blaðið - 28.03.2006, Side 8

blaðið - 28.03.2006, Side 8
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðiö 8 I ERLENDAR FRÉTTIR Vildu fá ömmu í herinn Sonia Goldstein, sem er 78 ára gam- all ellilífeyrisþegi í Kalíforníu, brá í brún þegar hún opnaði póstinn sinn á dögunum. Meðal þeirra bréfa sem hún fékk var ósk frá Bandaríkjaher um að hún hugleiddi alvarlega að ganga til liðs við landgönguliðið. Hermálayfirvöld höfðu sérstakan áhuga á að njóta „hinna einstöku tungumálahæfileika hennar.” Þrátt fyrir áhugann bentu þeir ömmunni á að líf landgönguliðans sé erfitt og reyni á andlegt og líkamnlegt atgervi. „Hinir einstöku tungumálahæfi- leikar' Soniu Goldsteins felast í góðri enskukunnáttu, því móðurtungan er eina málið sem hún talar. Sonia, sem styðjast þarf við göngugrind til Sonia Goldstein treystir sér ekki til að ger- ast landgönguliði í bandaríska hernum þess að komast ferða sinna, segist til- búin að gera allt fyrir föðurland sitt en segist ekki nógu spræk til þess að geta gerst landgönguliði. Talsmaður Bandaríkjahers afsakaði bréfsendinguna og sagði mistök hafa átt sér stað. Strepsils töflur eru látnar renna í munni og leysast þar hægt upp. Þannig nást fram staðbundín sótthreinsandi áhrif í munni og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi áhrif sem slá á ertingu. Venjulega er ein tafla látin leysast hægt upp í munni á 2-3 klst fresti. Lyfið þarf venjulega að nota i 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. Einnig má leysa upp 1 -2 töflur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins hefur enain áhrif á önnur lyf sem notuð eru samtímis. Ofnæmi eða ofnæmislík viðbrógð geta komió fyrir en eru afar sjaidgæí. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöflur. sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu fylgja viðurkenndar leióbeiningar á íslensku um notkun lyfsins. sem gott er að kynna sér vel. Geymið þar sem börn nvorki ná til né sjá. HALSTOFLUR - eina skráða hálslyfið á íslandi. VLyf&heilsa Við hlustum! Austurstræti ■ Austurveri • Domus IVIedica • Firði, Hafnarfirði ■ Fjarðarkaupum Glæsibæ ■ Hamraborg Kópavogi ■ JL-húsinu ■ Kringiunni i ,hæð • Kringlunni 3.hæð Melhaga ■ Mjódd ■ Mosfellsbæ ■ Salahverfi • Eiðistorgi ■ Hellu • Hveragerði • Hvolsvelli Kjarnanum Selfossi • Vestmannaeyjum • Þorlákshöfn ■ Dalvík • Glerártorgí Akureyri Hrísalundi Akuroyri • Ólafsfirði ■ Akranesi ■ Keflavik Gengið til þingkosn- inga í ísrael í dag Reuters Hermenn bera kassa með utankjörstaðaratkvæðum frá Kerim Shalom eftirlitsstöð- inni við landamæri Egyptalands. Þingkosningar hefjast í Israel í dag, þriðjudag og benda kannanir und- anfarna daga til þess að Kadima- flokkurinn, sem Ariel Sharon þá- verandi forsætisráðherra stofnaði á síðasta ári, muni fá 34 af 120 þing- sætum. Ehud Olmert, starfandi for- sætisráðherra og leiðtogi flokksins, hefur lýst því yfir að hann þurfi að vinna að minnsta kosti, 40 þing- sæti, til þess að geta myndað ríkis- stjórn með starfshæfan meirihluta á þingi. Samkvæmt könnunum verður þetta í fyrsta skipti í áratugi að annar flokkur en Verkamanna- flokkurinn eða Likud-bandalagið fái flest þingsæti. Talið er líklegt að Kadima-flokk- urinn myndi stjórn með Verka- mannaflokknum eftir kosning- arnar ef spár kannana undanfarna daga ganga eftir. Helsta kosningamál Kadima- flokksins er að draga endanleg landamæri Israelsríkis fyrir árið 2010. Til þess að framfylgja þeirri stefnu munu nokkrar landnema- byggðir Israelsmanna á Vestur- bakkanum verði