blaðið - 28.03.2006, Side 38
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðið
381
Ifjf I HVAÐ FINNST ÞÉR? H HEYRST HEFUR...
MISSKILDU
SKÁLDIN
Smáborgarinn hefur lúmskt gaman að full-
yrðingum. I hverri fullyrðingu felst dásam-
leg einföldun á margræðum veruleika. Á
einhvern hátt tekst fullyrðingunni að ýta
öllum öðrum möguleikum til hliðar. Stund-
um ganga þessar fullyrðingar jafnvel svo
langt að þær umbreytast og verða að við-
urkenndum sannleik. Lifandi goðsagnir í
nútíma veruleika sem reynast þó oftast
innantómar þegar betur er að gáð.
Bókelsk þjóð
Því hefur lengi verið haldið fram að Is-
lendingar séu bókelsk þjóð. Er þá gjarnan
visað í þann mikla bókmenntaarf sem
fornsögurnar eru og með tölfræðilegum
útreikningum sýnt fram á að engin þjóð
lesi jafn mikið og við. Miðað við höfðatölu
að sjálfsögðu. Smáborgarinn var lengi
þeirrar skoðunar að hér væri á ferðinni ein-
hver Sannleikur. Hann man eftir íslensku-
kennurum sem drógu stoltir fram nýjustu
útreikningana og ítrekuðu í sömu mund
þá miklu ábyrgð sem á herðar okkar væri
lögð. I þessu öllu saman voru svo skáldin
útverðir. Þau stóðu vörð um menningar-
arfinn og það átti að bera virðingu fyrir
þeim.
Sellufundir
Staðreyndin hins vegar, ef Smáborgarinn
má fullyrða, því miður sú að fáir (slending-
ar hafa áhuga á bókalestri og bókmennta-
umræðu. Allavega ekki meira en gengur
og gerist hjá öðrum þjóðum. Bókmennta-
umræðan sjálf er að mati Smáborgarans
afskaplega einangruð orðræða fárra
fræðimanna og þær bókmenntahátíðir
sem haldnar eru minna helst á lokaða
sellufundi Rauðu herdeildarinnar eða sam-
komu Félags eldri borgara.
Skáldin hafa því orðið útundan f þjóð-
félagsumræðunni. Orð þeirra sem áður
vógu svo þungt hafa tapað gildi sínu og
landsmenn sýna vangaveltum Denny
Crane um umhverfismál í Bandaríkjunum
meiri áhuga.
Svo kvarta skáldin yfir áhugaleysi fjöl-
miðla á þeirra málefnum og list. Skemmst
er að minnast þegar Ijóðskáldin grenjuðu
yfir misskiptum áhuga sjónvarpsins á Ijóð-
listinni.
Staðreyndin er, ef Smáborgarinn má
fullyrða í annað sinn, að þessi meinta
bókelska þjóð hefur fyrir löngu misst
áhugann á skáldskaparlistinni. Hún þrífst
aðeins við sjónvörpin og sms skeytin. Eft-
ir standa greyið skáldin Ifkt og innantóm
fullyrðing æpandi út í myrkrið.
Sigurjón Þórðarson, alþingismaður.
Hvernig líst þér á fyrirhugaða Ný-
sköpunarmiðstöð?
„Þetta er auðvitað á frumstigi. En það sem er jákvætt við þetta er að höfuð-
stöðvarnar eiga að vera á Sauðarkróki. Fyrirspurn mín um flutning opin-
berra starfa hefur kannski hreyft við fólki, maður vonast til þess. Aðalatriði
fyrir svona stofnun er nú samt að það komi eitthvað jákvætt út úr henni.“
Iðnaðarráðherra kynnti í gær áform um sameiningu Byggðastofnunar, Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar
byggingariðnaðarins. Nýja stofnunin mun heita Nýsköpunarmiðstöð islands og verða höfuðstöðvarnar á Sauðarkróki.
Einn eyðileggur
fyrir öllum
Lisa Kudrow, sem leikur ljóskuna Phoebe Buffay í Vinum, hefur staðfest að allt hafi
verið klárt fyrir endurkomuþátt Vina þangað til einn af karlkyns vinunum neitaði
að vera með.
Orðrómur um nýju þættina fór á flug þegar Kathleen Turner, sem leikur kynskipt-
inginn faðir Chandlers Bing, ljóstraði upp að framleiðendur þáttanna hefðu rætt
við sig um endurkomuna.
Talsmenn NBC sjónvarpsstöðvarinnar harðneituðu orðróminum en Lisa Ku-
drow staðfesti nýlega að nýir þættir séu í farvatninu. „Við höfum fengið tækifæri
til að gera nýja þætti en einn leikaranna vill ekki vera með, það er einn af strákun-
um, mér finnst það glatað," sagði Kudrow um málið.
Skrifar undir hjá Epic
Jessica Simpson hefur slitið sjö ára samningi sínum við Columbia plötuútgáfuna og skrif-
að undir hjá útgáfurisanum Epic. Þetta gerist aðeins fjórum mánuðum eftir að hún sleit
þriggja ára hjónabandi sínu og Nick Lachey.
