blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIK MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaðið SKYNDIPRÓFIÐ David Beckham Beckham ekki til Arsenal Peter Hill-Wood segir sögusagnir af vœntanlegum kaupum Arsenal á enska landsliðsfyrirliðanum vera úr lausu lofti gripnar. 1. Númer hvað er treyja hans hjá Real Madrid? 2. Hvaða ár er hann fæddur? 3. Hvað heitir elsti sonur hans? 4. Til hvaða neðrideildarliðs var hann lánaður frá Man Utd árið 1995? 5. í hvaða leikmann sparkaði hann í leik Englands og Arg- entínu á HM 1998 og fékk fyrir vikið rautt spjald? auodiujs o6d;o S 'pu] qjjQN uojsðJj k 'uX|)|00jg í 'SZ6i z 'íz ‘i Ballackvill til Chelsea Þýski landsliðsfyrirliðinn Mi- chael Ballack vill ganga til liðs við Englandsmeistara Chelsea, samkvæmt umboðsmanni kapp- ans. „Það er mikill áhugi hjá báðum málsaðilum. Það hefur ekki verið skrifað undir neitt en viðræður eru sannarlega í gangi,“ sagði umboðsmaðurinn Michael Becker. Hann sagði Chelsea vera eina liðið sem hann ætti í viðræðum við og að sér þætti líklegast að Ballack yrði orðinn leikmaður þess fyrir HM í sumar. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, lýsti því opinberlega yfir á mánu- dag að Ballack væri sá leikmaður sem hann vildi helst fá til sín. Ballack, sem er 29 ára, er sagður vilja gera fjögurra ára samning sem tryggir honum 120 þúsund pund i vikulaun eða rúmar tvær milljónir íslenskra króna á dag. í kjölfar fregnanna af væntanlegri komu Ballack til Chelsea hefur verið ýjað að því að Barcelona ætli sér að fá Frank Lampard til sín þar sem hann leikur sömu stöðu og Ballack. Mourinho segist hins vegar vilja hafa bæði Lampard og Ballack í byrjunarliðinu því þeir muni koma til með að mynda draumapar á miðjunni. Agassi vill bjarga gripum Borg Stjórnarformaður Arsenal, Peter Hill-Wood, þvertekur fyrir að David Beckham sé á leið til liðsins í sumar. Fjölmiðlar á Bretlandseyjum greindu frá því um helgina að Ar- senal hyggðist bjóða í enska lands- liðsfyrirliðann sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid. Wenger lét hafa eftir sér á sunnudag að hann væri mikill aðdáandi Beck- ham en ræddi ekki hvort hann hefði áhuga á að fá hann til sín. „Þetta er argasti þvættingur. Nafn Beckhams hefur aldrei komið upp á stjórnarfundi og það kæmi mér mjög á óvart ef að Arsene hefði áhuga á að fá hann, sagði Hill-Wood. „Ég er viss um að hann hefur augun opin með góðum leikmönnum. En i hvaða stöður veit ég hins vegar ekki að svo stöddu.“ Nafn Beckhams selur Fjölmiðlar á Bretlandseyjum gáfu í skyn að Wenger teldi Beckham geta hjálpað Arsenal að fylla nýjan heima- völl sinn, við Ashburton Grove, og þá myndi nafn hans einnig auka til muna sölu á varningi tengdum liðinu. Hill-Wood neitaði þessu. „Arsene hefur ekki áhuga á að kaupa stjörnu. Við erum að leika alveg nógu góðan fótbolta til að fylla nýja leikvanginn okkar,“ sagði Hill-Wood og bætti við að Wenger hefði aldrei haft þann hátt á að kaupa stóru nöfnin, heldur vildi hann unga leikmenn sem hent- uðu leikskipulagi hans. David Beckham var í liði Real Madrid sem Arsenal sló út úr Meist- aradeildinni á Highbury á dögunum. David Beckham mistekst að skora í æfingaleik gegn Úrugvæ á dögunum. Reuters Hann hefur látið vel af dvöl sinni á leikmaður og þó að treyjur hans rok- Spániogsagstviljaframlengjasamn- seldust væri það ekki ástæða til að ing sinn við stjörnuliðið. Lorenzo halda honum í liðinu. Sanz, sem nýverið bauð sig fram til forseta liðsins, sagði hins vegar á dög- .............................. unum að Beckham væri ekki góður bjorn@bladid.net McLaren vill halda Ráikkönen Tennisstjarnan Andre Agassi hefur í hyggju að kaupa verðlaunagripi Björns Borg frá Wimbledon- mót- inu þegar þeir verða settir á upp- boð á næstu dögum. Hinn 49 ára gamli Borg hefur átt í fjárhagsörð- ugleikum og ákvað af þeim sökum að selja verðlaunagripina fimm sem hann vann á mótinu áður en hann hætti, 26 ára að aldri. „Tilhugsunin um Wimbledon-bik- ara í höndunum á einhverjum auð- jöfri er óþægileg. Maður á ekki að geta keypt bikar, maður á að þurfa að vinna hann,“ sagði Agassi. „Ég held að ófáir vilji aðstoða Borg og mér finnst að fleiri úr íþróttinni ættu að stíga fram og sjá til þess að verðlaunagripirnir lendi ekki í röngum höndum," sagði Borg, en Bjargvætturinn Andre Agassi í ham. annar fyrrum Wimbledon-meistari, Jimmy Connors, hefur einnig látið sig málið varða. Lagði hann til að aðstandendur Wimbledon kaupi gripina og bjóði Borg að kaupa þá til baka í framtiðinni, þegar hann