blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaöiö blaöiðu= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 -www.vbl.is „Þetta er stormur í vatnsglasi" Höfundur vatnalaganna. segir markmið þeirra einfaldlega aðfœra gömlu lögin til nútímans. FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Úrvalsvísital- an hækkar Úrvalsvísitala Kauphallar ís- lands hækkaði um 1,28% í gær eftir að hafa lækkað um 3,8% á mánudaginn. Viðskipti með hlutabréf námu 10,7 milljörðum og þar af 3,84 milljörðum með bréf FL Group sem hækkuðu um 2,52%. Mest hækkuðu hlutabréf í Al- fesca um 4,75%. Þá hækkuðu hlutabréf í öllum viðskipta- bönkunum þremur og þá mest í Glitni um 2,17%. KB-banki hækkaði um 0,95% og Lands- bankinn um 0,78%. Hlutbréf í Tryggingamiðstöð-innilækkuðu mest í gær eða um 5,62%. Gengi krónunnar styrktist í gær um eitt prósent og er dollar- inn nú 70,4 krónur, evran 84,7 og pundið 123 krónur. Braut ekki jafnréttislög Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, braut ekki jafnréttis- lög þegar hann skipaði dr. Ágúst Sigurðsson í embætti rektors Landbúnaðarháskóla fslands samkvæmt niðurstöðu meir- hluta kærunefndar jafnréttis- mála. Einn nefndarmanna skil- aði inn séráliti og taldi ráðherra hafa brotið lög. Alls sóttu 14 um stöðuna þegar hún var auglýst á sínum tíma, tíu karlar og fjórar konur. Ein kvennanna vísaði málinu til kærunefndar janfréttismála eftir að ráðherra hafði tilkynnt um ráðningu Ágústs í stöðuna. Taldi konan rök ráðherra fyrir ráðningunni vera þokukennd og að ekki hefði verið sýnt fram að sá sem var ráðinn væri hæfari í starfið með tilliti til menntunar og reynslu. Vatnalögin hafa valdið miklum úlfa- þyt á þingi síðustu daga. Stjórnar- liðar hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf, en andstæðingar lag- anna segja stefnt að einkavæðingu vatnsins. „f raun og veru er þetta stormur í vatnsglasi,“ segir Karl Axelsson, lektor við lagadeild Háskóla íslands og einn aðalhöfunda frumvarpsins umdeilda. „Það er verið að taka gömlu vatnalögin frá 1923, og setja þau í samhengi við tuttugustu og fyrstu öldina.“ Deilurum hugtök Karl segir það hafa verið þannig frá byrjun tuttugustu aldar, að mál er varði auðlindir eða eignarrétt hafi ávallt kallað á miklar deilur á þingi. „Það sem vekur hins vegar svolitla furðu er hve heitt málið er orðið, því lögfræðilega er ekki verið að breyta neinu efnislega,“ segir Karl „Efnis- lega er ekki tilætlun að réttarstaða fasteignaeigenda verði neitt önnur fyrir og eftir gildistöku þessara laga.“ Hann bendir á að eignarrétt- urinn sé þegar fyrir hendi, að því leyti sem vatn er nýtanlegt. „Þetta er sérstök eign sem lýtur allskonar takmörkunum, en að því leyti sem BlaÖiö/SteinarHugi fasteignaeigandi fer með eignarrétt- indi að vatni þá breytist það ekki og þau réttindi eiga ekki að rýmka í nýju lög^num. Það hefur hins vegar truflað umræðuna nokkuð, að í stað- inn fyrir orðin ráðstöfun og nýting, kemur orðið eignarréttur,“segir Karl og bendir á, að ráðstöfun og nýting séu einmitt meginstoðir eignarrétt- arins. Þetta séu því deilur um orð og hugtök. Auðveldar ekki einkavæð- ingu vatnsveitna Ögmundur Jónasson, þingmaður, sagði í samtali við Blaðið á dög- unum að hann óttaðist að með lög- unum væri verið að greiða fyrir því að mögulegt verði í framtíðinni að einkavæða vatnsveiturnar. Karl segir af og frá að þetta sé hugsunin með nýju frumvarpi. „Þeir sem komu að gerð frumvarpsins fengu aldrei nein fyrirmæli í þá veru. Reyndar held ég, að ef menn ætli sér að einkavæða vatnsveiturnar þá verði það gert ná- kvæmlega á sama hátt eftir að þessi lög taka gildi og þeir myndu gera það í dag. Þessi lög breyta því engu í þeim efnum.