blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. EINHLIÐA ÁKVARÐANIR áðamenn í Bandaríkjunum hafa nú í tvígang tekið einhliða meiri- háttar ákvarðanir á sviði íslenskra öryggis- og varnarmála. At- hyglin beinist vitanlega nú að þeirri ákvörðun stjórnar George W. Bush, forseta, að flytja orrustuþotur og björgunarþyrlur á brott frá íslandi. Ákvörðun sem greint var frá í aprílmánuði árið 2002 var þó ekki síður mik- ilvæg i þessu tilliti og gaf vísbendingu um það sem koma myndi. Á íslandi veittu menn þvi á hinn bóginn ekki tilhlýðilega athygli og viðbrögð urðu lítil þótt þáttaskil hefðu orðið. í aprílmánuði 2002 greindu Bandaríkjamenn islenskum stjórnvöldum frá því að ákveðið hefði verið að flytja yfirstjórn varnarliðsins á Islandi frá Bandaríkjunum yfir hafið til Evrópu. Nánar tiltekið var breytingin þessi: Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ákvað að ráðast í mjög róttækar breytingar á fyrirkomulagi herstjórnar Bandaríkjanna. Nýrri herstjórn, Norðurherstjórninni, var falið að annast varnir Banda- ríkjanna, Kanada, Mexíkó og hluta Karíbahafs. Ákvörðun þessi hafði það m.a. í för með sér að yfirstjórn varnarliðsins á Islandi, sem heyrði undir svonefnda Sameinaða herstjórn Bandaríkjanna („Joint Forces Command"), fluttist frá Norfolk í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum til Evrópuherstjórnar Bandaríkjanna. Hér var um gífurlega mikilvæga breytingu að ræða. Varnarsamningur ríkjanna frá árinu 1951 er tvíhliða. Hann felur í sér að varnir íslands og Bandaríkjanna eru tengdar. Þessi sérstaða samningsins er merkileg og afar mikilvægt þótti á árum áður að ísland félli beint undir herstjórnina í Nor- folk. Slíkt myndi auðvelda öll viðbrögð og hraða þeim kæmi til þess að ör- yggi íslands yrði ógnað. Þegar yfirstjórn varnarliðsins var flutt undir hina risastóru Evrópuher- stjórn Bandaríkjamanna urðu því ákveðin þáttaskil í varnarsamstarfinu. Sérstaða Islendinga hvarf á augabragði. Ákvörðun Bandaríkjamanna vorið 2002 var þunglega tekið á Islandi. Og vitanlega vakti það litla gleði að slík ákvörðun skyldi tekin einhliða. En áfram treystu menn á hið einstaka samband þjóðanna og trúðu því að Bandaríkjastjórn myndi á endanum fallast á að halda hér á landi þotum og þyrlum. Stjórn Bush forseta hefur ítrekað sýnt að einhliða aðgerðir í nafni banda- rískra hagsmuna þvælast ekki fyrir henni. Ný stefna einhliða aðgerða heims- veldis í hnattrænu stríði ræður för. Þetta hefur hver sá séð sem greina vildi síðustu árin. Nú hafa íslendingar öðru sinni fengið að kynnast því hvernig stefnaþessi er framkvæmd. Varnarsamningurinn stendur en framvegis verður raunsæi að ráða för. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. FJORIR DISKAR - FJÖGUR GLÖS ■ SlLUNCS CONFIT MEÐ 5TÖKKRI SKORPU OC STEIKTUR HUMAR MEÐ REVKLAXAFROÐU ■ KENCÚRU CARPACCIO MEÐ TÓMAT OC LÁRPERUSALSA crillaðarnautalundir með bakaðri kartöflu oc litríku SALATI • HEILÖC ÞRENNINC SÚKKULAÐIS: DÖKK SÚKKULAÐIMÚS KRYDDUÐ ANIS Oö VANILLU, LJÓS SÚKKULAÐIÍS MEÐ KANIL OC KARDIMOMMUM, HVÍTT SÚKKU- LAÐIBRÚLÉE TÓNAÐ MEÐ ENÓIFER •VERÐ: KR. 6.JOO,- SÉRVALIN VÍN ME£> MATSEEJLI KR. 2.900.