blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 12
12 I VEIÐI
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaöiö
veiðar mínar á íslandi.
Flogið var til Kaupmannahafnar
og þaðan til Tallin, höfuðborgar Eist-
lands. Ferðafélagarnir voru ekki af
verri endanum: Jón Garðar, Sveinn,
hreindýraeftirlitsmaður frá Egils-
stöðum, Ragnar, stjórnarmaður í
Skotvís, ogGuffibílasprautari. Þegar
út var komið ætluðum við að hitta
Hjálmar í Hlaði, Steina í Skotreyn og
tvo aðra finnska félaga okkar, Pasa
og Matta.
Þegar við lentum í Tallin tóku
Hjálmar og Steini á móti okkur en
þeir höfðu verið á villisvínaveiðum
í tvo daga áður en við komum út.
Þarna voru einnig komnir tveir
heimamenn sem voru leiðsögumenn-
irnir okkar og aðstoðuðu okkur við
að komast með vopnin í gegnum toll-
inn. Við tók tveggja klukkustunda
akstur til Parnu þar sem beið okkar
fínasta gistiheimili sem varð heim-
ili okkar næstu fimm dagana. Þar
var allur aðbúnaður til fyrirmyndar,
góð herbergi, lítil sundlaug og gufu-
bað til þess að slaka á eftir hvern
veiðidag.
ískuldi en mögnuð spenna
Við vorum ræstir klukkan 8 um
morguninn og er óhætt að segja
að það hafi verið komin töluverð
spenna í mig. Spennan var ekki síst
Hrikaleg spenna og adrenalínið á fleygiferð
EinarPáll Gunnarsson fór ásamtfríðu föruneyti til Eistlands á villisvínaveiðar ogsegirþað hafa verið mest spenn-
andi veiðiferð sem hann hafi nokkru sinnifarið í. Hann segir lesendum Blaðsinsfrá ferðinni.
Þessi grein er skrifuð fyrir þá sem
ekki hafa farið á villisvínaveiðar. Ef-
laust finnst þeim sem hafa kynnst
þessu af eigin raun ekki mikið til
koma, en fyrir mér var þessi ferð
sem ævintýri líkust og eitthvað sem
ég á örugglega eftir að endurtaka.
Það má segja að margir hafi orðið
hissa þegar ég tók þá ákvörðun að
prófa að fara á villisvínaveiðar. Ég
sem hef aldrei haft áhuga á því að
skjóta neitt annað en fugla eða leir-
dúfur. Satt best að segja var ég eig-
inlega mest hissa sjálfur og kvöldið
áður en lagt var af stað var ég enn
undrandi yfir því að ég væri að
pakka niður fyrir ferðina.
Hjálmar í Hlaði hafði sagt mér
hvað væri nauðsynlegt að taka með
og varaði við þvi að það gæti orðið
kalt. Öll hlýjustu nærföt, sem og
önnur föt, fylltu því heila stóra ferða-
tösku. Vopnið sem varð fyrir valinu
var að sjálfsögðu Benelli CRIO hagla-
byssa og skotfærin SLUG, sem er ein
kúla í haglaskoti. Hafa þau verið
notuð við villisvínaveiðar í mörg
ár og gefið góða raun. Reyndar var
ég sá eini sem var með haglabyssu
en allir félagarnir sem fóru í þessa
ferð voru með öfluga riffla. Ég var
nokkuð stoltur af því að halda fast
í hefðina, að nota það vopn sem ég
var vanur að nota við allar aðrar
tilkomin eftir að annar Finnanna,
Matti, hafði farið yfir ákveðnar
reglur kvöldið áður og talað sérstak-
lega um hversu hættuleg villisvín
gætu verið. Eftir góðan morgunverð
héldum við kappklæddir út í 7-8
gráðu frost.