“ Draugurinn vakinn upp Karl segir það ekkert hafa vafist fyrir lögfræðingum að með vatnalög- unum árið 1923 hafi það endanlega verið ákveðið að öll helstu vatnsnot væru tilheyrandi fasteign. „Pólit- íska umræðan hefur hins vegar ekki fylgt þeirri lagalegu eftir og það má segja að nú sé hún að hefjast á ný. Það voru miklar deilur um gömlu lögin á sínum tíma og nú er eins og draugurinn sé vaknaður upp aftur.“ Karl ítrekar þó að hann sé ekki BlaÖiÖ/Steinar Hugi Flinkir krakkar frena og fsold sýndu mikil fimleikatilþrif á túninu fyrir framan Stjórnarráðshúsið við Lækjargötu. Það er aidrei að vita nema hérna séu komnar fimleikastjörnur framtíðarinnar. að gera lítið úr umræðunni. „Það er verið að takast á um grundvallar spurningar. Sumir vilja hlúa að einkaeignarrétti á meðan aðrir vilja meiri sameignarrétt. Hinni pólit- ísku umræðu var líklega aldrei almennilega lokið þó að lögfræðing- arnir hafi útkljáð málið fyrir löngu síðan.“ í því sambandi bendir Karl á að enginn starfandi lögfræðingur hafi stutt þau sjónarmið sem haldið hefur verið á lofti gegn lögunum, að í þeim felist efnisbreyting. „Þetta er því meiri pólitík en lögfræði.“ Meirihluti vatnsrétt- inda í þjóðareign Karl minnir á að verið sé að vinna mikið starf í að greina á milli þjóð- lendna og eignarlanda. Því starfi eigi að ljúka 2010 og nú þegar séu orðnar til gríðarlega stórar þjóð- lendur á miðhálendi íslands. „Öll vatnsréttindi á þessum þjóðlendum verða auðvitað þjóðareign þannig að á endanum verður það nú sennilega svo, að stærri hluti íslenskra vatns- réttinda verði í eign þjóðarinnar.“ Dæmt í Baugs- málinu í dag Dómur í Baugsmálinu verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 14.45. Þá mun Pétúir Guðgeirsson, hér- aðsdómari og formaður fjölskip- aðs dóms hefja dómsuppsögu í þeim átta ákæruatriðum máls- ins, sem Hæstiréttur vísaði ekki frá liðið haust. Um er að ræða dóm vegna þeirra átta af 40 ákæruliðum sem Hæstiréttur vísað ekki frá dómi. Þær ákærur lúta einkum að meintum tollsvikum og rang- færslu skjala við innflutning á bílum og fjórir ákæruliðir snú- ast um meintar rangar upplýs- ingar í ársreikningum Baugs árin 1998 til 7001. Dómur í þeim liðum getur.jað sögn lögmanna, gefið nokkrá vísbendingu um hvernig frekari ákærum reiddi af fyrir dómSstólum ef Sigurður Tómas Magnússon, settur sak- sóknari í Baugsmálinu, ákveður að gefa út nýjar ákærur vegna ætlaðrabrota Baugsmanna, sem fjallað var um í hinum frávísuðu ákæruliðum. 1 gær hófust skýrslutökur hjá ríkislögreglustjóra vegna þeirra 32 ákæruliða, sem þá var vísað frá dómi. Jón Gerald Sullenberger, sem áður hafði stöðu vitnis, hefur nú stöðu sakbornings. 2. 990 kr + iniöagjald www.iraffik.is/Iaibach www.midi.ls aibach cru Diiðirnir! Sígurjón Kjartansson, JIAAÍ ,Ham, Harnmstcin, Ninc Inch Nails og margir fleiri væru ckki til cf Laibach hcfðu ekki rutt brautina.” öttarr Proþpé, HAM, OrSpock O Heiðskirt (3 Léttskýjað Skýjað @ Alskýjað ✓ / Rigning, litilsháttar 'Z// Rigning 9 9 Súld Snjókoma • jþ # Slydda ^7 Snjóél Skúr / / Amsterdam 03 X '' 1 Barcelona 15 O / ' t ' Berlin 01 oo x ' ® ^ ' AO Chicago -02 O 4 Frankfurt 04 5 Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal NewYork Orlando Osló París Stokkhóimur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 01 -03 01 07 18 14 -03 02 14 -01 08 -02 05 01 18 08 07 ✓ x ✓ s / / 6° ✓ /• 7° /• ✓ ^ / / ' 6° Á morgun / / / / CO / ' Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt ð upplýsingum frá Veöurstofu fslands 4‘ / / ✓ / ✓ / / 7°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.