blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaöið
GLITNIR
Glitnir
byggir á
strætólóð
Glitnir, áður íslandsbanki,
hefur keypt byggingarétt á
hluta strætólóðarinnar við
Kirkjusand fyrir 972 milljónir.
Gengið var frá samningum
þessa efnis milli Reykjavík-
urborgar og Glitnis í gær.
Lóðin verður afhent í tveimur
áföngum, haustið 2006 og
haustið 2007, en bankinn áætlar
að reisa þar viðbyggingu við nú-
verandi höfuðstöðvar sínar á
Kirkjusandi.
Að sögn Bjarna Ármanns-
sonar, forstjóra Glitnis, sýna
kaupin vilja fyrirtækisins til
að festa sig enn frekar í sessi á
íslandi.
Gert er ráð fyrir því að sá
hluti núverandi lóðar sem
næst liggur Laugarnesvegi fari
undir lágreista íbúðabyggð en
starfsemi Strætó mun flytjast
að Breiðhöfða á lóð sem Véla-
miðstöð Reykjavíkur hafði til
umráða.
„Enn ein heimskuleg ákvörð-
un stjórnar George W. Bush"
Michael T. Corgan, sérfrœðingur í öryggis- og varnarmálum íslands, segir varnarsamning-
inn í uppnámi. Hann telur að lítið verði eftir afvörnum íslands eftir brottflutninginn.
Michael T. Corgan, lektor við Boston
háskóla, hefur látið varnarsamstarf
Islands og Bandaríkjanna sig miklu
varða í gegnum árin. Hann segir
ákvörðun Bandaríkjastjórnar varð-
andi varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli ekki hafa komið sér sérstaklega
á óvart. „Ég er farinn að búast við
heimskulegum ákvörðunum frá
Bush stjórninni og þetta er ein af
þeim.“
Corgan bendir á að Bandaríkja-
menn hafi einhliða ákveðið að
flytja orrustuþotur sínar og þyrlur
á brott frá íslandi. „Þegar tekið er
mið af því að viðræður hafi verið í
gangi þá kemur þessi ákvörðun sér-
kennilega fyrir sjónir.“ Hann bendir
ennfremur á að í þriðju grein varn-
arsamningsins við Bandaríkjamenn
segi, að samsetning heraflans á ís-
landi eigi að ákveða í samningum
á milli þjóðanna. Að hans mati er
ákvörðunin því ekki í samræmi
við hið langa samstarf þjóðanna,
og virðist vera brot á varnarsamn-
ingnum. Það setji allan samninginn
í uppnám.
Þegar þeir eru farnir,
þá eru þeir farnir
Corgan bendir á að eftir að þot-
urnar hafa verið fluttar á brott verði
Michael T. Corgan
lítið eftir af vörnum Islands. Hér á
landi verði einungis eftir fámennt
lið bandarískra hermanna sem
vart fái sjálfir varið sig fyrir árás.
„Þegar þoturnar eru til staðar er að
minnsta kosti um einhverjar varnir
að ræða. Þegar þær eru farnar, þá
eru hermenn á staðnum sem eru
viðkvæmir fyrir árásum. Ef að ég
væri hryðjuverkamaður þá myndi
ég segja, þarna eru bandarískir her-
menn sem eru varnarlausir. Þegar
þoturnar fara þá verða líklega um
það bil 60 - 80 landgönguliðar í
Keflavíkurstöðinni eftir og það er
ekki stórt herlið.“
Corgan segir að þegar Argent-
ínumenn réðust á Falklandseyjar á
sínum tíma hafi Bretar einmitt verið
búnir að fækka i liði sínu á eyjunum
og þar voru um það bil 80 breskir
hermenn þegar innrásin var gerð.
Hann veltir því fyrir sér hvað ger-
ist ef einhver ætli sér að valda usla á
Islandi og nefnir hann Kárahnjúka-
virkjun til sögunnar. „Ef einhver ætl-
aði sér að valda usla, þá gæti hann
það auðveldlega. Mér finnst þetta
stórmerkilegt. Við erum að tala um
NATO-ríki sem er án varna.“
Hann segir að vissulega séu engin
merki um beina hættu sem steðji
að íslendingum en minnir á, að
á sínum tíma, þegar gerðar voru
árásir á sendiráð Bandaríkjanna í
Afríku, hafi þau einmitt verið valin
sem skotmörk vegna þess hve lítil
öryggisgæsla hafi verið fyrir hendi.
„Nú erum við að tala um NATO-ríki,
með litlar sem engar varnir. Liggur
það ríki þá frekar við höggi? Þetta
eru spurningar sem hægt er að velta
fyrir sér.“
Það er því að mati Corgans
unnt að spyrja margra spurninga í
tengslum við þessa ákvörðun Banda-
ríkjamanna og ekki síst með hvaða
hætti hún var tekin. Aðspurður
hvort íslendingar hafi staðið rétt að
málum í viðræðum um varnarsamn-
inginn segist Corgan vera þeirrar
skoðunar að íslensk stjórnvöld hafi
gert það sem þau gátu. „Það má þó
segja að íslensk stjórnvöld hafi átt
að marka skýrari stefnu í sambandi
við varnarþörfina hér á landi. Ég tel
þó að meginástæðan fyrir brottflutn-
ingi vélanna sé sprottin af illri nauð-
syn. Bandaríski herinn þarf á hverri
flugvél að halda eins og staðan er í
dag.“
Það er munur á einhverjum
vörnum ogengum
Aðspurður hvað sé til ráða þegar
kemur að vörnum íslands segir
Corgan íslendinga mögulega þurfa
að líta frekar til Evrópusambands-
ins þegar kemur að vörnum landsins.
