blaðið - 28.03.2006, Page 12

blaðið - 28.03.2006, Page 12
12 I NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaöiö Bensínverð í hœstu hœðum Lítraverð hefur hœkkað um tœpar 17 krónur á einu ári. Kristján segir skil milli auglýsinga og annars efnis í fjölmiðlum óskýr. Góö listræn aug- lýsing selur ekki endilega vöruna „í mörgum auglýsingum er reynt að hafa vit fyrirfólki ístaðþess að höfða til vitsins ífólki.“ Verð á bensíni heldur áfram að hækka, og síðasta verðhækkun varð í liðinni viku. Eftir þá hækkun er verð á 95 oktana bensíni á bilinu 115,7-117,4 krónur í sjálfsafgreiðslu. Þessa vikuna er Orkan með lægsta bensínverðið 115,7 krónur en fast á hæla hennar koma Atlantsolía og ÓB sem selja lítrann á 115,8 krónur. Á hinum enda listans er Essó með hæsta verðið, 117,4 krónur á af- greiðslustöðunum í Borgartúni og Stóragerði. Á heimasíðu Essó má sjá verðbreytingar á bensíni nokkur ár aftur í tímann og þar má sjá að frá áramótum hefur verð á 95 oktana bensíni með fullri þjónustu hækkað um tæpar átta krónur. Á sama tíma í fyrra kostaði bensínlítrinn með fullri þjónustu 105,6 krónur en kostar nú 122,4 krónur sem gerir hækkun upp á 16,8 krónur. Hugi Hreiðarsson markaðsstjóri hjá Atlantsolíu segir tonnið af bens- íni hafa farið yfir 600 dollara í síð- ustu viku en hafi verið vel undir 300 dollurum þegar Atlantsolía fór fyrst á markað fyrir um tveimur árum. „Þegar verðhækkanirnar urðu í síðustu viku biðum við í tvo sólar- hringa eftir að hækka verðið hjá okkur á meðan stóru olíufélögin hækkuðu verð hjá sér nær samtímis." Hugi segir að þegar Atlantsolía hóf starfsemi sína hafi fyrirtækið gert tilraun til að sleppa því að hækka verð þegar hin félögin gerðu það. ,Þetta leiddi ekki til fjölgunar við- skipavina og hin olíufélögin svör- uðu þessu með því að afturkalla hækkanir hjá sér. Atlantsolía heldur þó ótrauð áfram og samkeppni á bensínmarkaði byggist á því að við séum með.“ Runólfur Ólafsson framkvæmda- stjóri FIB segir bensínverð komið í hæstu hæðir og engin trygging fyrir því að verð eigi ekki eftir að hækka enn frekar. „Hátt heimsverð bens- íns og hækkandi verð dollars hefur vissulega áhrif til hækkunnar en álagning olíufélaganna hefur einnig hækkað og var óvenju há í síðasta mánuði þó hún hafi lækkað aftur í meðalálagningu núna. Samkeppnin á markaðnum hefur klárlega aukist með tilkomu Altantsolíu en slag- kraftur félagsins er þó takmarkaður þar sem erfitt getur reynst fyrir nýjan aðila að komast inn á mark- aðinn.“ Runólfur segir það réttláta kröfu að kjörnir fulltrúar tryggi að nýir aðilar á markaði eigi greiða innkomu. hugrun@bladid.net Margir hafa orðið varir við nýjar sjónarpsauglýsingar þar sem Glitnir auglýsir þjónustu sína. Sitt sýnist hverjum um auglýsinguna en það sem flestir taka a.m.k. eftir er að hún er í lengri kantinum. Kristján Guð- mundsson doktor í heimspeki hefur gefið út bók um auglýs- ingasálfræði og er nú að gefa út aðra sem heitir Myndveruleik- inn og fjallar um auglýsingar í fjölmiðlum. Blaðamaður spurði Kristján um nýja auglýsingu Glitnis og fékk einnig álit hans á auglýsingum í fjölmiðlum á íslandi. „Auglýsingar í ljósvakamiðlum eru að lengjast og þær eru orðnar fleiri en þær hafa áður verið. Það sem Glitnir er að gera með auglýsingum sínum er að búa til nýja ímynd og þegar hún hefur stimplast inn í áhorfendur verða auglýsingarnar að öllum líkindum styttar. Þessi herferð er örugglega mjög dýr en nauðsynleg til að stimpla inn nýtt nafn og skapa bankanum nýja ímynd og þurrka um leið út gömlu Islandsbankaímyndina." Kristján segir ekki gefið að auglýs- ingaherferðir heppnist og nefnir því til staðfestingar auglýsingu trygg- ingarfyrirtækis þar sem slagorðið var „þú tryggir ekki eftir á“. „Þegar fólk var spurt að því hvaða tryggingarfélag hefði staðið að baki auglýsingunni svaraði það handahófskennt og gat ekki tengt auglýsinguna tryggingarfélaginu. Þessi auglýsing hafði góða listræna framsetningu en var ekki góð fyrir fyrirtækið þar sem fólkið tengdi hana ekki réttum aðila. Þá eru aug- lýsingar stundum gerðar af kvik- myndagerðarmönnum sem eru í raun að gera stuttar útgáfur af kvik- mynd í auglýsingunum." Leiðinleg auglýsing getur skílað góðum árangri Kristján segir einnig dæmi þess að leiðinlegar auglýsingar hafi skilað góðum