blaðið - 28.03.2006, Side 16

blaðið - 28.03.2006, Side 16
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðiö 16 I BÍLAR Atlants- olía og FÍB semja um dælulykil og afslátt Síðastliðinn föstudag, und- irrituðu þeir Árni Sigfússon, formaður FÍB, og Geir Sæ- mundsson, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, samning um afslátt af eldsneyti. Undirritunin fór fram á bensínstöð Atlantsolíu í Reykjanesbæ, en þar er Árni jafnframt bæjarstjóri. Samningurinn veitir félags- mönnum FlB rétt til að fá sjálfvirkan dælulykil að elds- neytisdælum á bensínstöðvum Atlantsolíu og tveggja krónu af- slátt af verði hvers litra. Samningurinn er nýmæli fyrir félagsmenn FÍB, en með honum geta þeir sparað árlega um 8o milljónir í eldsneytis- kaupum. í samningnum er ennfremur ákvæði um að Atl- antsolía muni engum veita betri afsláttarkjör í smásölu en félögum FÍB. Samkvæmt upplýsingum frá FÍB hafa tvö af stærstu systurfé- lögum FÍB í Bandarikjunum og Evrópu, með rúmlega 6o millj- ónir félagsmanna innan sinna vébanda, sýnt þessu samstarfi FÍB og Átlantsolíu mikinn áhuga. Ekki síst finnst þeim dælulykillinn byltingarkennd nýjung sökum áreiðanleika og einfaldleika í notkun. Smáauglýsingar 510-3737 Augtýsingadeild 510-3744 Hyundai Santa Fe í reynsluakstri BlaÖiÖ/lngó loftpúðar í bílnum og tæknilýsingin greinir frá vel falinni veltigrind. Nytsemd og gæði I venjulegum borgarakstri kemur Santa Fe vel út, hann er á við venju- legan fjölskyldubíl í akstri, en hefur stærðina að auki. Það fer vel um fólk í honum og það er auðvelt að koma ungunum fyrir. Um leið kom hann þægilega á óvart úti á landi. Bíllinn er vel úti látinn af staðalbúnaði og hvað gæðin varðar eru þau í góðu lagi. Það má tína til fleiri smátriði ef grannt er leitað, en miðað við verð- flokkinn er það óviðeigandi. Maður er einfaldlega að fá mikið fyrir peninginn Andrés Magnússon Samdráttur í bílainn- flutningi á árinu Hyundai Santa Fe 2,7 V6 B&L Verfi: 2.930.000 Fjölnotabfll Eldsneyti: Benzín Lengd:4,50m Breidd: 1,82 Þyngd: 1.793 kg Dyr:5 Vélarstærð: 2700 cc Hestöfl: 175 Kostir: Þægilegur, snotur, gott verfi. Gallar: Vantar snerpu, hávær. Niðurstaða: Það er óhætt að mæla með Hyundai Santa Fe til flestra al- mennra fjölskyldunota. Hann er vel útbúinn og miðað við verð kemur hann einstaklega vel út. ■\^%Érk Eftir að hafa reynsluekið Hyundai Tucson, litla bróður Santa Fe, gæti maður talið sig ganga að ýmsu vísu í Santa Fe, stærðarmunurinn er ekki gífurlegur og ættarmótið augljóst í útliti. Því er samt ekki þannig farið, í akstri áttar maður sig á því að þeir bræður eru ekki jafnlíkir hvor öðrum og ætla mætti. Santa Fe hefur verið vinsæll jeppi - eða á maður að segja jepplingur - á Islandi, snotur og verklegur á af- bragðsverði. Við bætist að kóresku bílaframleiðendurnir hafa verið í feikilegri sókn undanfarin ár og gæðin jafnan langt umfram það sem ætla mætti af verðinu. Santa Fe grípur mann samt ekki alveg frá fyrstu sekúndu. Á hinn bóginn vex hann í áliti. Þetta er þægi- legur og rúmgóður fjölskyldubíll í borginni, sem ratað getur einstefnu- öngstræti og bílastæði miðborgar- innar vandræðalaust, en stendur vel fyrir sínu úti á landi á vondum vegum. En hann fer ágætan meðal- veg þarna á milli, sem um leið þýðir að hann er hvorki í fremstu röð borg- arbíla né æðislegt utanvegatæki. En hann er fínn til þess að gera ögn af hvoru. Akstureiginleikar Hið fyrsta, sem ökumaðurinn tekur eftir, er hversu hljóðlátur Santa Fe er, vélin rennur í gang nánast án þess að maður taki eftir því. Það er svikalogn. Þegar stigið er í botn rýkur vélin upp og það heyrist dug- lega i henni. Fullduglega því hún er tenór fremur en sá bassa-barítónn, sem maður vill hafa í jeppum af þessu taginu. Viðbragðið gæti verið aðeins betra fyrsta kastið, en síðan tekur hann við sér. Það er al- drif í Santa Fe, sem tekur við sér eftir þörfum og það kemur í góðar þarfir á malarvegum og sjálfsagt í snjó líka, þó blessunarlega hafi ekki verið aðstæður til þess að reyna það. Fjöðrunin er ágætlega þægileg, en samt mætti hún taka aðeins duglegar á móti í beygjum. Hið helsta, sem má gagnrýna er að manni finnst stýringin mega vera veigameiri. Hún er létt og leikandi, en hvetur mann ekki til neinna formúlutakta. Bremsukerfið er að