Þá beið okkar að fara í rekstrar-
veiði, sem gengur þannig fyrir sig að
menn eru settir niður með ákveðnu
millibili á vegaslóða sem liggur í
gegnum skóginn. Leiðsögumenn-
irnir fara svo í annan endann með
hunda og reka svínin á undan sér
þannig að það er aldrei að vita hvar
og hvenær dýr birtist. Þá var heldur
ekki hægt að vita hvort að viðkom-
andi dýr var göltur eða gylta, en
gylturnar máttum við ekki skjóta,
bara grísi og gelti. Biðin gat orðið
allt frá einum klukkutíma upp í þrjá
og varð maður að vera nánast hreyf-
ingarlaus þann tíma. Kuldinn var
fljótur að segja til sín og eins gott að
vera vel dúðaður.
Þennan fyrsta morgun var ég
settur ásamt félögunum út í miðjan
skóg. Ég hafði tekið með mér lítinn
ferðastól og kom mér fy rir með hagla-
byssuna, hlaðna þremur skotum. I
góðan tíma mátti eingöngu heyra
í trjánum en skyndilega heyrðist
hundgá. Ég vissi, eftir það sem
Matti hafði sagt okkur kvöldið áður,
að það þýddi að hundarnir hefðu
staðnæmst og væru að gelta að svíni.
Maður getur reiknað það út að ef
geltið í hundunum verður háværara
þá eru þeir að nálgast mann og þá
er eins gott að vera viðbúinn því að
skyndilega getur svín komið æðandi
út úr skóginum.
Þar sem ég sat og beið og hund-
gáið var orðið nokkuð hávært birtist
rándýr í um það bil 20 metra færi og
beint þar á eftir komu þrjú önnur.
Ég varð hrikalega spenntur, hjartað
hamaðist og adrenalínið flæddi um.
Skyndilega rauf hávær skothvellur
kyrrðina og ég vissi að einhver hefði
fengið dýr á sig. Ég heyrði vélarhljóð
í bíl nálgast og þar var leiðsögumað-
urinn minn kominn. Hann gaf mér
merki um að koma og vera snöggur.
Við brunuðum af stað og hann sagði
mér að Hjálmar hefði skotið svín en
ekki náð að fella það. Blóðslóðin var
greinileg og Hjálmar hafði farið með
öðrum leiðsögumanni inn í skóginn
til þess að klára dæmið, sem hann
gerði. Það var göltur, u.þ.b. 100 kg.
Þetta var fyrsti reksturinn og
stuttu síðar var annar rekstur fram-
kvæmdur og þar náði Steini að fella
gölt sem var svipaður að stærð og sá
sem Hjálmar skaut. Um miðjan dag
var stoppað, einn leiðsögumaður
náði í vélsög og felldi lítið tré sem
hann hellti eldfimum vökva yfir og
bar eld að. Aðrir náðu í matarföng
af ýmsum toga, þar á meðal pylsur
sem við grilluðum yfir eldinum
og borðuðum með bestu list enda
menn orðnir svangir.
Það var komið að því að fara í
kvöldveiði sem fer þannig fram
að maður er staðsettur í turni eða
skothúsi sem er í um þriggja metra
hæð yfir jörð og bíður síðan eftir
bráðinni. Yfirleitt er setið til átta
eða níu á kvöldin og getur kuldinn
orðið ansi mikill. Þetta kvöld sá ég
þrjá elgi en ekkert svín og þannig
var minn fyrsti dagur við villisvína-
veiðar í Eistlandi.
(sjö metra fjarlægð frá bráðinni
Eftir tvo daga var ég sá eini sem ekki
hafði séð svín og var mér því boðið
að taka þátt í rekstri, sem sagt að
fara með leiðsögumanni og hundum
hans inn í skóginn að elta svín. Eftir
hálftíma heyrum við að hundarnir
eru búnir að finna svín og göngum
á hljóðið. Eftir smá tíma heyrum við
að hundarnir nálgast okkur og Teno
gefur mér skipun um að stoppa og
vera tilbúinn að skjóta ef svínið reyn-
ist vera göltur. Svínið og hundarnir
fara framhjá okkur án þess að við
sjáum nokkuð og hverfa aftur inn í
skóginn og við á eftir.
