blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaAÍÓ blaðið— Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net Varnarvandinn líkast til leystur á vettvangi NATO Valur Ingimundarson, sagnfrœðingur, telur sennilegast að Atlantshafsbandalagið komi að vörnum íslands. Ákvörðun Bandaríkjamanna hugsanlega brot á varnarsamningi. Heildarafli íslenskra skipa í febrúar- mánuði dróst saman um 10% miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Alls veiddust 214.251 tonn í febrúarmán- uði en á sama tíma í fyrra var aflinn 300.969 tonn. Samdrátturinn skýrist fyrst og fremst af lítilli loðnuveiði en í febrúar lönduðu íslensk skip tæpum 160 þúsund tonnum samanborið við 246 þúsund tonn í fyrra. BMIÖ/Frikki ilVlirTMIiftfi- Pylsubarínn LaugardaT' Valur Ingimundarson, sagnfræðingur. urnar frá Keflavík, en í framhaldinu sagði Davíð Oddsson, þáverandi for- sætisráðherra, að Bandaríkjamenn gætu ekki uppfyllt varnarsamning- inn með öðrum aðferðum. Gagn- kvæmur varnarsamningur þýddi að hann væri í þágu varna og öryggis beggja. Hvor aðili um sig yrði að meta lágmarksvarnir og annar hvor aðilinn gæti ekki breytt samn- ingnum eftir hentugleikum. Því hefur verið haldið fram að á fundi Davíðs Oddssonar og George W. Bush Bandaríkjaforseta árið 2003 hafi Bush heitið Davíð því að þoturnar yrðu ekki fjarlægðar. Valur bendir á að bandarískir emb- ættismenn hafi ekki viljað stað- festa þessa frásögn, en tslendingar hafi talið nokkra tryggingu felast í þessum fundi, a.m.k. þangað til samkomulag tækist um aðra tilhögun. Þetta hefur nú breyst og er nú rætt hvort í Hvíta húsinu hafi verið litið svo á, að þessi afstaða hafi verið bundin við persónu Davíðs Oddssonar, en ekki eftirmenn hans í embætti. Ákvörðun Bandaríkjamanna brot á varnarsamningi? „Þess vegna er það góð og gild spurn- ing nú, hvort Bandaríkjamenn séu að brjóta varnarsamninginn með þessari ákvörðun sinni. Samkvæmt varnarsamningnum á samsetn- ing herliðsins að vera sameiginleg ákvörðun ríkjanna beggja,“ segir Valur og vísar til þess að lögfræð- ingar bandaríska varnarmálaráðu- neytisins í Pentagon hafi skoðað málið fyrir nokkrum áratugum og þá komist að þeirri niðurstöðu að slík einhliða ákvörðun myndi brjóta í bága við samninginn. Valur gerir ráð fyrir að íslend- ingar þurfi að leita á náðir NATO um varnir landsins og telur ýmsa kosti hvað það varðar. Minnir hann á að NATO hafi á þann hátt annast loftvarnir Eystrasaltsríkjanna og hafi flugsveitir frá hinum ýmsu að- ildarríkjum skipst á að sjá um þær. „I því samhengi er svo sennilegt að stjórnvöld ráðfæri sig við Norðmenn og Dani, enda er þeim málið skylt." Aðspurður um hvort til greina kæmi að semja við Breta um loft- varnir Islands telur hann ekki ósennilegt að íslendingum hugnist varnasamstarf við Bretland, milli landanna sé traust samband og vin- átta. „En þó Islendingum kunni að finnast Bretar áhugaverður kostur held ég að áhugi Breta sé af skornum skammti." Einu skrefi nær fríblaði Dagsbrún hf. hefur stofnað sér- stakt félag í Danmörku sem eru fyrstu skrefin í átt að útgáfu frí- blaðs í líkingu við Fréttablaðið í Danmörku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Dagsbrún í gær. Félagið ber nafnið Media Scandinavia A/S og er því ætlað að „taka yfir þá vinnu