y firgefnar og hluti af landsvæði Palestínu innlimaður í Ísraelsríki. Palestínumenn hafa lýst því yfir að ef tillögurnar gangi eftir kippi það efnahagslegum stoðum undir tilvist palestínsks ríkis. Olmert hefur lýst því yfir að hann muni framfylgja þessari stefnu án samráðs við Palestínu- menn ef þurfa þyki en jafnframt ítrekað að ísraelsstjórn muni ráð- færa sig við helstu bandamenn sína um framtíðarlandamæri ríkisins. Mikill viðbúnaður er í ísrael í dag en óttast er að hryðjuverka- menn láti til skara skríða til þess að trufla kosningarnar. Yfir 20 þúsund lögreglumenn hafa verið kallaðir út til að tryggja öryggi kjós- enda og frambjóðenda. „Ég á óvini i Þýskalandi" Lech Kaczynski, forseti Póllands, segir logið upp á sig íþýskum fjölmiðlum. Lech Kaczynski, forseti Póllands, hefur sakað stjórnvöld í Þýska- landi um óeðlileg afskipti af innan- ríkismálum og kveðst eiga óvini í nágrannaríkinu. Grunnt hefur verið á því góða með nágrönnunum að undanförnu og er sú staða mála einkum rakin til ummæla forsetans sem þykir afar yf- irlýsingaglaður stjórnmálamaður. „Ég a óvini í Þýskalandi,“ sagði hinn íhaldssami Kaczynski í viðtali við slóvakíska dagblaðið Pravda á dögunum. Fullyrti forsetinn að þýskir fjölmiðlar hefðu breitt út um hann lygar og óhróður. Fyrr í þessum mánuði sagði Kaczynski í viðtali við þýska dag- blaðið Die Welt að Evrópusambandið væri „hreinn tilbúningur“ og heldur máttlaust fyrirbrigði þar sem fjárlög þess væru aðeins „táknræn". Þessi ummæli vöktu athygli í Þýskalandi og frá þeim var greint. Nú segir Póllandsforseti að allt sé þetta hreinn tilbúningur. „Þetta er hreinn uppspuni. Þetta er fráleitt. Lech Kaczynski telur sig eiga óvini í Þýskalandi og segir Evrópusambandið vera tilbúning. Allt er þetta tómur misskilningur,“ sagði Kaczynski í viðtali við Pravda. Hann vék sér því næst að því að gagnrýna þýsku ríkisstjórnina og afstöðu hennar til stjórnarskrár Evr- ópu sem kjósendur í Frakklandi og Hollandi höfnuðu í fyrra í þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Ég er hlyntur því að fram fari viðræður um stjórnar- skrána en ekki á þeim grundvelli sem Þjóðverjar hafa lagt til,“ sagði Kaczynski. „Stjórnin í Berlín getur ekki sagt Pólverjum fyrir verkum,“ bætti hann við. Kaczynski var kjörinn forseti Póllands í fyrra. Hann telst vera íhaldsmaður og grunnt er á þjóð- ernishyggju í málflutningi hans. 1 kosningaharáttunni lagði hann ríka áherslu á sérstöðu Póllands gagnvart Evrópusambandinu og Þýskalandi sérstaklega. Féll sú nálgun hans í frjóan svörð, að mati fréttaskýrenda. Fyrr í þessum mánuð hélt forset- inn í sína fyrstu opinberu heimsókn til Þýskalands. Hann átti þar fund með Angelu Merkel kanslara sem leitast hefur við að bæta samskipti ríkjanna. Þótti Kasczynski sýna þeirri viðleitni hennar lítinn áhuga. DANISH DESIGN r KVIK opnar verslun á Islandi 31. mars 2006 opnar Kvik glæsilega verslun að Skútuvogur I IA í Reykjavi1<. Við hjá Kvik teljum að ,,a(íir eigi rétt á flottu eldhúsi" og við seljum nýtískuleg eldhús og baðherbergi á lágu verði í meira en 80 vei-slunum um alla Evrópu. Einstök hugmynd Kvik felur í sér danska hönnun í hæsta gæðaflokki á lægsta verði sem býðst á mai'kaðnum og skjótri afgreiðslu á draumaeldhúsinu þínu. Komdu í heimsókn um opnunarhelgina föstudaginn 3I. mars til sunnudagsins 2. apríl 2006 og taktu þátt í keppni um gjafakort frá Kvik að andvirði 100.000,-. ALLIR EIGA RÉTT Á FLOTTU ELDHÚS nádor' 0- kvik

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.