- Barónsstígur 11, síma 5519555 14 I ÁLIT FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaöiö SHíT/ ÉG Var ffí> TÁ SAJS Ttá W BliSF. MNN SEGÍST TKki NENna rí TASSA 0KKU1E LETÍSUR. ÖLL UfóKKjl/SVÍNrn/ siu ff/oRT TP LÖNGU ■“ <Tni Af hinu háleiðinlega Alþingi Rithöfundurinn og snillingur- inn Douglas Adams skrifaði fyrir nokkrum árum hreint frábæra bók sem bar nafnið The Hitchikers Guide to the Galaxy. Bókin góða var þýdd yfir á okkar ástkæra ylhýra og bar þá nafnið Leiðarvísir putta- ferðalangsins um vetrarbrautina - eða eitthvað annað álíka þjált og spennandi. Ein sögupersóna bókarinnar er skringilegt fyrirbæri sem bar nafnið Zaphod Beeblebrox og var hvorki meira né minna en forseti alheims- ins. Sá var í rauninni fullkomlega valdalaus en gegndi engu að síður ákaflega mikilvægu hlutverki í stjórnkerfinu. Til starfans var ávallt valinn einhver umdeildur einstak- lingur sem með uppátækjum sínum og ákvörðunum myndi stöðugt valda sem mestu umtali. Hlutverk þessa einstaklings var þannig í raun að gera nógu mikið af kjánalegum, skrýtnum og vonandi hættulegum hlutum til að halda almenningi við efnið. Fjölmiðlar yrðu þannig allt of uppteknir við að eltast við þessa valdalausu fígúru, segja frá síðustu uppátækjum og velta því fyrir sér hvað viðkomandi myndi gera næst til að þeir sem raunverulega stjórn- uðu alheiminum fengu frið og næði til að stunda vinnu sína. Biblía Ciintons? Ég ætla hér að gerast svo djarfur að halda því fram að Bill Clinton, fyrr- verandi forseti Bandaríkjanna, hafi lesið þessa frábæru bók og lært heil- mikið af henni. Þegar ég hugsa til baka man ég ekki mikið eftir því fyrir hvað Clinton stóð sem forseti. Eg man hins vegar vel eftir því að hafa hugsað mikið og jafnvel rökrætt við vini og kunningja hvar vindlar hans hafi verið geymdir, hvernig „sambandi“ Clintons og Monicu hafi nú raunverulega verið háttað og hvort hann og Hillary svæfu í sama herbergi. Þrátt fyrir áhuga minn á málefnum Bandaríkjanna get ég ekki fyrir mitt litla líf rifjað það upp hvort viðskiptahallinn hafi verið mikill eða lítill í tíð Clintons eða hvort hann hafi nú staðið í stríði víðsvegar um heiminn. Snilld! Aðalbjörn Sigurðsson Skyldulesning Þegar ég horfi á íslensk stjórnmál sýnist mér að þegar horft er á þá sem sitja á „hinu háa Alþingi" kemur í ljós að þetta er litlaus hjörð. Svo lit- laus raunar að karl eins og Össur Skarphéðinsson, eins grár hann er og gugginn, þykir eins og ferskur andvari inn í ládeyðuna. Vegna hvers - jú hann bloggar. Tveir þingmenn koma raunar upp í hugann sem skemmtu þjóð- inni um tíma. Annar kom frá lítilli eyju nálægt Islandi og stal nokkrum steinum... hinn var ögn frjálslynd- ari en er nú sjálfstæður eftir að hafa verið stungið í steininn. Fjöl- miðlar landsins höfðu loksins eitt- hvað skemmtilegt og spennandi að fjalla um og áramótaskaupinu var bjargað. Staðreyndin er að