blaðið

Ulloq

blaðið - 09.03.2006, Qupperneq 20

blaðið - 09.03.2006, Qupperneq 20
20 I MATUR FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 bia6Í6 Mundu eftir ostinum ... í nestisboxið ÖNDVEGISELDHÚS Síðustu 4-6 árin hefur túnfiskur vaxið ótrúlega sem vinsæll fiskur á borðum veitingastaða hér á landi. Ef ég vitna bara í minn veitingastað þá rýkur hann út eins og ráðherrar úr ríkisstjórninni. Ég hef líka tekið eftir því að flestir stórmarkaðir hafa verið að selja frosin túnfisk í einhvern tíma en það er mjög erfitt að fá ferskan túnfisk því hann er vel feitur fiskur og mjög erfitt að geyma hann. Mark- aðurinn er ekki það stór hér heima að hægt sé að vera með túnfisk ferskan á lager. Vandamálið er líka það að tún- fiskurinn er mjög erfiður í geymslu í frosti en menn hafa fundið lausn við því sem er að frysta hann við 60-70 °c frost þegar hann er ferskur. En það er augljóslega enginn venjulegur frystir sem hægt er að nota en síðan er tún- fiskurinn geymdur við 30°c á lager. Með þessu hefur tekist að gera gott hrá- efni úr frosna túnfisknum. Túnfiskur er einhversstaðar á milli þess að vera fiskur og kjöt að mínu mati og það er eiginlega nauðsynlegt að borða hann mjög lítið eldaðan. Annars verður hann þurr og alls ekki góður. Síðan finnst mér að meðlætið þurfi vera svo- lítið kraftmikið eins og sojasósa, niður- soðið kálfasoð og síðan eitthvað ferskt með eins og ávexti, engifer og salat. Túnfiskur er skemmtilegur sem for- réttur eða aðalréttur og einnig alveg tilvalinn í pinnamat og ekki þarf að taka fram að hann er sígildur i sushi. Uppskriftin sem fylgir með í dag hef ég stundum notað sem léttan forrétt en hún er einföld og ótrúlega góð. „Grillaður túnfiskur með mangó og vorlauks- salati og engifer-soyasmjöri" Fyrir fjóra (volgur réttur) 400 g túnfiskur olía saltogpipar Mangó og vorlaukssalat 4 msk mangó (skorinn í litla bita) 2 msk vorlaukur (skorinn í litla bita) 1 msk rauð paprika eða chili (fínt saxað) 2 msk ferskt kóríander (fint saxað) safiúrlime 4mskgóð ólífuolía saltog pipar Einhver uppáhalds salatblöð Engifer-sojasmjör 4 msk sojasósa 4 msk brætt smjör 1 msk sitrónusafi Aðferð: Penslið olíu á túnfiskinn og grillið hann á BMið/Frikki logandi heitu grilii eða grilipönnu í ca 1 mín- útu á hvorri hlið (mjög lítið eldað). Kryddið með salti og pipar og geymið túnfiskinn á volgum stað i 1 mínútu áður en hann er skorinn niður. Mangósalat: Blandið öllu saman nema sal- atblöðunum. Setjið salatblöðin á disk með smávegis af mangósalatinu, túnfiskinn ofan á og afganginn af mangósalatinu yfir. Engifer-sojasmjör: Blandið öliu saman í pott, hitið og pískið vel saman áður en þið berið fram. Rokkkokkurinn Anthony Bourdain Það er ekki öllum gefið að skrifa um mat og hvað þá að elda mat. New York-búinn Anthony Bo- urdain getur gert hvort tveggja en hann er bæði vinsæll rithöfundur og virtur kokkur. Þá hefur hann getið sér gott orð fyrir tvær sjón- varpsþáttaseríur þar sem að hann ferðast víðsvegar um heiminn og leitar uppi óvenjulega rétti sem eru kokkaðir á vafasömum veit- ingastöðum sem flestir túristar myndu forðast eða bragðar á þjóð- legum réttum við aðstæður sem fæstir lenda í. Bourdain er fæddur í New York 1956. Foreldrar hans eru af frönsku bergi brotnir og hann fékk áhuga á mat þegar hann bragðaði ostrur i fyrsta skipti í sumarfríi með fjöl- skyldu sinni í suðurhluta Frakklands. Á unglingsárum þótti hann uppreisn- argjarn og ódæll og hann átti erfitt með feta sig áfram í lífinu. Um tví- tugt uppgötvaði hann að til væri far- vegur sem hentaði fullkomlega þeim sem eru bæði óalandi og óferjandi og hann var að finna á bakvið eldavélar i veitingahúsum. Næstu áratugina starfaði Bourdain á veitingahúsum víðsvegar um Banda- ríkin. Þrátt fyrir að vera fær kokkur og sprenglærður í sígildri franskri matreiðslu rakst hann illa í starfi og smám saman rann ferill hans niður Anthony Bourdain rakvélablað lífsins. Að lokum sneri Bourdain við blaðinu, losaði sig við fíkniefnin og fékk tækifæri til þess að sanna sig enn á ný á frönskum bistro í New York sem ber nafn hins fræga markaðar Parísarbúa: Les Fialles. Bourdain starfar þar enn þann dag í dag og er yfirmatreiðslumeistari staðarins. Þessari reynslu hefur Bourdain lýst í hinni frábæru bók Kitchen Confidential - Adventures in the Culinary Underbelly. Bókin, sem kom út árið 2000, hefur notið gríð- arlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Þarlýsir hann ferli sinum, þeim kyn- legu kvistum sem hafa orðið á vegi hans í bransanum ásamt því að gefa lesendum hollráð við eldamennsku. Einstaklega kaldhæðinn stíll Bo- urdains og flugbeitt kímingáfa gerir að verkum að allir unnendur góðra sagna ættu að hafa gaman af. I kjölfar vinsælda bókarinnar hefur Bourdain gert tvær sjónvarpsþáttaser- íur. í þeim ferðast hann um heiminn og reynir að finna einkennilegan mat, sem er sjaldan á borðum Vestur- landabúa, og sýnir fram á það hvernig megi fræðast um menningu annarra þjóða gegnum matargerðalist þeirra. I nýjustu þáttaröð sinni, No Reservati- ons, heimsækir hann meðal annars ísland. Hápunktur þess þáttar er án efa þegar hann fær sér kjötsúpu með vaxtarræktatröllum í Laugum og við- mælendurnir fræða hann um hvaða áhrif kjötsúpuát hefur á styrkleika þeirra og kyngetu. Einnig er ljóst af þeim þætti að hann mun ekki sækja þorrablót í bráð. Bourdain hefur gefið út eina upp- skriftabók en í henni er að finna hefðbunda klassíska franska bistró- rétti. Þrátt fyrir það sker bókin sig úr. Líklegast er vandfundin frönsk matreiðslubók sem inniheldur jafn- mörg blótsyrði og hótanir gagnvart lesendum vogi þeir sér að fremja jafn syndsamlegt athæfi og að nota hvítlaukspressu eða paprikuduft á kjúkling. Ennfremur er vandfundin sú matreiðslubók sem krefst þess að notendur klæðist bol með mynd af bandaríska rokkaranum Ted Nugent þegar cóte de boeuf er grillað.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.