„Eg elska alla vini mína hjá Columbia," sagði Simpson í tilkynningu. „Ég mun sakna
þeirra þegar ég færi mig um set. Epic er nýr staður með nýjan leiðtoga. Mér finnst það
vera rétta fyrirtækið til að hefja nýtt ferðalag um vegi tónlistarbransans."
Simpson vinnur nú að nýju efni með upptökusnillingunum Jimmy Jam, Terry Le-
wis og Scott Storch. Epic útgáfan mun gefa út hennar næstu plötu en síðasta plata Simp-
son, In This Skin, kom út árið 2003.
'M
\
Sharon Osbourne mfm
í Píkusögum " *
Hin kjaftfora Sharon Osbourne, eiginkona ellismellsins Ozzy Osbourne, kemur fram í
Píkusögum í Konunglega leikhúsinu í Newcastle á Englandi í þessari viku.
Þetta er í fyrsta skipti sem Sharon sýnir hæfileika sína á sviði en hún er þekktari fyr
ir að koma fram í raunveruleikaþáttunum um fjölskylduna sína sem sýndir voru á
Mtv sjónvarpsstöðinni og á Stöð 2 hérna heima.
Osbourne, sem nýlega var kosin „uppáhalds fræga mamma Bretlands" kemur
fram ásamt sjónvarpsstjörnunni Lisa Riley, leikkonunni Jenny Jules og fleiri góð-
kunningjum breta.
eftir Jim Unger
SERBLAÐ
BÍLAR
Mánudaginn 3.apríl
bladið=
Auglýsendur, upplýsingar veita:
■:o!ia(o) uiafiio.ru
Sögusagnir
hafa verið
uppi um að Anna
Kristinsdóttir,
sem lét í lægra
haldi fyrir Birni
Inga Hrafnssyni
í prófkjöri framsóknarmanna
í Reykjavík, leggi á ráðin um
að ganga til liðs við Samfylk-
inguna skömmu fyrir borgar-
stjórnarkosningar. Hún hugsar
Birni Inga þegjandi þörfina og
víst ekki alltaf þegjandi. Glögg-
ir menn í Ráðhúsinu þykjast
hafa séð fyrstu merki þessarar
þróunar í því að Anna lét af
störfum sem formaður Sam-
ráðshóps um Sundabraut, sem
hefur eilítið verið í fréttum
að undanförnu. í stað þess að
Anna kallaði til annan fram-
sóknarmann í sinn stað, eins
og lög gera ráð fyrir, eftirlét
hún nefnilega Degi B. Eggerts-
syni, leiðtoga Samfylkingarinn-
ar í borginni, formannsstólinn
sinn...
i
V
v' ■
■
til
Vangaveltur
um stirð-
leika í samskipt-
um samherja
snúa að fleir-
um í Ráðhúsi
Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn hafa þannig
verið að snúa kosningabaráttu
sína í gang, fyrst með innleggi
í umræðu um málefni aldraðra,
sem einhvernveginn koðnaði
niður í annarri fréttaumræðu,
og síðan skrifaði Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson miðopnugrein
í Morgunblaðið í gær til þess
að endurnýja öldrunarmálin.
En spurt er: Hvar er Gísli Mar-
teinn Baldursson? Vitað er að
sumir stuðningsmenn hans úr
prófkjörinu eru ekki par hress-
ir, enda er hvíslað um að kjör-
nefnd sjálfstæðismanna, sem
skipar í önnur sæti listans en
þau sem bundust í prófkjörinu,
hafi ekki hleypt neinum að úr
þeim hópi...
Frá því var
greint á
þessum stað
í gær að enn
væri stirt á
milli þeirra
Margrétar Frí-
mannsdóttur,
þingflokksformanns Samfylk-
ingarinnar, og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur. 1 þinginu
flýgur fyrir að í ævisögu Margr-
étar, sem kemur út næstu jól,
sé sérstakur kafli helgaður hin-
um nýja formanni. Þær stöllur
talast að því er sagt er helst
ekki við nema gegnum Krist-
ján L. Möller, varaformann
þingflokksins, sem kemur dag
hvern til þings með hlaða af
klæðum til að bera á vopnin...
Me n n
hafa
talsvert rætt
um „pil-
snerfylgi“
framsókn-
armanna í
Reykjavík
og hafa spunameistarar Sam-
fylkingarinnar sérstaklega
nefnt að þarna gjaldi þeir ríkis-
stjórnarsamstarfsins við íhald-
ið og meinta óvinsælda forsæt-
isráðherra. Sagnfróðir menn
á borð við Dag B. Eggertsson
vita þó betur, því framsóknar-
menn hafa séð ámóta tölur í
skoðanakönnunum, t.d. þeg-
ar Steingrímur Hermannsson
var forsætisráðherra og allra
manna vinsælastur, ef marka
má ævisögu hans, sem Dagur
reit, sællar minningar...