blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 37

blaðið - 17.03.2006, Blaðsíða 37
blaðið FÖSTUDAGUR 17. MARS 2006 DAGSKRÁ I 37 PlayStation 3 kemur í nóvember Raftækjarisinn Sony hefur tilkynnt að PlayStation 3 leikjatölvan komi út í Japan, Norður-Ameríku og Evrópu á sama tíma næsta haust. Nákvæm- ur útgáfudagur hefur ekki verið gef- inn upp en vélinni er lofað snemma í nóvember. PlayStation 3 verður síðasta vélin til að koma út í svokallaðri þriðju kynslóð leikjavéla. Þegar er komin á markað Xbox 360 frá Microsoft og snemma í sumar er von á Nintendo Revolution. Illa hefur gengið hjá Microsoft að koma vélum sínum til neytendanna og var skortur á þeim allvíða fyrir jól. Sony hyggst koma í veg fyrir slík vandræði og segist framleiða um milljón véla á mánuði. Þéttskipuð Meðal þess sem hin nýja leikjatölva mun skarta er stuðningur við svo- kallaða blágeisladiska (Blue-ray discs). Þeir hafa mun meira gagna- pláss en nútíma DVD diskar en á ein- um diski má geyma allt að 50 GB af gögnum í stað 9 GB á DVD diskum. Búist er við því að með tilkomu disk- anna muni ýmislegt breytast á sviði leikjatölva og kvikmynda. Auk þess mun verða hægt að nota tölvuna með háskerpusjónvörpum og lofar Sony að myndgæðin verði engu lík. Þar að auki verður hægt að tengja tölvurnar við háhraða Internet með tilheyrandi möguleikum. Mikilvœgi „Sannleikurinti er mikilvcegari en staðreyndirnar." Frank Lloyd Wright, bandarískur arkitekt (1869-1959) Þennan dag... ...árið 1756 var í fyrsta skiptið haldið upp á dag heilags Patreks í New York. Það var á Crown og Thistle kránni sem hátíðahöldin fóru fyrst fram. Nú eru hátíðahöldin um allan heim til að fagna heilögum Patreki, verndardýrlingi Irlands. Eins og gefur að skilja er liturinn grænn áber- andi á skemmtunum þessum. Sjónvarpið, 20.10 Latibær Sí- vinsæl þáttaröð um Iþróttaálfinn, Glanna glæp, Sollu stirðu og vini þeirra í Latabæ. Frábært sjónvarps- efni fyrir unga sem aldna sem hefur lagt heiminn að fótum sér. Textað á síðu 888 í Textavarpi. á tilboði 3+2+1 kr 269 OOO---------tilboösverð kr. 215.400 Btgr Stöð 2, 20.00 Simpsons Þegar Quimby borgarstjóri ákveður að leyfa hjónavígslu samkynhneigðra í Springfield í þeirri von að auka ferðamannastrauminn neitar séra Lovejoy að gefa þá saman. Þá grípur Hómer gæsina, með dollaramerki í augum, nær sér í vígsluréttindi og tekur að maka krókinn með því að sérhæfa sig í hjónavígslu samkyn- hneigðra. mmmmsmmm Sirkus, 20.30 Fabulous LifeofMary- Kate & As- hley Skyggnst innílíftvíbur- anna frægu sem eru marg- milljónamær- ingar. Hvernig hafa stúlkurnar það og hvernig eyða þær fjármununum? Stöð 2,23.05 The Era of Vampire (Á tímum blóðsugunnar) Rækilega blóðug og spennandi Hong Kong- mynd sem sameinar þrjár tegund- ir kvikmynda: blóðsugumyndina, draugamyndina og bardagamynd- ina. Stranglega bönnuð börnum. 3+1+1 kr. 244.600--------tilboðsverð kr. 195.900 stgr. 3+2 kr 202 100-----------tilboösverð kr. 161.900 Btgr 3ja sæta kr 110 800 — tilboðsverð kr. 88.900Btg, LIIMAISI H Ú S G Ö G N SUÐURLANDSBRAUT 22 • SlMI 553 7100 • www.linan.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.