blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 15.03.2006, Blaðsíða 24
24 I FERMINGAR MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2006 blaðiö Toppurinn að vera í teinóttu Blúndukjólar, pils og toppar vinsœlir hjá fermingarstelpunum. ,í ár eru teinótt jakkaföt mjög vin- sæl hjá fermingarstrákunum og skyrturnar eru bleikar, fjólubláar, ljósbláar og svo svartar og hvítar en litaðar skyrtur eru þó vinsælli núna“, segir Sigurþór Jónsson starfs- maður í Herra Hafnarfirði. „Einlit svört jakkaföt eru líka mikið tekin enda eru þau klassísk og með þeim er hægt að fá mynstuð vesti í bleiku eða svörtu. Með bleikri skyrtu er gjarnan tekið bleikt bindi sem ýmist er einlitt eða röndótt. Núna er bind- ishnúturinn i algleymingi en hann á að vera stór og þykkur. Verð á jakkafötunum er frá 13.900 krónur og skyrta og bindi er selt saman á 4.900 krónur. Stök skyrta kostar 3.990 krónur en stakt bindi er á 2.900 krónur. í ár eru támjóir skór vinsælir og þeir koma í svörtu og brúnu. Verð þeirra er 9.990 krónur." Blúndur í toppum og kjólum .Stelpurnar taka mikið blúndukjóla í svörtu og hvítu“, segir Signý Dav- íðsdóttir aðstoðarverslunarstjóri í verslunni Sautján. Undir kjólana eru teknar blúnduleggings en kjól- arnir eru ýmist stuttir eða hnésíðir og kosta á bilinu 5.990-6.990 krónur. Þá er líka mikið um buxna- og pilsd- ragtir sem eru til í svörtu, hvítu og drapplitu. Jakkarnir kosta á bilinu 8.990-9.990 og buxurnar kosta 6.990 og pilsin 4.990. Undir jakkana eru teknir blúndubolir sem kosta 2.990 krónur. Fermingarskórnir í ár eru sléttbotna sandalar og rúskinns- stígvél. Sandalarnir eru til í svörtu, hvitu, bleiku og rauðu en rúskinns- stígvélin eru svört og ná upp á miðjan kálfa. Hvíta línan áberandi „Stelpurnar eru mikið að taka pils og toppa en pilsin eru útvíð og ým- ist hné- eða kálfasíð“, sgeir Guðrún Inga Grétarsdóttir verslunarstjóri í Exit. „Þá eru hvítar dragtir vinsælar og eru til í hörefni og hvítu teygju- efni. Topparnir koma í hvítu og turk- isbláu og eru til í silki og næloni og www.kokkarnir.is skreyttir pallíettum. Stelpurnar taka mikið blúnduleggings undir pislin. Pilsin kosta frá 2.990 og topparnir frá 1.990, dragtarjakkarnir kosta 3.990 krónur og buxurnar 2.990 krónur.“ Guðrún segir teinóttu jakkafötin langvinsæl- ust hjá strákunum en einnig er hægt að fá einlit svört jakkaföt. „Tei- nóttu fötin eru flott í sniðinu og undir jakkana eru strákarnir ýmist að taka skyrtur eða flottar peysur. Skyrturnar eru til í rauðu, bleiku, bláu, svörtu og hvítu. Jakkarnir kosta 8.990 krónur og buxurnar eru á 5.990 krónur. I Exit er einnig hægt að fá nokkrar gerðir starkra jakka sem eru flottir með skytum og dökkum gallabuxum." hugrun@bladid.net * ■* u gjora Glæsilegur salur til veisluhalda KOKKarnir I VEISLUÞJÓNUSTA ■ VEISLUSALURINN LANGHOLTSVEGI 109 HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR SÍMI: 511 4466 Veislusalur okkar er 350 m2 og rúmar 40-170 manns í sæti. Þar er til staðar flygill og bar auk setustofu. Pantanir: kokkarnir@kokkarnir.is i ►— s Ferming 2006 Flott undirföt ...fyrir ungar stúlkur c3-'~ Síöumúlo 3 Opiö virka daga kl: 11-18 laugardaga kl: 11-15 Bh. 2800.- Buxur 1400. í Bh. 2480 Boxer 1 Bh 2480.- 1230.-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.