„Við vitum að Halldór Ásgrímsson
hefur lengi verið fylgjandi nánari
samskiptum við Evrópusambandið.“
Corgan tekur fram að ekki sé víst
að varnarsamstarf við Evrópusam-
bandið sé raunhæfur kostur. „Sam-
starfið við Bandaríkin er einnig
óljóst og Evrópa er nær.“
Asborg
Smiðjuveqi 11,s(mi 5641212
„Þessi tilkynning kom ekki á óvart,
en aðferðafræðin er svolítið sérstök.
Hún er ekki alveg sú sama og þú
notar við vini þína. En þetta sýnir
það að þegar stórþjóð er að tala við
Risasfcórg
Leikbæjarútsalan
í fullum gangi í Perlunni
T ppið npilliJ2-18
§
T’tir.ji
^einS-l.daL9lcS á sunnudagl
Allt að
80%
afsláfctur!
smáþjóð, þá er von á öllu,“ segir
Jón Hákon Magnússon, formaður
Samtaka um vestræna samvinnu,
þegar leitað var viðbragða hans við
fréttum þess efnis að Bandaríkja-
menn hyggist fara með þotur sínar
og þyrlur frá Keflavík.
Jón telur að betur hefði farið á
því að menn hefðu sagt þetta við
samningaborðið eða gengið á fund
utanríkisráðherra. „Þetta hefði ekki
þurft að vera svona og er nánast
dónalegt.“
Höfum dregið hælana
„Við höfum dregið hælana og lifað í
þeirri von að Bandaríkjamenn væru
ekkert á förum.“ Jón segir að sökin
sé beggja. „Við Islendingar hefðum
getað gert miklu meira á þessum
tíma sem liðinn er síðan þessi um-
ræða kom upp fýrst. Mér finnst
stjórnvöld hafa sofið ansi hressilega
á verðinum. Davíð Oddsson talaði
alltaf um að George Bush forseti
myndi bjarga þessu fyrir okkur
en Bush bjargar engu í svona máli.
Þetta er miklu flóknara mál en svo
að forseti Bandaríkjanna taki ein-
hliða ákvarðanir um það. Þetta þarf
að fara í gegnum ráðuneytin og við
hefðum átt að vera búnir að koma
okkur upp miklu betri tengslum við
þá þingmenn sem sitja í öryggis- og
varnarmálanefndinni.“
Jón Hákon segir að íslendingar
hefðu getað farið miklu betur með
tímann. „Það var ekki fyrr en Geir
H. Haarde braut ísinn í Brussel
þegar hann hitti einn af aðstoðarut-
anríkisráðherrunum sem leiddi til
fundar hans með Condoleezu Rice,
utanríkisráðherra, að einhver hreyf-
ing komst á hlutina.“
Jón Hákon segist vona að utanrík-
isráðherra taki nú forystuna i þessu
máli. Það þýði ekki að láta embættis-
varnarsamstarfið við Bandaríkjamenn.
mennina eina um þetta heldur verði
hann að einhenda sér í að ná eins
góðum samningi og hægt er.
Treystir á Geir
Jón Hákon bendir á að málið snú-
ist um öryggi íslensku þjóðarinnar.
„Það má ekki gleyma því. Þetta
er ekki bara her á Keflavíkurflug-
velli heldur snýst þetta um öryggi
og varnir okkar. Við erum hluti
af Norður-Atlantshafsþjóðunum
og þeim ber að taka þátt í því með
okkur að verja þetta land í miðju
Atlantshafinu.“
Það er ekkert borðliggjandi með
framhaldið segir Jón Hákon og bætir
því við að íslendingar hafi einnig
slegið slöku við í því að móta eigin
stefnu í varnar- og öryggismálum.
„Það hefur líka farið illa í Bandaríkja-
menn. Þeir hafa marg spurt íslensk
stjórnvöld hvaða stefnu þau hafi í
öryggis- og varnarmálum og það
hefur verið fátt um svör.“ Jón segist
treysta því að Geir Haarde taki for-
ystu í þessum málum og hann trúir
ekki öðru en að árangur náist. Hann
bendir þó á að þingkosningar standi
fyrir dyrum í Bandaríkjunum sem
flæki málin. „Þingmenn eru að
verða mjög strekktir og síðan er það
þannig að forsetinn er nánast valda-
laus eftir þessar kosningar vegna
þess að hann er á síðara kjörtímabili
sínu. Það mun þvi ekki vera hægt
að treysta á að hann keyri eitthvað
í gegn.“
Að mati Jóns er mikilvægt að
mynda samband við menn á borð
við John McCain, þingmann. „Við
þurfum að ná i menn á borð við
hann, skýra okkar sjónarmið, og
biðja þá um að reyna að koma vitinu
fyrir varnarmálaráðuneytið.“
KRESS hjólsagir
á kynninqarverði
20% afsláttur
í mars.
„Stjórnvöld hafa sofið á verðinunT
Jón Hákon Magnússon, formaður Samtaka um vestrœna samvinnu, treystir á að Geir H.
Haarde, utanríkisráðherra, geti komist að samkomulagi við Bandaríkjamenn.