blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 1
Hlve.is Þjónustusími 414 1616 Hiveute Þráðlaust internet 4GB niðurhal 8Mb tenging 3.990 ÁMÁNUÐI* ■ MENNING Óhamingjusam- asta kona Evrópu SÍÐA 32 100% eldbökun,100% ísl. ostur, 100%metnaður, 100% Rizzo" 'iimi 5777000 61. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 15. mars 2006 Rice fékk kóka- skreyttan gítar Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var vafalaust búin undir að fundur hennar og Evo Morales, hins nýkjörna forseta Bólivíu, myndi einkum snúast um kókarækt. Morales var forðum leiðtogi kókaræktenda í Bólivíu en Bandaríkjamenn hafa á und- anliðnum árum mjög þrýst á stjórnvöld þar um að stöðva þá framleiðslu. Þegar 25 mínutna fundi þeirra lauk á mánudag færði Morales bandaríska utanríkis- ráðherranum gítar að gjöf. Gít- arinn, sem er fimm strengja og nefnist „charango“ hefur lengi fylgt íbúum á Andes-svæðinu í Rómönsku-Ameríku en ein- takið sem Rice fékk er fagurlega skreytt kókalaufum sem greypt eru inn í viðinn. „Við kunnum vel að meta þess gjöf. Við þurfum hins vegar að setja okkur í samband við tollayfirvöld til að kanna hvaða reglur gilda um innflutning á slíkum gripum,“ sagði banda- riskur embættismaður sem sat fundinn. Reuters Ólga á Gaza Stjórnleysi ríkti á Gaza-svæðinu og á Vesturbakkanum í gær eftir að ísraelskir hermenn höfðu ráðist inn í fangelsi Palestínumanna í bænum Jer- íkó og handtekið þar Ahmed Saadat, leiðtoga palestínsku Alþýðufykingarinnar. Tveir menn féllu í árásinni og tugir voru handteknir. Þeir Lýður og Francisco undu sér vel við drullumall við leikskólann Urðarhól I Kópavogi, en kjöraðstæður voru til slikrar iðju. Svo góðar raunar að þeir félagar vildu helst ekki hlýða kalli fóstru sinnar um að koma nú inn fyrir. Verðhækkanir á matvöru vofa yfir Blaóið/Frikki Allt útlit erfyrir að matvörur og aðrar neysluvörur muni hœkka á nœstu vikum og mán- uðum. Hagfrœðingur ASÍ segir svigrúmfyrir smásöluaðila að halda að sér höndum. Bullumsull og bleyta, börnin min góð! Veiking krónunnar mun skila sér út í verðlagið innan þriggja mánaða að mati forstöðumanns Rannsókn- arseturs verslunarinnar. Gjaldskrár innflytjenda eru þegar teknar að hækka. Hagfræðingur Alþýðusam- bands Islands segir innflutnings og smásöluaðila hafa svigrúm til þess að velta gengislækkun ekki að fullu út í verðlagið. Styrking krónu skilaði sér ekki að fullu Gengi krónunnar hefur lækkað um rúm 13% frá áramótum og þar af um rúm 10% síðastliðinn mánuð. í ársbyrjun stóð dollarinn í rúmum 63 krónum en í gær var hann tæpar 71 krónur. Veiking krónunnar þýðir að innflutningsað- ilar greiða meira fyrir vörur sínar en áður og það mun að sögn Ólafs Darri Andrasonar, hagfræðings Al- þýðusambands íslands, skila sér út í verðlag til neytenda. „Það er alveg ljóst að veiking krónunnar mun skila sér út í verðlagið. Um það er ekki deilt. Ég tel hins vegar að inn- flytjendur hafi svigrúm til þessa að fara hóflega í það að velta þessu yfir á almenning." Ólafur Darri bendir á að þegar gengi krónunnar var sem sterkast hafi það ekki skilað sér að öllu leyti í lægra vöruverði og því sé svigrúm núna fyrir smásöluaðila að halda að sér höndum. „Styrking krónunnar skilaði sér aðeins að hluta til í lækk- uðu vöruverði þannig að það er eðli- legt að gengislækkunin lendi ekki af fullum þunga á neytendum.“ Gjaldskrár þegar byrj- aðar að hækka Jón Þór Sturluson, forstöðumaður Rannsóknarseturs verslunarinnar, segir það aðeins tímaspursmál hve- nær gengislækkunin muni skila sér út í verðlag til neytenda. „Reynslan sýnir að áhrif gengisbreytinga á matvöruverð skilar sér til hækk- unar og lækkunar. Það getur tekið tvo til þrjá mánuði að þessi gengis- lækkun komi fram. Ég hef heimildir fyrir því að gjaldskrár heildsala séu þegar farnar að hækka.“ Jón segir að almennt hafi mat- vöruverð hækkað lítið frá fyrri hluta síðasta árs en á meðan hafi laun og annar rekstrarkostnaður hækkað. Því sé það ekki óeðlilegt að reikna með einhverjum hækkunum í kjölfar gengislækkunar. „Afkoma i matvöruverslunum hefur versnað og það getur haft þau áhrif að menn verði óþolinmóðari við að hækka verð. Þá eru menn víða uggandi yfir gengisþróuninni og verð er þegar byrjað að hækka t.d. á bílasölum.11 Þá bendir Jón á að verslanir rniði í auknu mæli verð sitt við væntingar um gengisþróun sem hafi áhrif til hækkunar eða lækkunar. „Það eru flestir á þvi að gengið muni síga niður á við og það ýtir undir að verð- hækkanir gerist hraðar en ella.“ ós&Orka Skeifunni 19 108 Reykjavík

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.