blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaðið „Nánast verið að setja í gang rýmingaráætlun" Verkalýðsleiðtoginn Kristján Gunnarsson segirþað koma á óvart hversu hröð atburðarásin í tengslum við brottflutning varnarliðsins er og aðfólki á svœðinu sé mjög brugðið. Danir tapa á ís- lensku krónunni mbl.is | Dönsku fjármálafyrirtækin Nykredit og Nordea seldu fjök mörgum dönskum viðskiptavinum sínum sparnaðarleiðir sem tengdar eru gengi íslensku krónunnar. Við- skiptavinirnir fjárfestu fyrir rúma fimm milljarða króna skömmu áður en gengi krónunnar fór að veikjast og nú hefur þessi sparnaður rýrnað svo um munar að því er kemur fram í ffétt Berlingske Tidende í gær. Um svokölluð skuldabréf í íslenskum krónum er að ræða og sagði Peter Rixen, einn af forstöðu- mönnum Nordea, að efnahagur fslands væri eins og eldfjall, þ.e. svo mikill væri hagvöxturinn en líka viðskiptahallinn. Hann myndi leiða til veikingu krónunnar þegar til lengri tíma væri litið, en til skamms tíma sagðist Rixen reikna með að krónan myndi styrkjast. Krónan veiktist hins vegar miklu fyrr og miklu hraðar heldur en bæði Nordea og Nykredit höfðu reiknað með og nú situr fjöldi danskra spari- fjáreigenda uppi með sárt ennið, samkvæmt frétt Berlingske Tidende. Boðað til borg- arafundar Þjóðarhreyfingin hefúr boðað til almenns borgarafundar í Háskóla- bíói á morgun, laugardag, klukkan 13. Tilefni fundarins er að þá verða þrjú ár liðin frá innrásinni í írak.Á fundinum verða sýndar tvær heim- ildarmyndir um innrásina í írak en að þeim loknum verður boðið upp á pallborðsumræður þar sem m.a. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Hallgrímur Helgason, rithöfundur, taka þátt. Umsvif varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli hafa minnkað mjög mikið síðustu ár og nú liggur fyrir að þau muni minnka ennþá frekar. Á starfs- mannafundi sem boðaður var með skömmum fyrirvara í gærmorgun, og um 2000 hermenn og starfs- menn varnarliðsins sóttu, var farið yfir þá stöðu sem nú er komin upp. Þar kom fram að hermenn verða einfaldlega fluttir til en einnig að ís- lenskir starfsmenn geti gert ráð fyrir að fá uppsagnarbréf á næstu dögum og vikum. Hröð atburðarás Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur, segir það koma á óvart hversu hröð þessi atburðarás er. „Mér sýnist að það sé nánast verið að setja í gang rýmingaráætlun. Sumir starfsmenn varnarliðsins fréttu ekki af þessu fyrr en i gær- morgun og fengu síðan strax í kjöl- farið boðun á starfsmannafundinn. Þar var það tilkynnt formlega að herinn færi og óskað eftir vinsam- legum samskiptum við starfsmenn um málið,“ segir Kristján. En hvernig er hljóðið í fólkinu á svæðinu? „Þetta var auðvitað áfall svona til að byrja með. Auðvitað segja allir núna að við höfum átt von á þessu en þegar þetta er síðan tilkynnt á þennan formlega hátt þá bregður mönnum óneitanlega í brún.“ Kristján segir að sérstaka athygli veki að samkvæmt fundinum í gær- morgun hefjist breytingar á starf- semi varnarliðsins nú þegar. „Ég tel að þetta muni hellast yfir okkur á miklu meiri hraða en gert var ráð fyrir,“ segir Kristján. Helmings fækkun hermanna Það þarf ekki að leita langt aftur í tímann til að sjá að samdráttur hjá varnarliðinu hefur verið stöðugur síðustu árin. Þannig voru hér tæp- lega 3.300 hermenn árið 1990 og með fjölskyldum þeirra dvöldu hér á landi tæplega 5.000 einstaklingar á vegum hersins það árið. Þá voru ís- lenskir starfsmenn tæplega 1.100. Nýjustu tölur um fjölda hermanna og starfsmanna sýna hins vegar að nú dvelja hér um 1.250 hermenn og með fjölskyldum eru þetta um 2.800 einstaklingar. Islenskir starfsmenn eru hins vegar nú innan við 600. Samkvæmt því sem fram kom á