blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 14
blaðið
k_________________________________________
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
UTRAS OG STOÐUGLEIKI
Samskipti við Kínverja og Indverja eru sögð óendanlega mikilvæg
íslendingum um þessar mundir. Andlegur leiðtogi íslensku útrás-
arinnar, Ólafur Ragnar Grímsson forseti, er þar í broddi fylkingar.
Hann hefur lagt ríka áherslu á náin tengsl við ráðamenn á Indlandi og nú
hafa íslensk stjórnvöld komið sér upp sendiráði þar í landi. 1 maímánuði í
fyrra hélt forsetinn í sjö daga opinbera heimsókn til Kína. Með í för voru
fulltrúar íslenskra stórfyrirtækja sem kynntu sér möguleika þar eystra og
hrifust mjög af aðbúnaði verkafólks og kjörum þess.
Uppgangurinn í báðum þessum löndum er að sönnu með nokkrum ólík-
indum. Hagvaxtartölur frá Kína hafa verið lyginni líkastar á síðustu árum
og þar er nú komin fram stétt neytenda í stórborgum meðfram ströndinni.
Fráhvarf stjórnvalda frá nokkrum helstu kennisetningum kommúnismans
hefur einnig getið af sér nýja forréttindastétt.
í íslenskum fjölmiðlum ber mjög á hrifningu og aðdáun vegna breyt-
inga í þessum tveimur ríkjum. Það er i samræmi við þá opinberu stefnu
sem mörkuð hefur verið gagnvart þeim. Minna fer á hinn bóginn fyrir
umfjöllun um þann gríðarlega vanda sem stjórnvöld í þessum risaríkjum
standa frammi fyrir.
Ráðamenn í Kína óttast nú það helst að tíð mótmæli og uppreisnir á
landsbyggðinni breiðist út. Líkt og fram kom í fjölmiðlum á dögunum, m.a.
hér í Blaðinu, lýsti Wen Jiabao forsætisráðherra yfir því að hrundið yrði af
stað neyðaráætlun til þess að bæta kjör fólks í dreifbýli. Þar hefur tíminn
nefnilega staðið í stað og einu umskiptin eru þau að margvísleg þjónusta
sem íbúar áður nutu, t.a.m. heilsugæsla og opinber dreifikerfi, er hrunin.
Þarna ræðir um dálítinn fjölda fólks, sennilega um 800 milljónir manna
sem íslenskir fyrirmenn og útrásarvíkingar munu aldrei hitta. Kapítalismi
kínversku kommúnistanna hefur klofið þjóðina og gríðarleg spenna ríkir í
samfélaginu.
Á Indlandi hafa ráðamenn einkum áhyggjur af orkuþörfinni. Olíuþörfin
mun aukast gríðarlega á næstu árum og henni verður dýrt að svara. Nú þegar
ríkir skortur á gasi. Indverjar hafa nú gengið frá umdeildum kjarnorkusamn-
ingi við Bandaríkin. Vera kann að hann verði felldur á Bandaríkjaþingi sem
skapa myndi mikla óvissu. Allt bendir til að ört vaxandi orkuþörf muni geta
af sér stóraukna spennu í þessum heimshluta á næstu árum.
Það er því ekki allt sem sýnist í ríkjum þeim sem íslendingar horfa nú til
í austri. Þrælakistur vekja vitanlega hrifningu og von um skyndigróða en
því fer fjarri að stöðugleiki, bæði innanlands og í samskiptum þjóða, ríki á
þessum slóðum.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Golfmót Camus
á Hótel Örk
Fyrirtæki - Vinahópar - Félagssamtök
Setjið upp ykkar eigið golfmót í vor og sumar.
Séu keyptar veitingar á Hótel Örk spilar hópurinn
frítt á Arkarvellinum, og fær 50% afslátt af
vallargjöldum á Gufudalsvelli.
Hafið samband, fáið senda matseðla, og pantið
dagssetningu fyrir hópinn ykkar.
Mælum sérstaklega með
grilli við sundlaugarbakkann.
Frítt inn á sundlaugarsvæðið fyrir allan hópinn.
