blaðið

Ulloq

blaðið - 28.03.2006, Qupperneq 31

blaðið - 28.03.2006, Qupperneq 31
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 ÍPRÓTTIR I 31 PÚLLARAR Þið eruð enn meistarar! Njótið þess á meðan það varir og spilið á Lengjunni MEISTARADEILDIN er á Lengjunni. Fylltu út seðil á lengjan.is eða á næsta sölustað og hleyptu enn meiri spennu í leikina. ALLTUM FERMINGAR Miðvikudagur 29.mars blaðió Auglýsendur, upplýsingar veita: Kolbrún Ragnarsdóttir • Sími 510 3722 • Gsm 848 0231 • kolla@bladid.net Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net Bjarni Daníelsson • Sími 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjami@bladid.net MEISTARADEILDIN 28.-29. MARS 28.03 © Arsenal - Juventus @ 2,20 28.03 Benfica - Barcelona 0 3,00 29.03 Inter - Villareal □ 1,4Ó 129 03 © Lyon-ACMilan @2,15 wm □ 2,60 0 2,45 @2,80 01,80 @3,20 0 4,50 □ 2£0 □ 2,50 1.000 Dýfingafaraldurinn er útlensk veira Alan Stubbs segir erlendu leikmennina bera ábyrgð á leikaraskapnum í ensku úrvalsdeildinni. Patrick Vieira hikaði ekki við að beita karate gegn Frank Baumann í viðureign Juventus og Werder Bremen i 16-liða úrslitum Meistara- deildarinnar. Fróðlegt verður að sjá hvort slíkt verður uppi á teningnum gegn Arsenal. Á von á góðum móttökum Alan Stubbs, varnarmaður Everton, segir að stóraukinn leikaraskap í ensku úrvalsdeildinni megi rekja til erlendu leikmannanna sem þar spila. Mikið hefur verið rætt um svonefndan dýfingafaraldur að und- anförnu og hefur Filabeinsstrend- ingurinn Didier Drogba, leikmaður Chelsea, af mörgum verið sagður fremstur í flokki leikara ensku knattspyrnunnar. Stubbs ræddi við fjölmiðla eftir leik Liverpool og Ever- ton þar sem n spjöld fóru á loft og tveir leikmenn fengu reisupassann. Stubbs sagði að skýr lína væri milli óheiðarlegra leikmanna sem aðhylltust slíka hegðun og þeirra sem gerðu það ekki. „Spyrjið hvaða breska leikmann sem er og þið munuð heyra að það síðasta sem þeir vilja sjá er að leikmenn hlaupi að dómaranum æpandi að hann eigi að spjalda einhvern,“ sagði Stubbs. Þar vísaði hann til Luis Garcia, leik- manns Liverpool, sem biðlaði með látbragði til dómarans Phil Dowd að spjalda David Weir eftir að hann braut á Mohamed Sissoko. „Það er nógu erfitt að halda sér á vellinum án þess að einhverjir kjánar séu að reyna að fiska mann út af fyrir smámuni. Það er einfaldlega ekki karlmannlegt,“ sagði harðjaxlinn Stubbs. Aian Stubbs í leik með Everton. „Þetta er erlent fyrirbæri sem hefur náð að læða sér inn í ensku knattspyrnuna. Erlendu leikmenn- irnir hafa vissulega komið með margt gott í úrvalsdeildina en því miður hefur margt neikvætt fylgt þeim líka,“ sagði Stubbs. „Það er í höndum ráðamanna deildarinnar að gera eitthvað í málunum. Það eina sem við leikmennirnir getum gert er að spyrja þessa leikmenn hvað í ósköpunum þeir séu að hugsa að vera að velta sér um í grasinu í von um að aðrir verði spjaldaðir." Patrick Vieira snýr aftur á Highbury þegar Juventus og Arsenal mœtast í Meistaradeildinni í kvöld. Patrick Vieira segist ekki eiga von á öðru en góðum viðtökum frá að- dáendum Arsenal þegar hann snýr aftur á Highbury í kvöld til að leika með Juventus gegn sínu gamla liði. Hann er þó viss um að það verði sérkennilegt að klæðast búningi Juventus á móti liðinu sem hann lék með í næstum áratug. „Eftir að hafa verið hjá liði í 9 ár getur það ekki verið annað en tilfinningaríkt að leika á móti því með nýja liðinu sínu. Ég átti margar góðar stundir á leikvanginum og á von á því að fá hlýjar móttökur,“ sagði Vieira sem vann þrjá deildarmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla með Lund- únaliðinu áður en hann hélt til Tór- ínó á síðasta ári. Vieira notaði einnig tækifærið og hældi sinum gömlu félögum i hástert þegar hann ræddi við fjöl- miðla í gær. „Ef ég ætti að bera Ar- senal saman við eitthvað ítalskt lið myndi ég segja að þeir væru eins og AC Milan. Þeir hafa gaman af þvi að leika knattspyrnu og eru með frá- bæra einstaklinga innanborðs. Leik- stíll Arsenal byggist á tækni fremur en líkamlegum styrk, en ég er þó sannfærður um að við höfum burði til þess að sigra þá,“ sagði Vieira. Stendur og fellur með miðjunni Arsene Wenger, stjóri Arsenal, lýsti því yfir í gær að miðjan yrði lykill- inn að sigri. „Það verður athygl- isvert að sjá okkar miðju á móti þeirra því ekki einungis hafa þeir Patrick, heldur einnig Emerson og Mauru Camoranesi, það þannig að þeir verða erfiðir viðureignar,“ sagði Wenger og bætti við að Cesc Fabregas, arftaki Vieira á miðju Ar- senal, væri ólíkur forvera sínum að leikstíl. „Cesc er öðruvísi leikmaður og reiðir sig helst á hreyfanleika á meðan Patrick notar Ííkamlegan styrk. Þeir hafa þó sama stórkost- lega skilninginn á leiknum. Patrick var frábær leikmaður fyrir okkur og ég er sannfærður um að Cesc verður það líka,“ sagði Wenger.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.