jMm pokann sinn á Frétta- blaðinu, að sögn, ^J eftir að hann hafði skrifað tvo leiðara, sem voru útgefandanum ekki að skapi. [ gær skrifar svo Jón Kaldal for- ystugrein í blaðið undir fyrirsögninni „Höldum hugvitinu heima". Þar hefur Jón áhyggjur af því að fyrirtækið Marel hyggist draga mjög saman seglin hér heima. En skyldi Gunnar Smári Egilsson forstjóri Dagsbrúnar, móður- félags Fréttablaðsins, hafa lesið leiðarann yfir? Hann er sem kunnugt er á stöðugum þeytingi milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, en þangað vill hann flytja hugvitið á bak við Fréttablaðið. Hópur nemenda I hagfræði, heim- speki og stjórnmálafræði í Viðskipta- háskólanum á Bifröst er að gera könnun á almennum stjórnmálaviðhorfum blaða- og fréttamanna á íslandi undirleiðsögn dr. Grétars Þórs Eyþórssonar. Slfkar kann- anir hafa verið gerðar öðru hverju vestanhafs og austan og hafa jafnan sýnt fram á að hinar talandi stéttir eru mun vinstrisinnaðri en allur almenningur. Verða niðurstöðurnar héðan því vafalaust nýsilegar. Aðferðafræðin kann þó að vera vafa undirorpin, þvi ekki verður betur séð en að könnunin sé fremur aum þýðing á stað- hæfingum þeim, sem notaðar eru á vinsælum vef, sem á að geta staðsett menn (stjórn- málalitrófinu(www.po- liticalcompass.org), en fórnarlömbin þurfa að taka afstöðu til þeirra með eða á móti. Hins vegar má efast um forsendurnar, því fyrsta staðhæfingin hljóðar t.d. svo; „Ef efnahagsleg alþjóðavæðing er óhjákvæmileg ætti hún fyrst og fremst aö koma mannkyninu öllu til góða fremur en al- þjóðlegum fyrirtækjum," llkt og þetta tvennt geti ómögulega farið saman. Aðrar spurningar bera þess svo nokkur merki að vera samin á liðinni öld meðan marxismi var enn einn af höf- uðásum stjórnmálanna. Ætli margir marxistar finnist enn í blaðamannastétt?

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.