Sundlaug, jarðgufubað, pottar og vatnsrennibraut.
Tilvalið að bjóða mökum og bömum með
í góða dagsskemmtun.
Sé gist falla niður vallargjöld á Gufudalsvelli.
Vinningar í boði Camus og Hótel Örk.
Fjöldi vinninga fer eftir fjölda þáttakenda.
Nánari upplýsingar og pantanir 1
síma 4834700
Hótel Örk * www.hotel-ork.is * info@hotel-ork.is
14 I ÁLIT
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaðiö
i Guzs BÆVUM.
ÆTLAH EKKi
EíNKVeR
om Mmí
frvsmsm vm.
WANN TTjlRR
ZKKi m AkNftÐ
ifellltau
Verðleikar, velferð
og markaðshyggja
Nokkuð óvænt hefur brostið á
með nokkuð hörðum átökum
og umræðu um einkavæðingu
á ýmsum sviðum. Séreign eða
sameign á auðlindum. Hver skuli
eiga vatnið sem bæði rennur og
fellur. Hlutafélagavæðingu Rík-
isútvarps, Matvælastofnunar,
Ibúðalánasjóðs og nú síðast
Landhelgisgæslunnar.
Það standa yfir átök um grund-
allarmál í samfélaginu og nú síð-
ast bætist í safnið hvort að auð-
menn eigi að hafa rétt til að kaupa
sig fram fyrir biðlista. Þessi um-
ræða hefur fram að þessu verið
nánast óþekkt á landakorti stjórn-
málanna. Einn og einn sjálfstæð-
ismaður hefur talað fyrir slíkum
tillögum og oftast er þær að finna
í drögum að heilbrigðisstefnu
landsfundar Sjálfstæðisflokksins.
En ekkert gerist. Alltaf vísað frá
við lokaafgreiðslu ályktana. Ekki
nógu róttækir til að taka það helj-
arstökk til hægri. Of varfærnir og
miðsæknir.
Auðmenn og biðlistar
Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins
vegar ekki viljað taka þennan erf-
iða málaflokk að sér. Kannski
sem betur fer. Þeir hafa ósköp
lítið í heilbrigðisráðuneytið að
gera þó ekki hafi Framsókn nú
beinlínis vísað veginn til stórra
afreka. Varfærnisleg miðstýring
hefur einkennt Framsóknarára-
tuginn hinn síðasta. Enda margt
að í kerfinu þannig að kraftar vel
menntaðra og hæfra heilbrigðis-
starfsmanna fái notið sín til fulls.
Eiga auðmenn að fá að kaupa
sig fram fyrir biðlista í heilbrigðis-
kerfi? Er það óréttlátt að þeir sem
hafa fulla vasa fjár fái ekki notið
þeirra með forgangi að betri
heilsu og lengra lífi? Styttir það
ekki biðlista og gagnast öllum?
Svarið við öllum þessum spurn-
ingum er að mínu mati nei. Ekki
í meira mæli en nú er.
Við búum sumpart við tvöfalt
kerfi í heilbrigðisþjónustu þó
það sé sjaldan rætt um það sem
slíkt. Verði gengið alla leið og
auðmönnum almennt heimilað
að kaupa sig fram fyrir fátæk-
Björgvin G. Sigurðsson
lingana yrði þróunin að tvöföldu
heilbrigðiskerfi afar hröð. Pening-
arnar tala. Hæfasta fólkið og besta
þjónustan stæði auðmönnum til
boða. Ekki hinum.
Biðlistum á og má eyða með
öðrum hætti. Þar skiptir skil-
virkni og frelsi innan kerfisins
mestu um ásamt nægu fjármagni
og vitlegra ráðstafana. T.d. með
því að efla þjónustu í stað þess
að byggja hallir fyrir milljarða
króna einsog vitleysan í kringum
„hátæknisjúkrahúsið“ er.