sama skapi vel brúklegt, en við til- teknar aðstæður skrika þær aðeins í fetlinum. Það veldur engum vanda, en er ekki til þess fallið að auka mönnum hugrekki. Vél og drif Fá má Santa Fe í fimm gerðum, þremur benzínútgáfum og tveimur með dísilvél. Allir eru bílarnir sjálf- skiptir nema sú minnsta, en Blaðið fékk Santa Fe V6 til reynslu og er sá með 2700 cc, 173 hestafla vél. Það er nægur kraftur í vélinni, en eins og fyrr segir mætti skiptingin vera að- eins betri. Útlit Hönnunin er verkleg en er aðeins farin að reskjast, enda von á nýrri útgáfu innan skamms. Hann sam- svarar sér vel og tekur sig vel út. Hann er ekki stærri en svo að hann kemst í þröng stæði án nokkurrar fyrirhafnar og er svipaður meðal- bílum að því leyti þó maður noti speglana kannski af aðeins meiri kostgæfni. Rými Það er frábært rými í bílnum, næg hæð og gott olnbogarými þannig að fimm fullorðnir komast hæglega fyrir. Þegar maður í stærra lagi er búinn að hagræða framsætinu er raunar aðeins farið að ganga á fót- rýmið í farþegasætunum aftur í, en þó ekki meira en svo að sami maður getur setið þægilega þar þó hnén beri við sætið fyrir framan hann. Sætin liggja líka neðarlega, þannig að þarf engan stiga til þess að kom- ast inn. Það er flestu haganlega fyrir komið og bíllinn er ámóta smekk- legur að innan sem utan, en plastið kemur aðeins upp um verðflokkinn. Þá kemur manni á óvart að útsýnið er eiginlega ekkki nema rétt boðlegt. Að því leyti er Tucson miklu betri. Farangur Farangursrýmið er vel stórt, en þó það megi leggja aftursætin fram fara þau ekki alla leið, svo maður vinnur ekki mikið rými með þeim hætti. Á hinn bóginn má finna hirslur hér og þar í bílnum, svo flestir eiga að geta vel við unað. öryggi Maður finnur fyrir ágætri öryggis- tilfinningu í Santa Fe. Hann er ör- uggur á vegi, en sem fyrr segir er hann kannski hannaður með stór- svig í huga. Þá eru sex tveggja þrepa Talið er að talsverður samdráttur verði í innflutningi nýrra bíla á þessu ári, enda markaðurinn senn mettur og blikur á lofti í efnahagsmálum, sem orðið geti til þess að neytendur haldi frekar að sér höndum en áður. Árið 2005 voru nýskráðir um 25.000 bílar á Islandi, en til saman- burðar og glöggvunar voru fluttir inn 18.600 nýir bílar árið 1987, sem löngum var talið metár í bíla- bransanum, en þá nutu bílakaup- endur í senn skattleysis og lægri aðflutningsgjalda. Greiningardeild KB banka telur að ljóst sé að bílainnflutningur undanfarinna tveggja hafi verið umfram eðlilega endurnýjunarþörf bílaflotans, en um 16.000 bílar voru fluttir inn á árinu 2004. Meðaltal lið- inna 10 ára er um 13.000 bílar á ári. Greiningardeildin telur að öllum líkindum verði verulegur sam- dráttur í bílainnflutningi á árinu 2006, en fyrir því séu tvær ástæður helstar: Líklegt megi telja að offjár- festing i bílum hafi átt sér stað, en í dag eru skráð um 255.000 ökutæki, en landsmenn séu ekki nema um 300.000 talsins. Um leið hafi með- alaldur bílaflotans lækkað verulega og eru um 160.000 ökutæki tiu ára eða yngri eða sem nemur um 63% af heildarbílaflotanum. Þá hafi bílainnflutningur sögulega fylgt gengisþróun náið og af þeim sökum ætti 11% veiklun krónunnar frá ára- mótum að draga úr innflutningi. Gúmmívinnustofan & POLAR rafgeymar 4 I ÓLAGI RÓFUN OG ÍSETNING fNING i Hjólbarðaverkstæði & rafgeymaþjónusta J S Sk M "■’>1 , 1 Komdu í snyrtilegt umhverfi >ar sem fagmennskan er í fyrirrúmi ardaga GMC kynnir nýjan Yukon Denali Þrátt fyrir að mikill samdráttur hafi orðið vestanhafs í sölu stórra bíla - jeppum, jepplingum og mömmu- rútum - hefur síður en svo dregið úr þróuninni á þeim vettvangi. Þannig kynnti GMC á dögunum nýjasta Yu- kon-jeppann og hefur heldur betur bætt í munað og gæði á sama tíma og verðið hefur lækkað miðað við sambærilega bíla fyrri ára. 2007 árgerðin af Yukon Denali kostar að vísu sitt ennþá, en það er líka mikið í lagt. Að ytra byrði er glæsileikinn undirstrikaður með meira krómi, en að innan ber meira áviði enfyrr. Undir húddinu er 6,2 lítra V8 vél, sem skilar 380 hestöflum, en kass- inn er sex-gíra. Skrímslið hvílir svo á 18 tommu felgum. Fyrir kalda ís- landsmorgna kemur sér svo vel að fjarstýrð ræsing er staðalbúnaður. SÍSS8 sKgfigflH

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.