starfsmannafundinum í gær geta meira og minna allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins átt von á uppsagnarbréfi á næstu dögum og vikum. Það segir ekki nema hálfa söguna því talið er að um 400 aðrir íslendingar hafi beint eða óbeint lifi- brauð sitt afvarnarliðinu. Það er því ljóst að brotthvarf hersins er mikið áfall fyrir atvinnulíf á Suðurnesjum, sérstaklega þegar litið er til þess að um 70% af öllum starfsmönnum þess eru búsettir á svæðinu. íslenskirstarfsmenn Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða starfsemi mun verða á varnar- svæðinu á Keflavíkurflugvelli í fram- tíðinni, hvort og þá hversu margir hermenn muni þar búa o.s.frv. Þannig vildi til að mynda Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðs- ins, ekkert segja til um hvað fram- tíðin bæri í skauti sér þar sem fréttir af brotthvarfi hersins hefðu borist svo nýlega. Hermenn og fjölskyldur þeirra Orkuverð hækkar í kjöl- far frjálsrar samkeppni Frá 43*895 kr. Vinsætasta sólarströnd Ítalíu frá 43.895 kr. Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, vikuferð í maí eða 21. júní. Riviera íbúðahótelið. Heimsferðir Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður simi: 510 9500 þremur árum. í nóvembermánuði 2002 nam raforkukostnaður heim- ilis á höfuðborgarsvæðinu miðað við verðskrá Orkuveitu Reykjavíkur 34.426 krónum. 1 dag er þessi kostn- aður kominn upp í 39.987 krónur og hefur því hækkað um alls 4.961 krónur eða 16%. Mest er þó hækk- unin í Hafnarfirði og Reykjanesbæ en þar hækkaði kostnaður vegna raforkukaupa heimila um 23% milli kannana. Almennt hefur raforkuverð á landinu öllu hækkað á milli kann- ana nema á Selfossi, í Borgarbyggð, á Sauðárkróki og á Egilsstöðum en þar hefur verð lækkað um 3 til 11%. Ný raforkulög tóku gildi um síð- ustu áramót sem kveður á um frjálsa samkeppni á raforkumarkaðinum. Framkvæmd laganna hefur þó verið slegið á frest fram á mitt ár af tækni- legum ástæðum. Skilar sér ekki til neytenda Að sögn Þuríðar Hjartardóttur, fram- kvæmdastjóra Neytendasamtak- anna, hafa menn töluverðar áhyggjur af því að ný raforkulög muni aðeins skila sér í verðhækkunum til neyt- enda. „Það er ekki óeðlilegt að verð hækki eitthvað á milli kannana en þessi hækkun er langt fyrir ofan það sem má telja eðlilegt. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að þessi samkeppni muni ekki skila sér til neytenda og í könnun sem Alþýðu- samband íslands gerði á dögunum mátti skynja sama áhyggjutón." Þuríður bendir á að nú þegar hafi raforkuverð til framleiðanda hækkað og það muni fyrr eða síðar koma fram í vöruverði. Þá bendir hún á að þó raforkuverð hafi lækkað í sumum þéttbýliskjörnum úti á landi sé raforka enn ódýrustu á höfu- borgarsvæðinu. „Það hefur orðið verðlækkun á sumum svæðum en sennilega vegna þess að það var svo hátt á sínum tíma. Fyrir þremur árum var 45% verðmunur á milli suðvesturhornsins og annarra land- svæða en nú er hann bara 5%.“ Orkuverð til heimila á höfuðborg- arsvæðinu hefur hækkað um allt að 23% á síðustu þremur árum sam- kvæmt verðkönnun Neytendasam- takanna sem birt var í gær. Fram- kvæmdastjóri samtakanna segist óttast að frjáls samkeppni á raforku- markaðinum muni ekki skila sér til neytenda í lægra verði. Mesta hækkunin í Hafnar- firði og í Reykjanesbæ Samkvæmt könnun Neytendasam- takanna hefur raforkuverð á höf- uðborgarsvæðinu hækkað töluvert umfram verðbólgu á síðastliðnum Lestrardagar BlaliMngó Þessa dagana standa yfir lestrardagar hjá nemendum Varmárskóla i Mosfellsbæ. Þessi ungi maður sat einbeittur yfir bókinni þegar Ijósmyndari Blaðsins átti leið hjá og leit ekki einu sinni upp þegar smellt var af.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.