blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaöiö Saka stríðsglæpadóm- stólinn um vanrækslu Sergei Mironov, forseti efri deildar rússneska þingsins, lýsti því yfir í gær að stríðsglæpadómstólinn í Haag, í Hollandi, bæri ábyrgð á dauða Slobodan Milosevic. Mironov sagði að dómstóllinn hefði meinað Milosevic að halda lífi með því hafna bón hans um að komast undir lækn- Marko Milosevic, stígur upp í bifreið í Ha- ag, eftir að hafa sótt lík föður sín úr vörslu hollenskra yfirvalda. ishendur í Moskvu. Þingforsetinn tók einnig fram að sjálfsægt væri að útför fyrrum forseta fúgóslavíu og síðar Serbíu, færi fram í Moskvu. Sonur Milosevic, Marko, tók í sama streng í gær eftir að hann sótti lík föður sins úr vörslu hollenskra yfir- valda. Hann sagði að augljóst væri að föður hans hafi verið byrlað eitur. Ekki er enn ljóst hvar Milosovic verður grafinn. Serbnesk stjórnvöld hafa lýst því yfir að útförin geti farið fram í Belgrad en hún verði ekki opinber og forsetinn verði ekki grafinn í reit sem er tekinn frá fyrir stórmenni og þjóðhetjur. Hins- vegar eru ekkja Milosevic og sonur eftirlýst í landinu og þrátt fyrir að stjórnvöld hafi boðist til að tryggja að þau yrðu ekki handtekin kæmu þau til landsins er ólíklegt að fjöl- skyldan geti þegið það boð. Þau telja það of áhættusamt og sagði Marko Milosevic að þau mæðgin ættu þann eina kost að grafa Slobodan Milosevic í Moskvu. Réttarhöldin yfir tuttugasta flugræningjanum í uppnámi Dómari í réttarhöldunum yfir Za- charias Moussaoui, sem er eini maðurinn sem hefur verið ákærður fyrir hryðjuverkin í New York og Washington þann n. september 2001, hefur frestað réttarhöldunum tímabundið. Ástæðan fyrir frestunni er að stjórnvöld hafa viðurkennt að hafa veitt vitnum gegn hinum ákærða leiðsögn um hvað þau ættu að segja við réttarhöldin. Dómarinn, Leonie Brinkema, íhugar nú hvort að þessi játning stjórnvalda verði til þess að útiloka möguleika á dauðarefsingu í málinu. Verjendur Moussaoui sækjast eftir að hann fái lífstíðar- fangelsi, en hann hefur viðurkennt að vera sekur um meinsæri og að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Hann viðurkennir ekki að hafa vitað um áætlanir 19 flugræningja um að ræna farþegavélum og fljúga þeim á skotmörk á austurströnd Bandaríkjanna. Sækjendur málsins gerðu dóm- aranum viðvart að lögfræðingar Flugmálastjórnar Bandaríkjanna hafi farið yfir útskrift af fyrsta degi réttarhaldanna með fjórum vitnum í málinu. Slíkt brýtur í bága við stjórnarskrárbundin réttindi sak- borninga í Bandaríkjunum og sagði dómarinn að ákæruvaldið hafi gerst sek um stórfelld mistök í starfi. Þetta varð til þess að verjendur Mo- ussaoui kröfðust þess að dauðarefs- ing yrði útilokuð í málinu á þeirri forsendu að sakborningur myndi elcki fá sanngjörn réttarhöld. Nicotineir dÍLYFJA Hœttum að reykja í samfélagi á vefnum þar sem alllr fá styrk hver frá öðrum og enginn þarf að standa einn í baráttunnl. Með sameiginlegu átaki drepum við f fyrir fuilt og allt Skráðu þig f átakið á vidbuinis Þar er auk þess haegt að finna allar upplýsingar um málið. Barátta gegn bókstafstrú? Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gantast við Elmo, einn af íbúum Sesame-strætis, í Djakarta í Indónesíu í gær. Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að fjármagna kennsluáætlun sem byggir á fræðslugildi þáttanna um íbúa Sesame-strætis. Kennslu- áætlunin verður tekin upp við íslamska-skóla víðsvegar um landið. Rice er í opinberri heimsókn í Indónesíu en stjórnvöld í Washington vilja nánari tengsl við landið, sem er lýðræðisríki í heimshluta sem einkennist af vaxandi mætti Kínverja. Fyrrum ráðgjafi Bush kærður fyr- ir búðarhnupl Lee fann sér skjól frá daglegu amstri stjórnmálanna á golfvellinum einum of oft. Forsætisráðherra sleginn út af stjórnmálavellinum Forsætisráðherra Suður-Kóreu, Lee- Hae chan sagði af sér embætti í gær. Hann sætti mikilli gagnrýni eftir að út spurðist að hann hefði farið í golf 1. mars síðastliðinn, sama dag og verkamenn hjá járnbrautum rík- isins fóru í verkfall með þeim afleið- ingum að samgöngur í landinu löm- uðust. Ekki vænkaðist hagur Lee þegar fjölmiðlar komust á snoðir um að golffélagar forsætisráðherr- ans þann daginn voru auðkýfingar sem sakaður höfðu verið um inn- herjasvindl áhlutabréfamarkaðnum og um að greiða ólögleg framlög í kosningasjóði stjórnmálaflokka. 1. mars er almennur frídagur í Suður-Kóreu, en þann dag árið 1919 risu Kóreumenn upp gegn nýlendu- oki Japana. Þrátt fyrir það var Lee gagnrýndur fyrir að vera ekki við vinnu meðan neyðarástand ríkti. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem forsætisráðherrann hefur tekið golfið fram yfir skyldustörf á við- sjárverðum tímum. I apríl 2005 var hann á vellinum á meðan hættulegir skógareldar gengu yfir hluta lands- ins og tveim mánuðum síðar tók hann kylfurnar fram yfír þjóðarhag þegar gríðarlegar rigningar ógnuðu byggðum í suðurhluta landsins. Lee hefur beðið almenning ít- rekað afsökunar á forgangsröðun sinni en hefur á sama tíma verið undir miklum þrýstingi frá flokks- félögum sínum. Þeir hafa óttast að golfhneykslið kunni að draga dilk á eftir sér þegar gengið verður til þing- kosninga í landinu í enda maí. Hlutverk forsætisráðherra í stjórn- kerfi S-Kóreu er fyrst og fremst táknrænt en sökum náinna tengsla við forsetann, Roh Moo-hyun var Lee talinn til valdamestu manna landsins. Claude Allen, fyrrum ráð- gjafi George Bush, forseta Bandaríkj- anna.íinnan- ríkismálum, hefur verið á k æ r ð u r fyrir búðar- hnupl. Hann var handtekinn í Mary- land-ríki á föstudaginn í síðustu viku. Allen, sem var einn hæstlaun- aði starfsmaður Hvíta hússins, er meðal annars sakaður um að hafa svindlað út prentara, buxur, jakka, sólgleraugu og heimabíó með því að nota gamlar kassakvittanir. Stjarna Allens hefur risið hratt innan raða repúblikana undanfarin ár. Hann vakti fyrst á sér athygli þegar hann hóf störf fyrir öldungar- deildarþingmanninn Jesse Helmes, en það þótti í frásögur færandi að blökkumaður ynni fyrir þingmann sem hafði jafn umdeildar skoðanir á réttindum minnihluta. Eftir að hafa sinntýmsum trúnaðarstörfum fyrir repúblikana var hann skipaður yfir- ráðgjafi Bush í innanríkismálum. AlÍen sagði af sér sem ráðgjafi forsetans í síðasta mánuði vegna þess að hann vildi eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Raunveruleg ástæða afsagnarinnar virðist þó hafa verið að lögreglan hafði komist á snoðir um búðarhnupl Allens og hann hafi viljað forðað stjórn Bush frá enn einu hneykslismálinu. I byrjun janúar reyndi Allen að falsa út vörur í Target-verslun í Maryland-ríki með því að nota kassakvittun sem hann hafði fengið vegna kaupa í annarri slíkri verslun. Atvikið var tilkynnt til lögreglu og rannsókn leiddi í ljós að Allen hafði svikið út varning með þessum hætti á síðasta ári fyrir um 35 þúsund is- lenskar krónur. Clyde Allen hafði tæpar 12 milljónir króna í laun á ári fyrir störf sin í Hvíta húsinu. Hann getur átt von á allt að 15 ára fangels- isdómi fyrir hnuplið. Claude Allen sveik meðal annars út tvenn sólgleraugu, Kodak-lita- prentara og heimabíó frá hinum þekkta framleiðanda Bose.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.