blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 22
4 22 l MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaöiö Matarhlaðbordin vinsæl Ferskara ogfjölbreyttara hráefni gerir matarhlaðborðin meira spennandi. „í fermingarveislum er yfirleitt tekið hlaðborð með heitum og köldum réttum“, segir Árni V. Kristjánsson eigandi Matborðs- ins. „Þetta fyrirkomulag er þægi- legra en að vera með þríréttað því þá þarf ekki mannskap í að bera fram matinn. Þetta fer þó vitan- lega eftir aðstæðum og smekk hvers og eins og sumir kjósa að vera með þríréttaða máltíð. Innihald hlaðborðanna getur verið mjög fjölbreytt og þau geta verið sambland af fisk- kjöt og græn- metisréttum. Af kjöti má nefna rostbeef, baionskinku, nautakjöt, kjúklinga og lambakjötspottrétti. Fiskréttir geta verið grafinn lax, kæfa, sjávarréttasalöt, gratineraður saltfiskur, hörpuskel, kóngarækjur og kræklingur.“ Árni hefur áratugareynslu af ferm- ingarhlaðborðum og finnur mik- inn mun á því hráefni sem nú er í boði. „Það er einfaldara að fá ferskt hráefni núna og það geri fjölbreytn- ina og gæðin meiri. Hráefnið er líka orðið ódýrara og hægt að nálgast það allan ársins hring. Fyrir 10-12 árum þurfti að kaupa lax yfir sum- arið en nú er hann alltaf fáanlegur. Hlaðborðin eru jafn misjöfn og þau eru mörg og hægt að velja um ýmsar útfærslur þeirra. Matarhlaðborðin eru velútilátin og yfirleitt er kaffi og kransakaka látin duga eftir matinn.“ Vinsælt að hafa bæði heita og kalda rétti Þegar talið berst að meðlæti segir Árni ferskt meðlæti orðið meira áber- andi nú en áður því alltaf sé hægt að nálgast ferskt grænmeti eins og blómkál og spergilkál. „Þá er al- gengt að nota ávexti til skeytinga og einnig er hægt að nota þá sem með- læti. Kartöflusalöt eru á undanhaldi en gratineraðar kartöflur hafa verið vinsælar. Á hlaðborðunum er jafnan blanda af heitum og köldum réttum og sam- setningin getur verið þannig að tveir heitir réttir séu á 3-4 rétta hlaðborði. Ef allir réttirnir eru kaldir er yfir- leitt heit sósa með.“ Árni segir að stærð hlaðborðanna sé misjöfn en að 40-60 manna hlað- borð séu algeng. „Verð á hlaðborði getur verið frá 2500-2900 krónur fyrir manninn en verðið fer eftir innihaldi þeirra. Matborðið gerir líka brauðtertur, brauðrétti og snittur fyrir kaffihlaðborð og rost- beefbrauðtertan hefur verið mjög vinsæl. Þá getur Matborðið lánað fólki diska og hnífapör í fermingar- veisluna ef með þarf.“ hugrun@bladid.net Veisluþjónusta fyrir öll tilefni Stendur mikið til? Við tökum að okkur að sjá um veitingar fyrir hvaða tilefni sem er: Fermingar, brúðkaup, afmæli o.fl. Við sérhæfum okkur í: • Brauðtertum • Snittum • Smáréttum Pantanir og nánari upplýsingar í síma: 425 0322 425 0246(7), og á netfangið igsveitingar@igs.is - IGSveitingar Álfabakka 14 - s. 557 4070 myndval@myndval.is www.myndval.is Boðskort láttu okkur sjá um boðskortið fyrir ferminguna 2006 ^erming Kransak alltaí jal Kransakökur hafa löngum þótt mikilvægar í fermingum enda ekki amalegt að gæða sér á ljúffengri tertu og kaffisopa á fallegum fermingarsunnudegi. Eggert Jónsson, bakari og Konditormeistari á Caffe Ad- esso í Smáralind gaf blaðinu uppskrift að kransaköku en hann segir mikilvægt að gæta alúðar og nákvæmni við gerð kransakökunnar. „Kransakökur eru fremur auðveldar í framkvæmd, en það þarf að gæta nokkurra atriða. Það má auðvitað ekki baka kransakökuna of lengi og alls ekki of stutt. Ofnarnir geta verið mis jafnir og því myndi ég mæla með því að þær sem baka kransaköku heima geri fyrst prufu- tilraun á einum hring. Ofninn er stilltur á 180-210 gráður og með- alstór hringur ætti að vera í 10-12 mínútur í ofninum. Ef þetta tekur mun lengr eða skemmri tíma er ofn- inn greinilega stilltur á vit- lausan hita. Það þýðir —T -4 JSW Tómstundahúsið Nethyl 2 sími 5870600 www.tomstundahusid.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.