blaðið - 09.03.2006, Page 37

blaðið - 09.03.2006, Page 37
blaðið FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 FORMÚLUNA í BARNAEFNIÐ atli@bladid.net Ár eftir ár sýnir Ríkissjónvarpið frá Formula 1 kappakstrinum sem snýst um að hálfbrenglaðir og útlits- gallaðir bílar keyra hring eftir hring þangað til sá sami og sigraði síðast sigrar aftur. Fjör. Aldrei hef ég skilið af hverju fólk horfir á þetta. Þessir „bílar“ geta keyrt mjög hratt, jájá, húrra fyrir því. Þeir endast þó yfirleitt ekki lengur en nokkra hringi áður en þeir bila, eða þurfa að taka bensín. Þegar ég átti bíl gat ég keyrt heim til móður minnar á Sauðárkrók og til baka á einum tanki, það er hátt í 700 kílómetra leið og bíllinn bilaði aldr- ei á þessu ferðum. 1 Formúlinni eru þeir varla komnir af stað áður en bensínið er búið og skipta þarf um dekk! Ég hlae að því ég þurfti ekki að skipta um dekk fyrr en fór að frysta en um vorið gat ég tekið gömlu góðu sumardekkin fram aftur. Ég legg til að Ríkissjónvarpið leggi metnað i að sýna frá viðburð- um sem skipta máli því formúlan er næstum því jafn langdregið sjón- varpsefni og fótbolti. Þegar ég var yngri fannst mér gaman að leika mér með bílabraut sem hafði tvo bíla á spori. Svo ýtti ég á takka á fjarstýringu og bílarnir fóru á fullu spani í hringi, svona svipað og form- úlan. Þetta var alveg hrikalega gam- an en ég var bara sjö ára. Ég legg til að formúlan verði nýr dagskrárliður í barnaefni sjónvarpsins. DAGSKRÁI 37 ' ísland i dag i dúett Von er á fjölmenni á Ölveri í karókí ríka og fræga fólksins sem X-ið 97.7 stendur fyrir í kvöld. „Þetta er hald- ið þarna í Ölveri í Glæsibæ og er fyr- ir alla sem vilja koma og skemmta sér,“ segir Viðar Ingi Pétursson, út- varpsmaður á X-inu. „Þetta hefst um klukkan níu og þarna verður fullt af fínu fólki. Til dæmis Gísli Marteinn, Oddný Sturludóttir, Óli Palli, Inga Lind og Svanhildur ætla að syngja dúett og svo kemur Þórar- inn Tyrfingsson líka.“ Til styrktar góðu málefni Á staðnum verða söfnunarbaukar þar sem tekið verður á móti frjáls- um framlögum til styrktar ung- lingadeild SÁÁ. Aðspurður hvort það orki tvímælis að halda fjáröfl- un til styrktar SÁÁ á öldurhúsi segir Viðar Ingi svo vissulega vera. „Við erum samt ekki í beinu samstarfl við SÁÁ. Við viljum bara gera eitt- hvað skemmtilegt og láta gott af okk- ur leiða um leið. Það er ekkert æðri merking á bakvið þetta en það. Svo má líka benda á að samtökin sjálf * reka spilakassa um leið og þau veita spilafíklum stuðning.“ Frítt er inn á staðinn og þarf eng- an miða til að komast að. Vonast er til þess að sigurvegari síðasta árs, Arnar Björnsson, sjái sér fært að mæta til að veita nýjum karókíkóngi eða - drottningu titilinn. ◄ I u I h I I EITTHVAÐ FYRIR... IES Sjónvarpið, 22.25, Aðþrengdar eiginkonur (29:47) (Desperate Housewives) Bandarísk þáttaröð um nágrannakonur í úthverfi sem eru ekki allar þar sem þær eru séð- ar. Stöð 2, 21.45, Nip/Tuck (9:15) (Klippt og skorið 3) Christian og Quentin lendir enn og aftur saman þegar þeir eru ósammála hvort þeir eigi að taka að sér að framkvæma hættulega lýtaaðgerð, sem vel getur aukið hróður þeirra ... ef aðgerðin heppnast þ.e.a.s. Stranglega bönnuð börnum. ...ílughrœdda Stöð 2, 20.55, Ryanair Caught Napping (Ryanair hneykslið) Slá- andi ný heimildarmynd frá bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 þar sem fréttamenn tóku sig til, réðu sig sem flugliða hjá Ryanair, störfuðu þar i heila fimm mánuði, og tókst þannig að afhjúpa glæpsamlega galla á öryggismálum þessa stærsta lággjaldaflugfélags í Evrópu. Heim- ildarmyndin hefur vakið gífurlega athygli síðustu vikurnar eða síðan hún var frumsýnd fýrst í Bretlandi fyrr í febrúarmánuði og kveikti tímabæra umræðu um þennan meinta fylgifisk sífellt harðnandi samkeppni á markaði lággjaldaflug- ferða; vanrækslu í öryggismálum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.