blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 22
22 I GÆLUDÝR FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 blaöið Vinalegi íraninn er lítið gefinn fyrir ys og þys Persneskir kettir eru elstu rœktuðu kettir í heimi. Feldurinn er íburðarmikill ogþarfnast athygli eigandans. Silfurlitaður sterling Sökum þess hversu margbreyti- legur persneski kötturinn er var í Bandaríkjunum reynt að fá ólíkar tegundir Persakatta flokkaðar niður í fleiri flokka. Til dæmis var reynt að flokka silfurlita Persa undir nafn- inu Sterling, en það var ekki sam- þykkt og Persar eru því dæmdir sem ein heild en ekki eftir lit feldsins. í Suður-Afríku gekk kattaræktendum hins vegar betur að fá aðra flokka í gegn. Til dæmis viðurkennir suður- afríski kattakonsúllinn (e. SA Cat Council (SACC)) nýja tegund af Persum undir nafninu Chinchilla, Boðskort láttu okkur sjá um boðskortið fyrir ferminguna Það kemur vart á óvart að pers- neski kötturinn er talinn koma frá gömlu Persíu, landinu sem í dag kallast íran. Eftir að hann var ræktaður saman við breskt kattarkyn sem er síðhært eins og Persinn, varð hins vegar aðeins erfiðara að staðfesta upprunann. Sýningarhæfur Persaköttur er með mjög síðan og þykkan feld, stutta fætur, breitt höfuð, langt á milli eyrnanna og ákaflega lítið og klesst trýni. Upprunalega var Persinn ekki með þetta útlit, en með tímanum hefur það færst í vöxt hjá ræktendum að vilja hafa trýnið sem flatast, sér í lagi í Norður-Ameríku. Út af þessu eiga Persakettir oft við heilsufarsvanda að stríða; ennisholurnar stíflast, þeir eiga í vandræðum með að anda og augun fyllast stöðugt af tárum. Varkárir kattaræktendur forðast þó þessi einkenni þar sem markmið þeirra eru alltaf fyrst og fremst að búa til heilbrigð og falleg dýr. Feldir Persakatta geta verið hvernig sem er á litinn, en algengastir virðast vera hvítir eða koparlitir Persar. Álfabakka 14 - s. 557 4070 myndval@myndval.is Hvœstu á köttinn! www.myndval.is Chinchilla kattarins er örlítið lengra en Persa kattarins, sem gerir það að verkum að hann á síður við öndunar- erfiðleika að stríða og glímir heldur ekki við táraflóð úr augunum. Feldur Chinchilla kattarins er hálf gegnsær og aðeins hárendar eru með örlitlum dökkum lit. Þetta breytist um leið og Chinchillan fjölgar sér með hreinræktuðum Persa. Sökum þess hversu íburðarmikill feldur Persakattarins er geta þeir ekki séð um að halda honum við sjálfir og eigendur þeirra þurfa að vera duglegir að kemba og hirða um feldinn. Feldurinn verður fal- legastur ef eigandinn baðar köttinn reglulega, þurrkar honum vandlega á eftir og gleymir ekki að kemba daglega. Það þarf líka að skoða augu þeirra reglulega þar sem sum dýr eiga í vandræðum með að halda þeim hreinum. Persakettir eru vinalegar, rólegar og hlýjar skepnur og henta mjög vel sem innikettir þar sem þeir eru vana- lega lítið gefnir fyrir ys, þys og læti. en til að öðlast slíka „sæmd“ þarf k ö 11 u r - inn að rekja fimm ættliði aftur til forfeðra sem einnig eru af Chinchilla ættum. Trýni Efkötturinn þinn bítur og klórar skaltu bregðast við eins og hann. Ef kisi litli vill bíta þig þegar þið eruð að leika ykkur þá átt þú að bregðast við eins og köttur; hvæstu á kisa! Eða öskraðu af sársauka. Þá hættir hann um leið og neitar eflaust að leika meira við þig í billi, en gefðu því smá stund og hann kemur tví- efldur til baka, án þess að vilja læsa í þig tönnum. Ef þér skyldi blæða þegar köttur bítur þig þá er það þjóðráð að nudda blóðinu við nefið á honum. Það ætti að verða til þess að hann geri það ekki aftur enda er óþarfi að bíta af höndina sem fæðir mann. Gólfteppi og klóruprik Sumir kattaeigendur lenda í vand- ræðum þegar kisi byrjar að tæta upp teppið, jafnvel þó að hann eigi rándýrt klóruprik. Prófaðu aðeins að setja þig í spor kattarins. Er klóru- prikið hugsanlega líkt gólfteppinu? Til aö fá köttinn ofan af því aö klóra sófann eða gólfteppið niður í frumeindir er um að gera að kaupa handa honum fallegt klóruprik. Hmmm loðið klóruprik? Loðið gólf- teppi? Sami hluturinn! Þar sem það er töluvert ódýrara að skipta út klórupriki en gólfteppi þá er viturlegt að skreppa í næstu gælu- dýrabúð og kaupa bara nýtt prik, en í þetta sinn eins ólíkt gólfteppinu og það getur orðið. Til dæmis er gott að kaupa prik sem er vafið kaðli eða hreinlega bara úr einhverju gervi- efni sem er gott fyrir kisur. Vendu köttinn þinn eftir bestu getu á að nota prikið en ef þú tekur eftir því að hann sæki enn í sama blettinn á gólfteppinu þá gæti ástæðan hugsan- lega verið sú að það leynist einhver spennandi lykt í teppinu. Prófaðu að hreinsa teppið og sjá svo hvað setur. Kisur eru almennt ekki svo vitlausar skepnur. Eftir margítrekaðar ferðir frá teppi yfir að klórupriki ætti þetta að síast inn. Mundu bara að þolinmæði þrautir vinnur allar. margret@bladid. net Pakki fyrir fríar rásir Pakkatilboó fyrir fríar rásir (FTA) Diskur, nemi og móttakari Kr. 24.900,- FRÍAR SJÓNVARPSRÁSIR Reality TV Audi Channel Sky Three BBC1 Baby Channel Matinee Movies BBC2 Bad Movies Real Estate IV BBC3 CBBC Reality TV BBC4 Men & Motors Reality TV +1 BBC News 24 GolfTV Record TV BBC Parliament CBeebies Revelation ITV1 Golf Pro-Shop S4C ITV2 Hollywood TV S4C2 ITV3 HorrorChannel TeachersTV ITV4 BEN TalkSPORT Sky News Euronews Thomas Cook B4U Music CNN Thompson TV CCTV-9 Dating Channel Travel Channel Extreme Sports Avago B4 WineTV GOD Channel OBE TWC SPORTS True Movies Playboy One Poker Channel FizzTV PCNE Chinese POP MaxTV LifeTV Sailing Channel FRIENDLY TV Zee Music The Vault Tiny Pop Travel Ch 2 TBN Europe Dating Challenge o.fl www.eico.is SKÚTUVOGI 6 SÍMI 570 4700

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.