blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 35
blaðið MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 AFÞREYING I ■ Smáskifurýni The Vines - Don't listen to the radio Áströlsku Nirvana aðdáendurnir í The Vines eru komnir aftur með rokk og ról slagara. Þetta er lag með boðskap framreiddan á frekar ein- faldan og nokkuð skemmtilegan hátt með skemmtilegum hljóm og klappi í takt. Frekar fyndið hvað lagið er út- varpsvænt miðað við nafnið. Lagið skríður rétt svo yfir tvær mínútur sem kemur vel út. ★★★ i Rokk og ról dauðapönk Um miðja næstu viku kemur hljómsveitin Doomri- ders hingað til lands til að skemmta rokkþyrstum fs- lendingum á Grand Rokk. Doomriders er ný hljómsveit með kunnáttumönnum í hverri stöðu. Hún samanstendur af þeim Nate Newton (Converge, Old Man Gloom), Jebb Riley (There Were Wires, Disappe- arer), Chris Pupecki (Cast Iron Hike) og John Connors (Cave in). Eins og sjá má eru engir aukvisar á ferð. Sveitin kemur við á Grand Rokk á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna. Upphitun verður í höndum I ad- apt, Myru og Changer. Tónlist Doomriders lýsa þeir sjálfir með þessum orðum; „death and roll punk rock hardcore mayhem.“ Önnur auka- sýning Adams Mikil spenna heíúr myndast hér á landi fýrir komu töffamanns- ins Curtis Adams í byrjun næsta mánaðar. Fljótt var uppselt á fyrirhugaða sýningu hans og því var samið um aukasýningu sem hefur nú einnig selst upp. Því var sest aftur að samninga- borðinu og samið um enn aðra aukasýningu. Fer hún fram sunnudaginn 9. apríl kl. 19.30 og er miðasala þegar hafin. Sýningin fer fram í Aust- urbæ kl. 19.30 og er miðaverð það sama og áður, frá 1.900 til 3.900 auk miðagjalds. Miðasalan er á www.midi.is og í verslunum Skífunnar í Reykja- vík, verslunum BT á Akureyri og Selfossi og á www.event.is. Springsteen live í London „Ný“ tónleikaplata með Bruce Springsteen er komin út en hún inniheldur upptökur frá tónleikum Springsteen og E-Street Band í Hammersmith Odeon í Lundúnum 18. nóv- ember 1975. Þrátt fýrir gamla tónleika hafa upptökurnar aldrei komið út á geislaplötu áður. Sagt er að tónleikarnir séu með þeim bestu sem Bruce og félagar hafa staðið að sökum þess hve andrúmsloftið var mang- þrungið á þessum tónleikum. Bruce hefur annars í nógu að snúast þessa dagana. Síðasta haust kom út 30 ára afmælisút- gáfa að tímamótaplötunni Born To Run og þann 24. apríl er vænt- anleg ný stúdíóplata ff á honum. Wulfgang - Machinery Hverjir eru þessir gaurar og úr hvaða holu skriðu þeir? Wolfgang eru, samkvæmt því sem ég hef heyrt, ís- lenskir en ég hef aldrei heyrt um þá. Machinery er gott lag sem skilgrein- ingarbrjálæðingar myndu kalla indí en mín eyru greindu útvarpsvænt rokk og ról sem sker sig úr íslenskri tónlistarflóru. ★★★★ My Morning Jacket - Off The Record Hljómurinn er svo stór í þessu lagi að þegar það byrjaði fannst mér eins og væri verið að éta mig, eða réttara sagt gleypa mig vegna þess að ég fann ekki sársauka eins og tennur væru að tyggja mig í sundur heldur leið mér eins og ég væri kominn niður í mjúkan maga skepnunnar sem kallar sig My Morning Jacket. Frábært lag. ★★★★^ Clap You Hands And Say Yeah - InThis HomeOnlce Söngvarinn í þessari hljómsveit er svo æðislega pirrandi með brot- hættu og skerandi röddina sína og angistarfullan framburðinn. Þetta er frábært tregapopp lag í rólegri kantinum sem er samt hresst á sinn hátt. Lagið er hvorki fjölbreytt né frumlegt en gengur samt upp nán- ast fullkomnlega. ★★★★f( Gorillaz - Kids With Guns Þetta lag er einhvern veginn ekki neitt en samt alveg heilmikið, svona eins og Framsóknarflokkurinn. Það hefur þó fram yfir flokkinn græna að vera sæmilega skemmtilegt og náði það að koma mér á óvart með því að vera ekki eins augljós smellur og hin lögin sem ég hef heyrt með Gorillaz. I viðlaginu fer lagið á ágætis flug en erindin heilla mig ekki alveg nógu mikið. ★★-f atli@bladid.net Dark Side of thé Möon ;;rí heild sinni auk hluta af " > s _' j i-Á ■;► "k’,.. *.tjT' f-W T-vív* : T. x,- JrZ^ xT*s Æ-Zt-T ■ »4 \ T L Ægilshöll 12. júní j : kl. 20.00 Húsið opnar kl. 18.00^; Miðaverð: Svæði A - 8.900 + miðagjald aeði B - 7.900 + jíniéagjald ’tjrrv v,#* 14-U Miðasala eram'iidi.is Skífunni Laugavegi, Kringlunr og Smáralind. Eins BT Ákúrlyri og BT Selfossi TUBORG NJ0TTU LÍFSINS TIL FULLS iinnti

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.