árangri og vitnar því til stað- festingar til smjörlíkisauglýsingar- innar frá Ljóma þar sem meðlimir Ríó Tríósins sungu um hve Ljóminn væri ljómandi góður. „Til að auglýsing virki þarf hún bæði að vera góð listrænt séð og einnig að vera þannig að fólk tengi auglýsinguna við þann sem auglýsir. Fólkþarflíka að tengja auglýsinguna einhverju jákvæðu og uppbyggilegu. Hið nýja lógó Glitnis er í þessum anda en það er rauð beygja sem auð- velt er að tengja brosi eða uppsveiflu á línuriti. í sjónvarpsauglýsingunni er hamrað á orðinu velgengni sem á að fá fólk til að tengja bankann vel- gengni og hagsæld. I nútímasamfé- lagi er mikilvægt að vera sýnilegur með því að auglýsa því annars er hætta á að fyrirtækin verði undir í samkeppninni." Kristján segir ýmsar leiðir til að koma skilaboðum á framfæri í gegnum auglýsingar. „Ein leið er svokallað „element of surprise" en tryggingarfélagið Elísabet notaði einmitt þessa aðferð. Þessar auglýs- ingar virka þannig að auglýsingin er byggð upp eins og framhaldssaga og fólk þarf í raun að geta sér til um hvað er verið að auglýsa." Óskýr skil á milli auglýsinga og annars efnis í fjölmiðlum í tengslum við skrif bókar sinnar Myndveruleikinn hefur Kristján velt vöngum yfir auglýsingum í fjöl- miðlum og það er hans mat að mörk milli auglýsinga og annars efnis í fjölmiðlum séu orðin mjög óskýr. „Stundum sér maður límda auglýs- ingu á forsíðu dagblaðanna en það finnst mér mjög langt gengið. f sjón- varpi er auglýsingum lumað inn á milli kynningar og dagskrárliða eins og t.d. framanvið veðurfrétta- tímana. Þá kemur fram eftir Fréttir hvaðan fötin sem fréttaþulirnir klæðast eru og mér finnst þetta allt dæmi um það hversu óskýr skil á milli auglýsinga og annars efnis eru orðin." Kristján segir að með þessu áframhaldi verði þess ekki langt að bíða að auglýsingahlé verði gert á draumum fólks. „Auglýsendur eru farnir að teygja sig mjög langt og má þar nefna auglýsingar við umferðargötur. Einnig ríkir ákveðinn tvískinn- ungur í því hvað má auglýsa og hvað ekki. Mér finnst t.a.m. rangt að íslenskir bjórframleiðendur fái ekki að auglýsa framleiðslu sína og ég vil að það sé réttlát samkeppni á þessum markaði. Eins og staðan er núna er í raun verið að kenna ákveðin öfugmæli því það er verið að auglýsa bjór með 5% styrkleika en áhorfendur eiga að trúa því að innihaldið sé 1%. Sá bjór er hins- vegar aðeins seldur í einni verslun í bænum og enginn kaupir hann.“ Kristján segir að með svona auglýs- ingum sé 1 rauninni verið að hafa vit fyrir almenningi í stað þess að höfða til vitsmuna fólks. hugrun@bladid.net eru ódýrastir? Samanburður á verði 95 oktana bensíns AO Sprengisandur 115,80 kr. Kópavogsbraut 115,80 kr. Óseyrarbraut 115,80 kr. ÓeGQ Vatnagarðar 115,80 kr. Fellsmúli 115,80 kr. Salavegur 115,80 kr. <0> Ægissíða 116,90 kr. Borgartún 117,40 kr. Stóragerði 117,40 kr. olís Álfheimar 117,30 kr. Ánanaust 116,90 kr. Gullinbrú 116,80 kr. Eiðistorg 115,70 kr. Klettagarðar 115,70 kr. Skemmuvegur 115,70 kr. ORKAN 03 Arnarsmári 115,80 kr. Starengi 115,80 kr. Snorrabraut 115,80 kr. Gyifaflöt 116,80 kr. Bæjarbraut 117,30 kr. Bústaðarvegur 116,90 kr. I Tölvu- ■ Wm PC-korekort j ökuskírteint ■ ■■ • • HVERS VEGNA TÖLVU- Curopeislut . Oatakörkortet Tíetotekniikan osaamisen Eurr>pean Computcr Eurooppalainen ykköstodislus Oriving Liccnce TÖK tölvunám fyrir byrjendur TÖK er skammstöfun á al- þjóðlegu prófskírteini sem vottar tölvukunnáttu þína og vottar a5 þú sért tölvulæs. Það þýðir að þú kunnir að nýta þér flesta möguleika tölvunnar og þeirra forrita sem hvað mest eru notuð við vinnu og daglegt líf. TÖK-skírteini er mikill styrkur á vinnumarkaðinum jafnt hér- lendis sem erlendis. TÖK tölvunám er 90 stunda tölvunám hjá NTV sem bæði er ætlað fyrir byrjendur og þá sem eitthvað kunna. Námið og kennslugögnin miða að því að gera nemendum kleift að taka þau 7 próf sem þarf til að fá TÖK skírteini. Námsgreinar: Upplýsingatækni - Windows - Word - Excel Access - PowerPoint - Póstur - InternetiÖ Morgunnámskeið: Byrjar 19. apr. og lýkur 22. maí. Kennt er mán., mið. og fös. frá kl. 8:30-12:30 Kvöldnámskeið: Byrjar 3. apr. og lýkur 29. maí. Kennt er mán. og mið. frá 18 til 22 ntv Hlíðasmára 9 - Kópavogi UPPLÝSIISIGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.