Eftir töluverðan tíma heyrum
við að hundarnir eru farnir að
gelta aftur og við göngum á hljóðið.
Við læddumst að hundunum og í
þéttum skóginum urðum við að
beygja okkur til þess að komast síð-
ustu metrana, hjartað sló eins og
maður væri búinn að hlaupa marga
kílómetra og spennan var hrikaleg
þar sem hundarnir geltu látlaust
að svíninu. Skyndilega, án þess að
vera búinn að sjá svínið, var það
komið af stað aftur og við á eftir á
fullu, það leið ekki langur tími þar
til hundarnir voru aftur búnir að
stoppa það.
Svitinn bogaði af mér og Teno hélt
ótrauður áfram og ég á eftir. Skyndi-
lega sáum við hundana og ég sá villi-
svín í fyrsta sinn. Loksins var komið
að því, færið var ca. tólf, þrettán
metrar og það starði á okkur. Trýnið
allt á kafi í snjó og snjórinn það mik-
illað við gátum ekki séð kynfærin, ég
var með svínið í dauðafæri og Teno
sagði mér að skjóta ef það myndi ráð-
ast á okkur. Nú var allt á suðupunkti,
hundarnir geltu látlaust, hjartað
hamaðist, adrenalínið flæddi og ég
blautur af svita eftir allan eltinga-
leikinn og samt mátti ég ekki taka í
gikkinn fyrr en ég væri fullviss um
að það væri göltur. Skyndilega snar-
sneri svínið sér og tók á rás og hvarf
aftur inn í skóginn. Ég bara trúði
þessu ekki. Teno var snöggur til og
hljóp á eftir hundunum og ég á eftir.
Það leið ekki langur tími þá var allt
aftur stopp og nú var svínið í innan
við sjö metra fjarlægð og í dauðafæri.
En þetta var gylta.
Hiklaust í aðra ferð
Það er varla hægt að lýsa tilfinning-
unum á þeirri stundu þegar Teno
öskrar og svínið tekur aftur á rás inn
í skóginn á ný með hundana á eftir
sér. Hann snýr sér að mér og segir
að þetta sé búið og við göngum í átt-
ina að bílunum. Þessi eltingaleikur
hafði tekið rúma þrjá klukkutíma
og endað svona hjá mér. Reyndar var
þessari viðureign eklci lokið hjá svín-
inu. Það svo gott sem réðist á Svenna
þannig að hann gat rétt vikið sér
undan þegar það fór yfir veginn og
inn í skóginn hinum megin. Það var
búið að láta allan hópinn vita að að
þetta væri gylta og að menn mættu
ekki skjóta og að sjálfsögðu hlýddu
menn þeirri skipun.
Þar sem hundarnir hættu ekki
veiðum sínum þá fór Teno ásamt fé-
laga sínum á eftir gyltunni og um
eitt leytið um nóttina var hún einu
sinni búin að reyna að ráðast á Teno
og fella félaga hans án þess að skaða
þá, þeir sáu ekkert annað í stöðunni
en að fella hana til þess að ná hund-
unum. Einn hundurinn var kominn
með ljótt sár sem gert var að strax
og daginn eftir var hann aftur kom-
inn á fullt í rekstur á ný.
Þetta var eina tækifærið sem ég
fékk á villisvíni í þessari ferð og það
gaf mér meiri spennu en nokkur
önnur veiði hefur gert i mörg ár. Án
þess að hika myndi ég fara aftur, sér
í lagi með jafn góðum félögum og ég
fór í þessa ferð.
Einar Páll Garðarsson.
ANTIK
Rýmingarsala
Viö flytjum af Laugavegi í Hafnarfjörö 30. apríl.
Opiö laugardag og sunnudag í báöum búöum.
30-70%
afsláttur
i s ®
JVntxkbúðtn
Laugavegi 101,
sími 552 8222
ANTIKBUÐIN
Bæjarhrauni 10b, Hafnarfirði
(bak við Hraunhamar),
sími 588 9595
KAUPUM OG SELJUM