Verðleikakenning Þorsteins
Þorsteinn Gylfason, heimspek-
ingur, var snjall og skemmtilegur
hugsuður. Hann skrifaði eina
af sínum bestu og merkustu
ritgerðum um réttlæti og verð-
leikakenningu sína. Ritgerð
sem gagnlegt er að grípa til við
grundvallarumræðu á borð
við þá hvort þeim efnameiri
leyfist að kaupa sig fram fyrir í
heilbrigðisþjónustu.
Þorsteinn tók þar dæmi af auð-
manni sem vantaði læknishjálp.
Er það réttlátt eða sanngjarnt
að sá megi kaupa sig fram fyrir
þann efnaminni til að Jcomast til
læknis? Svar Þorsteins var skýrt;
nei, alls ekki.
Auðmaðurinn hefur í engu
meiri verðleika til að bera en sá
fátæki til að fara fram úr honum
í forgangi auðsins til að öðlast
heilsu og hamingju. Þar á auður-
inn ekki að ráða heldur verðleikar
einstaklinganna og verðleikar
þess ríka eru í engu meiri en hins
efnaminni.
Þorsteinn hitti oft naglann á
höfuðið. Þarna sérstaklega, enda
er verðleikakenning hans um rétt-
læti eitt af hans meistaraverkum
sem halda nafni hans hátt á lofti.
Hana er að finna í ritgerðinni
Hvað er réttlœti? sem m.a. birtist
í ritsafni hans Réttlœti og rang-
lœti. Stjórnmálamenn hefðu gott
af því að kynna sér þá þrætubók,
því viðfangsefni okkar snúast
oftar en ekki um nákvæmlega
það: réttlæti og ranglæti.
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
Klippt & skoríð
„Rétt fyrir kvöldmat fór ég í heilsubótargöngu
með útvarpið I eyrunum og hlustaði þá á
viðtal við Lúðvík Bergvinsson, þingmann
Samfylkingarinnar, /Speglinum. Þááttaðiég
mig á því hvers vegna vinstrisinnar tala svona
mikið um þetta málá þinginu núna: Þeir eru
að minnast 90 ára afmælis Alþýðuflokksins!
Þeir telja að sameiginarsinnar hafi orðið
undir við setningu vatnalaganna 1923 ognú
sé tímabært að ná sér niðri á taismönnum
séreignarréttarins."
Björn Bjarnason, www.8J0RN.is13.HI.2006
Björn Bjarnason svipti loks hulunni
af því um hvað hin
óskiljanlega deila um
vatnalög á Alþingi stendur. Að
minnsta kosti er tilgáta hans
ekki ósennilegri en hverönnur. Klippari ræddi
við fjóra þingmenn I gær, tvo úr stjórnarliði og
tvo úr stjórnarandstöðu. Allir játuðu að þeir
vissu ekki nema mátulega um hvað deilan
snerist!
Lesa mátti um það í systurblaðinu og
Fréttablaðinu í gær,
að Gunnar Jósef
Jóhannesson, þvottavéla-
viðgerðamaður í Mosfellsbæ
héldi upp á fimmtugsaf-
mæli sitt praktuglega á Kan-
aríeyjum. Og til hamingju
með það, Gunnar! En myndin, sem fylgdi, var
nokkuð óvenjuleg. Ekki varð betur séð en að
Gunnar væri í kardínálaklæðum og til þess að
kóróna allt saman var hann með geislabaug!
kUpptoffskorid@vbl.is
Eða þannig birtist myndin í Fréttablaðinu. f
hinu virðulega Morgunblaði var hins vegar
búið að sneiða geislabauginn burt.
Ri
itstjóri Fréttablaðsins, Þorsteinn
Pálsson, lét heldur
l beturtil sín taka í leið-
ara í gær, en þar tók hann ingi-
björgu Sólrúnu Gísiadóttur,
formann Samfylkingarinnar
til bæna. Taldi
hann Ijóst að helstu stefnu-
mál Samfylkingarinnar væru í
uppnámi og taldi Ktið vit í að
leggja í kosningabaráttu með
illa skilgreind auðlindamál ein
að vopni. Sú tíð er greinilega liðin að Samfylk-
ingin eigi eitthvert skjól á Fréttablaðinu.