blaðið

Ulloq

blaðið - 15.03.2006, Qupperneq 18

blaðið - 15.03.2006, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaöiö 18 I Sœtar og stelpulegar á fermingardaginn Miklar greiðslur á undanhaldi Hárgreiðslan spilar stóran sess á fermingardaginn og oft má sjá hinar glæsilegustu greiðslur prýða höfuð fermingarstúlkna. Krakkar virðast allir fara á hárgreiðslustofur fyrir ferminguna og láta klippa hárið, setja lit og sumir kjósa íburð- armiklar greiðslur. Blaðið fékk hárgreiðslustofuna Cleo í Garðabæ til að útbúa fáeinar fermingargreiðslur sem eru vin- sælar i ár. Guðrún Sverrisdóttir, eig- andi hárgreiðslustofunnar, segir þó miklar greiðslur á undanhaldi og að línurnar fylgi því sem er í tísku hverju sinni. „Þessar miklu uppsettu greiðslur eru ekki eins vinsælar og áður og krakkarnir vilja vera meira venjuleg. Stelpurnar vilja flestar hafa hárið lát- laust, huggulegt og í raun eins stelpu- legt og kostur er,“ segir Guðrún en bætir við að ákveðinn hópur kjósi þó áberandi greiðslur. Efþær eru stelpu- legar og huggulegar fíla þær sig best. „Það er samt alltaf eitthvað um að stelpur vilji áberandi greiðslur með miklum fíniseringum. Þá er hárið tekið upp og mótaðir allskyns lokkar og annað til að gera hárið sem mest.“ Aðspurð segir Guðrún mestu skipta að stelpurnar séu sætar og stelpulegar. „Ef þær eru stelpulegar og huggu- legar fíla þær sig best. Þær fara, eins og strákarnir, flestar í klippingu, lit, strípur eða skol og svo er bara lífgað aðeins upp á hárið. Við erum mikið að slétta hárið auk þess sem við bætum svo við fléttum, semelíu- spennum og öðru skemmtilegu með. Helst reynum við að sporna við því að þær séu alltof gellulegar, enda er dagurinn kannski ekki þess eðlis heldur." halldora@bladid.net SWIÁRALmE j KRlNGkUNW. NY SENDING! VINSÆLU FERMINGARPILSIN OG JAKKAFÖTIN KOMIN AFTUR Varað við notkun Ijósabekkja Herferð gegn Ijósabekkjanotkunfermingarbarna Foreldrum og forráðamönnum fermingarbarna hefur verið sent póstkort frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum rík- isins, Krabbameinsfélaginu og Landlæknisembættinu þar sem varað er við ljósabekkjanotkun fyrir ferminguna. Þá hefur verið leitað til presta landsins um að leggja málefninu lið og dreift hefur verið veggspjöldum í húsnæði þar sem fermingar- fræðslur fara fram. Fræðsluherferðin ber heitið “Hættan er ljós“ og er fólk hvatt til að sporna við ljósabekkjanotkun krakkanna, en eins og flestir vita eru ljósabekkir vinsælir fyrir ferm- inguna. Erþettaþriðja árið semher- ferðin fer af stað og hefur dregið verulega úr ljósabekkjanotkun síðustu tvö árin. Samkvæmt upp- lýsingum frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélagsins greinast að meðaltali 45 manns á ári með sortuæxli í húð, 45 með annars- konar húðæxli og um 170 með svo- kölluð grunnfrumuæxli í húð. Ann- ars hefur tíðni húðæxla hverskonar tvöfaldast á síðustu tíu árum. Allt það nýjasta í veisluskrauti -> sýnikennsla í fermingarskreytingum -> sýnikennsla í gerð boðskorta -> kertamerkinga -> og margt fleira skemmtilegt! GARÐHEIMAR heimur heillandi hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 www.gardheimar.is - gardheimar@gardheimar.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.