vegna þess hversulitlausalþingismannahjörðin er neyðumst við fjölmiðlar til að fylgjast með því sem þetta fólk er að gera allan liðlangan daginn. Hvort sem það er rifrildi um vatnalög, styttingu skóla eða eitthvað annað snjallræði sem ríkisstjórninni hefur dottið til hugar, þá sitja fjölmiðla- menn og hlusta og flytja af málinu fréttir. Ekki misskilja mig - slíkt er nauðsynlegt - en bara í hófi. Því meira sem ég fylgist með því sem gerist í svart-gráa húsinu á Austur- velli því sannfærðari er ég um að minnka þurfi þar alvöruna og auka lítillega skemmtanagildið - svona til að almenningur fái öðru hvoru ástæðu til að brosa yfir fréttum. Ég sting þvi upp á að næst þegar þú, lesandi góður, ferð á kjörstað veltir þú fyrir þér ekki bara fyrir hvað einstaklingurinn sem þú vilt kjósa stendur - heldur líka skemmt- anagildi hans. Nokkra kynlega kvisti á Alþingi og Ástþór Magnús- son í forsetastólinn... og lífið yrði svo miklu, miklu skemmtilegra. Höfundur erfréttastjóri Blaðsins Klippt & skoríð klipptogskond@vbl.is „Hvaða óskaplegi aumingjagangur, svo þaS sé sagtbeintút, varaSsemja við stjórnarandstöS- una um frumvarpið til vatnalaga?Afhverju vildu menn gefa það út að hægt væri að taka Alþingi I glslingu og fá látið að vilja slnum? Héldu mennað það væri kannski einhver ólga I þjóðfélaginu vegna frum- varpsins? Varþögn Kristins H. Gunnarssonarum málið ekki % næg sönnun þess að meðal borgaranna varlítillsem enginn áhugi á málinu? Svo er meira að segja fallist áþá lausn að láta lögin ekki taka gildi fyrr en að loknum næstu alþingiskosningum svo að hugsanlega nýr meirihluti þá geti breyttþeim. En hvers vegna ætti hugsanlegur sllkur meirihluti aðfáað breyta lögunum? Ekki má núverandi meirihluti það!" Vefpjöðviljinm, 16.III.2006. Aöld greiningardeilda og óhefðbund- inna rannsóknaraðferða eykst væni- sýkin. Þannig hjuggu menn eftir þvf í Baugsréttarhaldinu að Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar í Bónus, spurði Jón Gerald Sullenberger að því við vitnaleiðslu hvort hann hefði átt símtal við starfsmann Ríkislög- reglustjóra kvöldið áður. Klóruðu margir sér í höfðinu yfir þvf hvernig Baugsmenn fylgd- ust með símtölum fólks úti í bæ. Glöggur lesandl bentl Klippara á það að angar Baugs teygðust vfða, því Baugsfyrirtækið Securitas annaðist öryggisgæslu bæði í Valhöll og dómsmálaráðuneytinu. Iþvf samhengi má Ifka lesa Staksteina Morgunblaðsins ( gær, en þar er lagt út frá lesendabréfi Karitasar Bergsdóttur, sem varðfyrirþvíað maður braust inn á heimili hennar og lét greipar sópa, en Ka- ritas fannst bæði lögregla og dómstólar standa sig slælega gegn glæpamanninum. Svo segir í Staksteinum: „Það eru ekki einkarekin tryggingafélög og öryggisfyrirtæki, sem eiga að tryggja öryggi borgaranna fyrirglæpalýð, heldurlöggæzla og dómstólar. Það erástæðan fyrirþví að þessar stofnanir eru reknar fyrir fé skattgreið- enda. Það þarfað taka harðar á glæpum til að tryggja öryggi borgaranna."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.