hefur rétt úr kútnum. Uppboðshaldararnir hjá Bon- hams segja erfitt að verðmeta verð- launagripina en telja að þeir muni seljast fyrir allt að 25 milljónir ís- lenskra króna.. McLaren vonast til að Kimi Ráik- könen verði áfram í röðum liðsins á næsta ári en miklar líkur eru taldar á því að Finninn vilji reyna fyrir sér annars staðar eftir þetta tímabil. Þá hefur orðrómur verið á kreiki um að Raikkönen hafi þegar komist að sam- komulagi við Ferrari um að ganga til liðs við þá 2007. „Á næsta ári fáum við heimsmeist- ara til okkar og það væri frábært ef Kimi tæki titilinn í ár og myndi svo aka við hlið Fernando á næsta ári,“ sagði Martin Whitmarsh, fram- kvæmdastjóri McLaren, en Fernando Alonso er sem kunnugt er á leið til liðsins eftir þetta tímabil. Whit- marsh sagðist enn fremur vonast til að Ráikkönen léti það ekki hafa áhrif á ákvörðun sína þó að bíll hans hefði orðið fyrir skakkaföllum við timatökur í Barein um síðustu helgi. McLaren þurfti þá að hefja keppni Kimi Ráikkönen til vinstri, ásamt Fernando Alonso og Michael Schumacher. Reuters aftastur ökumanna eftir að hafa ekki náð að ljúka tímatökum. Montoya hugsar sér til hreyfings „Burtséð frá ákvörðun Kimi verður það alltaf megintakmark okkar að vinna heimsmeistaratitilinn. Til þess þurfum við hraðskreiðan og traustan bíl,“ sagði Whitmarsh, en McLaren lenti í endurteknum vandræðum með bíla sína í fyrra sem urðu til þess að Ráikkönen tókst ekki að fara alla leið eins og hann stefndi að. Hinn ökumaður McLaren, Kólumb- íumaðurinn Juan Pablo Montoya, lenti í fimmta sæti í Barein þrátt fyrir að hafa orðið fyrir smávægilegri vélar- bilun. Samningur hans við McLaren rennur út eftir þetta tímabil og hefur hann þegar lýst því yfir að hann íhugi að fara annað. LENGJAIM LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Vitoria Setubal - Boavista 2,35 2,60 2,30 Wisla Plock - Lech Poznan 1,85 2,75 2,90 Hamburger - Rapid Búkarest 1,35 3,35 4,75 Baulmes - Vaduz 1,75 2,80 3,15 Admira Wacker - S V Ried 2,10 2,65 2,55 Austria Vín - Grazer AK 1,55 3,00 3,70 Maritimo - Porto 3,35 2,90 1,65 Winterthur - Sion 2,90 2,75 1,85 Zurich - Young Boys 1,70 2,85 3,25 Oxford - Bristol Rovers 2,30 2,60 2,35 Liverpool - Fulham 1,25 3,65 5,70 West Ham - Bolton 2,10 2,65 2,55 Roma - Middlesbro 1,30 3,50 5,15 Deportivo La Coruna - Espanol 1,45 3,10 4,25 Sevilla - Lille 1,50 3,00 4,00 Academica Coimbra - Sporting Lissabon 3,35 2,90 1,65 Bentica - Guimares 1,25 3,65 5,70 Chicago - Columbus 1,85 3,45 2,40 Detroit - Anaheim 1,45 4,00 3,25 Florida - Philadelphia 2,40 3,45 1,85 Skeytin inn Manchester United hyggst selja sóknar- manninn Ruud van Nistelrooy í sumar neiti hann að framlengja samning sinn um þrjú ár, samkvæmt Daily Mirror. Núgildandi samningur Nistelrooys rennur út 2008 en félagið er tilbúið að hækka laun hans um 10 þúsund pund á viku sem þýðir að hann fengi 90 þús- und pund í vikulaun. Alex Ferguson vill fá hæsta mögulega verð fyrir hollenska landsliðsmanninn og vill því selja hann strax sé hann ekki tilbúinn að sanna hollustu sína við félagið. Nistelrooy hefur ekki verið í byrjunar- liði United frá því að liðið tapaði fýrir Liverpool í bikarkeppninni í febrúar. ose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Totten- ham eigi frekar skilið en Arsenal að leika í Meistaradeild- inni á næsta tímabili. Chelsea sigraði Tottenham síðastliðna helgi í jöfnum og spennandi leik og sagði Mourinho að gestirnir hefðu átt skilið stig úr viðureign- inni. „Ég var vissulega ánægður með sigurinn, en get ekki að því gert að mér finnast óréttlátt að Tottenham færi frá Stamford Bridge með tómar hendur. Ég vona sannarlega að liðið nái takmarki sínu í vor, að lenda í fjórða sæti í deildinni og komast í Meistaradeildina. Gunnar Hrafn Gunnars- son og Melissa Ortiz Gomes lentu í 7. sæti af 40 keppendum á opnu IDSF- móti i latíndönsum á Spáni á sunnudag. Voru þau einu sæti frá þvi að komast í úrslit mótsins en þar kepptu sex pör. Gunnar og hin spænska Melissa keppa fyrir Islands hönd en þau eru búsett í Freiburg þar sem þau stunda æfingar. Gunnar, sem er 21 árs, er í hópi albestu dansara landsins. Jenson Button hefur biðlað til Honda að gera allt sem hægt er til að bæta bílinn sem hann ekur. Vandkvæði með kúplinguna komu í veg fyrir að Button kæmist á verð- launapall en hann lauk keppni í fjórða sæti. „Ef okkur tekst að laga það sem er að er ekkert því til fyrirstöðu að Honda verði í toppbaráttunni í ár,“ sagði Button.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.