sem lögð hefur verið í undirbúning að stofnun nýs dagblaðs í Dan- mörku“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Auk undirbúnings að stofnun nýs dagblaðs mun 365 Media Scandinavia A/S vinna að stofnun fyrirtækis utan um dreifikerfi hins nýja dagblaðs. „Vinnan við undirbúning að út- gáfu nýs dagblaðs er komin það langt að rétt er að áframhald hennar verði innan sérstaks félags í Danmörku. Þetta félag mun jafnframt verða vettvangur okkar til að skoða önnur tæki- færi á fjölmiðlamarkaði á Norð- urlöndum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri félagsins. Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 03 14 01 -04 05 01 -03 01 05 15 14 -07 01 13 03 08 0 06 01 16 05 06 ✓ s s ' Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands Á morgun AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Staðfesta óbreytt láns- hæfismat Alþjóðlega lánsmatsfyrirtækið Standard & Poor’s staðfesti í gær óbreytt lánshæfismat íslenska ríkis- ins og óbreyttar horfur. Langtíma- skuldbindingar ríkissjóðs í erlendri mynt fengu lánshæfiseinkunnina AA- og langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum AA+. Þá voru horfur um lánshæfismat sagðar vera stöðugar. I greinargerð frá Standard & Poor’s kemur fram að lánshæfi- seinkunn Islands byggi á stöðugu stjórnkerfi og mjög auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Sérfræðingar hjá Standard & Po- or’s vara þó við vaxandi ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem m.a. skap- ast af hraðvaxandi innlendri eftir- spurn sem knúin er áfram af vænt- ingum neytenda og fyrirtækja. Til að sporna við þessu og viðhalda láns- hæfiseinkunninni þarf að standa við langtímastefnu stjórnvalda í rík- isfjármálum og auka aðhaldið enn frekar að mati Standard & Poor’s. Minnkandi afli Valur Ingimundarson, sagnfræð- ingur, telur sennilegast að varnir íslands verði teknar upp á vettvangi Atlantshafsbandalagsins (NATO) svo skjótt sem auðið er, en segir jafnframt líklegt að sérstakt samráð verði haft við hinar Norðurlanda- þjóðirnar í NATO. I samtali við Blaðið taldi Valur erfitt að segja til um hvað valdið hafi hinni afdráttarlausu ákvörðun Bandaríkjamanna, sem kynnt var á miðvikudag. „Ég bara veit það ekki,“ segir Valur, en í ávörðuninni fólst að hér á landi verða ekki bandarískar loftvarnir lengur en fram á haust og óvissa er raunar um allan varnar- viðbúnað Bandaríkjanna hér á landi. „íslendingar eru í þrengri stöðu en ella vegna þeirra yfirlýsinga, sem féllu í varnarviðræðunum 2003, en þá var því hótað að varnarsamn- ingnum yrði einfaldlega sagt upp ef Bandaríkjamenn flyttu orrustuþot- urnar á brott.“ Vorið 2003 tilkynntu bandarísk stjórnvöld þá einhliða ákvörðun sína að fjarlægja bæði þoturnar og þyrl- (^) Heiðsklrt Léttskýjað wh Skýjað A Alskýjað - ■■ Rignlng, lltilsháttar //* Rlgnlng 5 9 Súld + 'f' Snjðkoma V' / Slydda v~7 Snjóél \—7 ’ * v v V Skúr Fylgst með umræðunni Nemendur f Verslunarskóla fslands fylgdust spenntir með ræðu Geirs H. Haarde um utanríkismál á Alþingi í gær. Nemendurnir voru í vettvangasferð og fengu að fylgjast með umræðum um brotthvarf Bandaríkjahers frá islandi, sem er eitt helsta umræðuefni íslenskra stjórnmála þessa dagana.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.