blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaöiö Fjonr vilja 1 Hæstarétt Fjórir hafa sótt um embætti hæsta- réttardómara, en umsóknarfrestur rann út ío. mars sl. Umsækjend- urnir eru Hjördís Hákonardóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Suður- lands, Páll Hreinsson, prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla ís- lands, Sigríður Ingvarsdóttir, héraðs- dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Þorgeir Ingi Njálsson, héraðs- dómari við Héraðsdóm Reykjaness. Röng mynd Á veiðisíðu á bls. 14 í Blaðinu í gær birtist röng mynd með viðtali við Eddu Helgason, leigu- taka í Hofsá í Vopnafirði. Eru hlutaðeigendur beðnir afsök- unar á þessum mistökum sem urðu við vinnslu blaðsins. (Jdncíadar ilaís/car sfj/'/'aíju \ (//■ www. primavera. is Bla6i6/Frikki Kaðlaklifur í Kópavogi Þogerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður hvetja unga snót áfram á leikskóianum Urðarhóli í gær. Tilefni heimsóknar þeirra var kynning á skýrslu starfshóps sem gert hefur tillögu um íþróttastefnu fslands til framtíðar. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjónmeð 2 börn, 2-11 ára, vikuferð i mai eða sept. Diamant ibúðahótelið. Bókaðu núna á www.heimsferdiV, Brottfarir í júní og ágúst aó seljast upp Skógarhlíó 18 • 105 Reykjavík • Simi 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 „Ljósleiðaravæðing Seltjarnar- ness bitnar ekki á Reykjavík" Félag sjálfstæðismanna í Vestur- og miðbæ gagnrýnir nýgerðan samn- ing Orkuveitu Reykjavíkur(OR) og Seltjarnarnesbæjar um lagningu ljósleiðarakerfis í bænum. í til- kynningu frá félaginu eru áherslur borgaryfirvalda í þessum málum átaldar, þar sem ljósleiðaravæðing borgarinnar hafi setið á hakanum á sama tíma og borgarbúar séu látnir standa undir kostnaði við ljósleiðara- væðingu annara sveitarfélaga. Það er einnig harmað, að ekki sé í fyrir- sjánlegri framtíð á dagskrá að ljúka við lagningu ljósleiðara í Vestur- og miðbæ. Verið að vinna af fullum krafti Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar segir að ljósleiðaravæð- ing annarra sveitarfélaga á vegum OR eins og á Seltjarnarnesi og á Akranesi, komi ekki niður á framgangi verksins í Reykjavík. „Við erum að vinna af fullum krafti við að tengja hús í borg- inni. Þetta verkefni á Seltjarnarnesi á ekki að koma niður á því. Hins vegar sýndu hin sveitarfélögin ákveðið frumkvæði í því að vera frumkvöðlar í þessari tækni og njóta þau þess.“ Guð- mundur segir að samkvæmt áætlun verði vestur- og miðbærinn ljósleiðara- væddur árið 2008. „Ég myndi nú telja það vera I fyrirsjáanlegri framtíð.“ Ekki ókeypis Sjálfstæðisfélagið segir að OR hafi tekið að sér að leggja ljósleiðara inn I hvert hús á Seltjarnarnesi, íbúum að kostnaðarlausu. Guðmundur segir þetta ekki alls kostar rétt. „Kostnað- urinn við lagninguna er innheimtur í formi notkunargjalda. Hann kemur því yfir tímabil eins og tíðkast í öðrum veitum." Hann bendir á að það sé mun ódýrara að tengja öll húsin í einu, í stað þess að tengja eitt og eitt hús. „Það var því valinn sá kostur að tengja alla og innheimta notkunargjöld í framtíðinni." „Múrarnir hrynja fyrr eða síðar" Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive, hefur áhyggjur afframferði risanna tveggja áfjarskiptamarkaði en telur að neytendur muni sjá við þeim. Arnþór Halldórsson, framkvæmda- stjóri Hive, segist ekki draga dul á áhyggjur sínar af þróun á fjar- skiptamarkaði, en að undanförnu hafa risarnir tveir, Síminn og Og- Vodafone eflst mjög og sótt fram á fleiri sviðum en áður. „Þessi blokka- myndun er ekki neytandanum til góða. Við sjáum hvernig bæði fé- lögin hafa verið að auka við sig og umfang rekstursins víkkar stöðugt, en allt er þetta fjármagnað í krafti yf- irburðastöðu á fjarskiptamarkaði." Eins og greint var frá í Blaðinu í gær hyggst Síminn svara nýjasta útspili OgVodafone á næstunni, en OgVodafone býður nú ókeypis hringingar milli heimasíma í öllum kerfum fyrir þá viðskiptavini sína, sem hafa alla fjarskiptaþjónustu hjá sér. Fleiri dæmi má finna um tilboð á þessum markaði, sem byggja á því að notendur haldi sig við aðra hvora samsteypuna. Arnþór telur þessa þróun hættu- Arnþór Halldórsson, framkvæmdastjóri Hive. lega fyrir frjáls markaðsviðskipti og neytendur alla. „Það er verið að reisa nýja múra í stað þess að rífa þá niður eins og markmiðið var.“ Hann segir Hive einbeita sér að fjarskiptamarkaðnum og því óttist þeir þetta brölt risanna tveggja ekki svo mjög. „Við ætlum að sækja fram af fullri hörku og gera neytendum til- boð, sem bragð er að, án þess að gera kröfur um hvar þeir eru í öðrum viðskiptum,“ segir Arnþór og kveðst leggja traust sitt á skynsemi neyt- enda. „Það er skammgóður vermir að fá eina þjónustu af mörgum fría ef menn þurfa svo að binda sig með löngum samningum um allar hinar og borga fyrir fullu verði. Ég held að menn átti sig á því að þeir eru ekki að fá neitt ókeypis. Menn borga þetta allt á endanum.“ Arnþór segir að Hive hafi bent samkeppnisyfirvöldum á ýmislegt, sem þeir telji athugunarvert í þessu viðfangi, en viðbrögðin hafi látið á sér standa. „En við erum ósmeykir. Við teljum þessa stefnu að byggja upp múra utan um viðskiptamenn- ina dauðadæmda. Þeir múrar hrynja fyrr eða síðar.“

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.