blaðið - 28.03.2006, Page 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðiö
Jústsjenkó milli steins og sleggju
Auðvelt að skipta
um myndefni
www.somskipti.is
verð frá
kr. 2.4 90 +24,5% vsk
inm-.u
skilti
upplýsingor í
síma
580 7820
verð fra
kr. 9.900 +24,5%
Hægt að
fella saman
vsk
S44tSKIPTI >5^
prcnllausnir fyrir skapandrfolk
Viktor Jústsjenkó veltir vöngum yfir stöðu mála.
Erfiðar stjórnarmyndunarvið-
ræður eru framundan {Úkraínu í
kjölfar þingkosninganna á sunnu-
dag. Niðurstaða þeirra er talin
geta ákvarðað hvort stjórnvöld
halli sér að Evrópusambandinu
og NATO til framtíðar eða hvort
tengslin við Rússland verði styrkt
áný.
Lokaniðurstöður kosninganna
verða birtar í dag, þriðjudag. Það
liggur fyrir að Héraðsflokkur Vikt-
ors Janúkóvitsj, fyrrverandi forsæt-
isráðherra, fékk flest atkvæði, eða
um 30% miðað við þau atkvæði sem
talin höfðu verið í gær. Okkar Úkra-
ína, flokkur forsetans Viktors Júst-
sjenkó, galt afhroð og fékk um 16%
atkvæða. Sigurvegari kosninganna
er umbótasinninn Júlía Tímósjk-
enkó en flokkur hennar, BYT, fékk
um 24% atkvæða í kosningunum.
Tímósjenkó var bandamaður
Jústsjenkó í appelsínugulu bylting-
unni 2004 en eftir að forsetinn vék
henni úr embætti forsætisráðherra
s.l. haust stofnaði hún eigin flokk og
hefur hann nú lykilstöðu á þinginu.
Líklegt er að stjórnarsamstarf um-
bótasinna ráðist af því hvort að þau
Jústsjenkó og Tímósjenkó geti lagt
persónulegan ágreining til hliðar.
í gær tókTímósjenkó frumkvæðið
{ stjórnarmynduninni og lýsti því
yfir að frjálslyndu flokkarnir, BYT
og Okkar Úkraína, ættu að mynda
samsteypustjórn með nokkrum smá-
flokkum undir forsæti hennar. Þetta
myndi þýða að áframhald yrði á sam-
starfi umbótasinna með breyttum
valdahlutföllum. Jústsjenkó brást
við boði um samstarf á varfærinn
hátt og lýsti því yfir í gær að stjórn-
málamenn landsins ættu að gefa sér
tíma til að fara yfir stöðuna {kjölfar
útslitanna. Janúkóvitsj tók einnig í
sama streng, en hann bíður átekta á
hliðarlínunni eftir því hvort áfram-
hald verði á samstarfi umbótasinna.
Efnahagurinn gróf
Reuters
undan forsetanum
Ástæðurnar fyrir slæmu gengi
flokks forsetans í kosningunum
eru raktar til veiks efnahags í land-
inu. Hækkun Rússa á gasi sem selt
er til Úkraínu kom þungt niður á
almenningi í frosthörkunum í vetur.
Auk hækkandi orkuverðs hefur
lágt heimsmarkaðverð á helstu út-
flutningsafurðum Úkraínu leitt til
minnkandi hagvaxtar.
Stór hluti kjósenda telur að Hér-
aðsflokkur Viktors Janúkóvitsj geti
snúið ástandinu í efnahagsmálum
við. Hann er leynt og ljóst studdur af
stjórnvöldum í Moskvu og eru þau
talin líkleg til að koma úkraínskum
efnahags til hjálpar komist flokkur-
inn til valda. Flokkur Tímósjenkó
barðist fyrir umbótastefnu í kosning-
unum en efnahagsstefna flokksins
hefur þótt bera keim af popúlisma
og sem hefur fallið í góðan jarðveg
hjá kjósendum. Hinsvegar er ekki
víst að erlendum fjárfestum lítist
jafn vel á stefnumál flokksins, en
eitt brýnasta verkefni úkraínskra
stjórnvalda er að laða til sín erlenda
fjáfestingu í helstu útflutnings-
geirum landsins: stál- og efnaiðnaði.
Ágreningur er á milli flokka Júst-
sjenkó og Tímósjenkó um einkavæð-
ingaráform á þessum geirum.
Erfitt val hjá Jústsjenkó
Staða forsetans er erfið eftir kosning-
arnar. Jústsjenkó er á öndverðum
meiði við Viktor Janúkóvitsj, sem
hann velti úr sessi í appelsínugulu
byltingunni 2004, í flestum málum.
Grundvallarágreiningur er á milli
þeirra um hvert Úkraína eigi að
stefna í framtíðinni. Jústsjenkó vill
nánari samband við Evrópusam-
bandið og að landið gangi í NATO á
meðan flokkur Janúkóvitsj vill nán-
ari tengsl við Rússa og hafnar algjör-
lega aðild að NATO.
Þrátt fyrir að flokkur Júlíu Tímósj-
enkó, BYT, standi nær umbótastefnu
forsetans telja stjórnmálaskýrendur
að erfitt geti verið fyrir þau að starfa
saman sökum þeirra deilna sem risu
upp á milli þeirra s.l. haust. Talið er
víst að Tímósjenkó muni notfæra
sér lykilstöðu sína og krefjast þess
að fá forsætisráðherrastólinn ásamt
meirihluta ráðherraembætta í sam-
steypustjórn umbótasinna. Telji Júst-
sjenkó kröfur Tímósjenkó óásættan-
legt er hugsanlegt að hann freisti
þess að mynda stjórn með flokki
Janúkóvits.
MVONGOOSE
—Blvöru fjallahjól
VARIST
VmÍKINGAR
smellu-
rammar
lVax Comp
Kr. 36.900
Álstell 6061 I Dempari I Spinner Grind OS-1 1100mm
slaglengd 1 stillanlegur 124 gíra Shimano Acera
WVÓNCÖÖSE
Rockadile
Kr. 28.900
Álstell 6061 I Dempari I RST Gila T6 1100 mm Slaglengú I
Álstell 6061 I Dempari Suntour M-2000 I
21 gíra Shimano TX-30
Álstell 6061 I Dempari Suntour >
M-2000 I 21 gíra Shimano TX-30 www.gap.is
Álstell 60611 Dempari Rock Shox J2.51 Slaglengd 100 mm
stillanlegur, læsanlegur I 24 gíra SRAM SX-5.0
Rockadile 24“
Kr. 26.900