blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 35
blaöið FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006
i - '5V ?/\ \U '11
AFÞREÝING I 35
Lœrimeistarinn Jolie
Drew Barrymore leitaði til Angelinu
Jolie til að fá ráð fyrir Afríkuferð
sem hún fór í nýverið. Þar tók Barry-
more myndir af fátækum skóla-
börnum fyrir tímaritið Marie Claire.
Henni þótti líklegt að bestu ráðin
kæmu frá Jolie sem er sendiherra
Sameinuðu þjóðanna og þekkir til
málefnisins.
Barrymore fór ásamt ritstjóra
tímaritsins, Lesley Jane Seymour,
og nokkrum fulltrúum matvæla-
aðstoðar Sameinuðu þjóðanna í
nokkra skóla í nágrenni Naíróbí.
Barrymore þókn-
aðist ekki að líta út
eins og hinar kvik-
myndastjörn-
urnar með
myndavél-
ina á lofti svo hún leitaði til Jolie.
„Ég vildi fara af því að ég las grein
í New York Times um fría menntun
sums staðar í Afríku þar sem skóla-
stofurnar bókstaflega rifnuðu vegna
þess hversu margir vildu koma.
Ég virði Angelinu mjög mikið og
hringdi i hana til að biðja um ráð-
leggingar. Hún var mjög hjálpsöm
og indæl. Mér finnst hún standa sig
frábærlega," segir Barrymore.
Myndirnar verða seldar á uppboði
og rennur ágóðinn til World Hunger
Campaign.
Clooney brjál-
aður út í blogg
George Clooney er bálreiður vegna
ummæla sem eignuð eru honum á
bloggi Ariönnu Huffington, banda-
rískrar konu sem áberandi er í
lífi þotuliðsins og þeirra sem eru
stjórnmálalega þenkjandi.
Clooney hafði gefið samþykki
sitt fyrir að Huffington mætti nota
hugsanir sínar og gagnrýni á stefnu
Demókrataflokksins á bloggsíðu
sinni en hafði ekki hugmynd um
að snúið yrði út úr ummælunum.
„Það sem hún (Huffington)
hafði ekki leyfi fyrir var að
nota einungis svör min í blogg-
inu,“ segir Clooney. „Lesand-
inn er leiddur í gildru þar sem
hann kemst að þeirri niður-
stöðu að ég hafi skrifað greinina.
Þetta er ekki mitt verk heldur svör
við spurningum og þar er mikill
munur á. Ég stend við það sem ég
sagði en ég skrifaði ekki þessa
færslu."
í blogginu segir Clooney
m.a.: „Hræðslan við gagn-
rýni getur verið lamandi.
Líttu bara á það hvernig demókratar
hafa hlaupið í burtu með skottið á
milli lappanna í umræðunni um að-
draganda Iraksstríðsins."
„Arið 2003 spurðu margir hver
tengingin væri milli Saddam og Os-
ama. Hvernig tengist írak því sem
gerðist ellefta september?"
„Við verðum að vera sammála
um það að maður getur vel verið
föðurlandsvinur þótt
maður vilji að þeir
sem stjórna land-
inu taki ábyrgð á
gjörðum sínum
og geri grein
fyrir þeim.“
Ummmm...
PANINI
Ekta ítalskt og brakandi ferskt!
ÞITT ERVALIÐ
SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFDA • ESSO FOSSVOGI
BUXNAPILSIN VINSÆLU SEM
FERMINGARSTELPURNAR
HAFA BEÐIÐ EFTIR ERU KOMIN
phink
ALLIR SEM VERSLA FERMINGARFOT I EXIT KRINGLUNNI OG SMARALIND
GETA UNNIÐ GLÆSILEGT FOOSBALL SPIL DREGIÐ 10. APRIL.