blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaAÍA 26 I Foreldrar í á byrgðarstöðu Gríðarlegirfjármunir eftirfermingardaginn. Peningagjafir hafa færst mikið í aukana þegar kemur að fermingum og fjármunir barna hlaupa iðulega á tugum og hundruðum þúsunda eftir fermingadaginn. Sjálf eru börnin hæstánægð með gjafir sem þessar en foreldrar þurfa hins vegar að halda vel á spöðunum svo peningunum sé eytt skynsamlega. Bankarnir bjóða svo flestir upp á hinar ýmsu ávöxtunarleiðir fyrir fermingabörn sem komið geta sér vel þegar til framtíðar er litið. „Oft eru þetta töluverðar fjár- hæðir. Maður hefur heyrt tölur í kringum 300.000 krónur og svo eins að börn hafi fengið allt að milljón frá vel efnuðum aðila innan fjölskyldunnar. Auðvitað er þetta mjög misjafnt, en ég myndi segja að fæstir fái undir 100.000 krónum,“ segir Linda Sverrisdóttir, deildastjóri Verðbréfa- og lífeyris- þjónustu Landsbankans. Ábyrgð banka og foreldra Linda segir að leiðbeiningar for- eldra og ráðgjöf sérfræðinga við ráðstöfun fjármunanna sé afar mikilvæg. „Maður skilur svo sem alveg að fermingarbörnin vilji fá einhvern hluta af peningunum til eigin ráðstöfunar, svo þau geti kannski keypt sér hluti sem þau hafa ekki Linda Sverrisdóttir. áður getað keypt. Hinsvegar sé skynsamlegt að leggja fyrir hluta peninganna og láta þá vinna fyrir sig. Með því að sýna þeim hversu mikið peningarnir geta ávaxtast og hvað þau geta keypt sér í fram- tíðinni verða þau eflaust opnari fyrir því að leggja peningana fyrir,“ segir Linda og bætir við að áþreifan- leg dæmi séu besta leiðin til koma krökkunum í skilning um mikil- vægi þess að leggja fyrir. „Það er náttúrulega ágætt að sýna krökk- unum lifandi dæmi, t.d. að ef þau leggi 100.000 inn á verðtryggðan innlánsreikning með 4,5% vöxtum verði peningurinn orðin 124.618 að raunvirði eftir 5 ár. Það er þá orðin ágætis innborgun inn á notaðan bíl eða annað slíkt. Eins getur verið gott að fara með þau inn í reikni- vélar bankanna og leyfa þeim að prófa sig áfram miðað við sínar eigin forsendur.“ Linda telur foreldra í ábyrgð- arstöðu þegar kemur að leiðbein- ingum um hvernig fermingar- peningunum sé ráðstafað, þó svo að bankarnir spili einnig stórt hlutverk. „Fléstir bankanna fara af stað með fermingarátök á þessum tíma þar sem krakkar eru hvattir til að passa vel upp á peningana. Þar með sýna bankarnir ákveðna ábyrgð sem verður svo að fylgja eftir af foreldrum - þeir þurfa að ýta á krakkana og vekja með þeim umræðu um þetta. Svo bjóðum við hjá Landsbankanum að sjálfsögðu upp á fjármálaráðgjöf þar sem farið er yfir markmið barnanna með innlögninni sem og forsend- urnar að baki, sem kunna að vera mjög einstaklingsbundnar.“ halldora@bladid.net Fermingarskreyt- ingar í öllum stœrð- um og gerðum Rósir, gerberur, brúðarslör vax-og silkiblóm í blómaskreytingar. „1 blómaskreytingum er allt í gangi og við erum með blóm í öllum litum og gerðum", segir Ólöf Á Erlings- dóttir blómaskreytir í Garðheimum. „Við tökum einnig að okkur að áletra kerti, sálmabækur, sérvéttur og gestabækur. Áletrun á kerti kostar 1.280 krónur en í ár eru þau vinsæl- ustu ýmist pýramídalaga, kubbar eða sívalningar og mikið tekin í bláu, grænu, hvítu, kremuðu og fleiri litum. Áletrun á sálmabók er á 1.850 krónur og hægt er að kaupa þær á staðnum. Þá seljum við gestabækur á 3.380 krónur og þá er áletrunin innifalin. Það kostar 2.750 krónur að áletra allt að 80 sérvéttur sem yf- irleitt eru hafðar í stíl við kertin. Fermingarkertið er oft haft með í blómaskreytingunni en skreyting- arnar geta verið af öllum stærðum og gerðum. Kertið er yfirleitt haft á bakka og skreytt í kring og við erum einnig með mikið úrval silki- blóma og fjaðra sem hægt er að nota í skreytingar. Á borðin er vinsælt að nota yfirdúka úr tjullefni sem er hægt að fá i bláu, bleiku og ap- pelsínugulu og eru vinsælir á ferm- ingarborðin. Ðúkana er bæði hægt að nota slétta eða krumpaða eftir smekk hvers og eins. Blómin í skreytingunum eru í mörgum litum en í fermingar- veislum hjá stelpum eru bleik, ap- pelsínuglul, vínrauð og lime-græn blóm vinsæl. Blóm í skeytingum hjá strákum eru ýmist lime-græn eða blá.“ Ólöf segir að rósir og gerberur séu vinsælar i fermingarskreytingar og þær sé líka hægt að lita að vild. „1 skreytingar er einnig vinsælt að nota blómagreinar, brúðarslör og vaxblóm. í skreytingarnar er hægt að nota aðeins knippið af silkiblóm- inu og þá er þeim yfirleitt dreift yfir veisluborðið. Verð skreyting- anna er breytilegt og getur farið frá 5.500 krónum og upp úr og fer það allt eftir stærð þeirra og innihaldi. Einnig er hægt að fá einfaldar skreyt- ingar fyrir 1.500-1.700 krónur.“ hugrun@bladid.net Merkin sem pú treystir... j~Abu Garcia Mitchell AC 4000 Riptidc 4-0 PURB FISHING Vasahnífssctt NightHawk Tikkina höfuðljós fETZL Tactikka höfuöljós i ! Kf « | m L 0 -i íl . ...fást í berti verslunum um land allt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.