blaðið - 08.04.2006, Síða 1

blaðið - 08.04.2006, Síða 1
GLERAUGNAVERSLUN Gleraugað S: 5681800 Reykjavík -> Oslo Kr. 8.000 frá Reykjavík -> Bergen Kr. 9.500 aðra leiö www.flysas.is Aðrir áfangastaðir í Noregi einnig á frábæru verði! Skattar og flugvallargjöld innifalin. Flug hefst27. mars. Símifjarsölu: 588 3600. SAS Scandinavian Airlines A STAR ALLIANCE MEMBER •< >' Frjálst, óháð & ókeypis! Lokasýning Listdansskólans Lokasýning Listdansskóla Is- lands fer fram í Borgarleikhús- inu næstkomandi þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Þrjú verk verða flutt á sýningunni en Melkorka Sigríður Magnúsdóttir útskriftarnemi segir að um mjög fjölbreytta sýningu sé að ræða sem gefi góðan þverskurð af því starfi sem fram fer innan veggja skólans. Nánar er fjallað um íokasýning- una á bls. 38. Reuters Guðsmóðir vegsömuð Kínverskir katólikkar luku í gær pílagrímarför til að lof- syngja Maríu Guðsmóður nærri bænum Taiyaun í Shanxi-hér- aði. Þar biðu þeirra prestar sem m.a. veittu syndaaflausn. Páfa- garður áætlar að um 12 milljónir Kínverja játi katólska trú en op- inberar tölur eru lægri. Joseph Zen, kardínáli í Kína, sagði fyrr í vikunni hugsanlegt að stjórn- völd eystra og Páfagarður tækju á ný upp formleg díplómatísk samskipti fyrir Ólympíuleikana sem fram fara í Kína árið 2008. Efast um takmarkanir umfram samkeppnislög Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, segist hafa efa- semdir um að setja beri sérstakar takmarkandi reglur varðandi eign- arhalö a fjölmiðlum. Hann kveðst telja sumt í drögum að nýju frum- varp' um fjölmiðla til bóta en efast um þa útfærslu sem lögð er til varð- andi hugsanleg inngrip yfirvalda teljist tjáningarfrelsið og frjáls skoð- anamyndun í hættu. Mörður segir að nýtt frumvarp um fjölmiðla hafi ekki verið kynnt í þingflokki Samfylkingarinnar. Hann kveðst því aðeins hafa fengið af því fréttir. „Þarna virðist hafa verið farið að mestu eftir áliti fjöl- miðlanefndarinnar sem skilaði skýrslu um málið á sínum tíma,“ segir þingmaðurinn. I frumvarpinu er gert ráð fyrir að einstaklingur og fyrirtæki og skyldir aðilar megi aðeins eiga 25% hluti i fjölmiðli, mælist markaðs- hlutdeild miðilsins þriðjungur eða meiri. „Sumt í frumvarpinu sýnist mér vera sjálfsagðir hlutir en ég hef efasemdir um eignarhaldstakmark- anir á þessu sviði sem ganga lengra en samkeppnislög,“ segir Mörður. Merði finnst hins vegar athyglis- verð sú hugmynd að Samkeppnis- eftirlitið geti gripið inn 1 samruna á fjölmiðlamarkaði, þegar það álítur að hann sé hættulegur tjáningar- frelsinu. „Ég efastþó um að lögfræð- ingarnir í Samkeppniseftirlitinu og útvarpsréttarnefnd séu réttu aðil- arnir til þess að annast þetta.“ Mörður telur þó að í þessu efni séu frumvarpshöfundarnir á réttri leið. „Á sínum tíma vorum við í Samfylkingunni að ræða svipaða hugmynd, það er að segja, að ein- hvers konar eftirlitsstofnun verði komið á fót sem vari við þegar henni finnst þróun í fjölmiðlum vera orðin hæpin fyrir fjölræðið og tjáningarfrelsið. En slík stofnun verður að vera skipuð fleirum en lög- fræðingum." Mörður kveðst ekki hafa mótað sérstaklega útfærslu á þessu atriði. „Ég ímynda mér að þessi nefnd gæti verið eins og línu- vörðurinn sem lyftir flaggi þannig að aðrir geti komið og gert upp hug sinn í málinu, þar á ég við Sam- keppniseftirlitið, Alþingi, mennta- málaráðherra og svo framvegis." Mörður segir þetta fyrirkomulag geta komið í staðinn fyrir að notast verði við prósentuútreikninga til að takmarka eignarhaldið. Aðspurður hvort hann telji miklar líkur á því að frumvarpið verði lagt fyrir og afgreitt á yfir- standandi þingi segir Mörður það ólíklegt. „Þó að ég hafi ekki séð þetta frumvarp þá veit ég að þetta er viðamikið mál sem best er að taka sér tíma í. Mér sýnist reyndar- umræðan um Ríkisútvarpið ekki spá sérstaklega góðu um samstöðu á Alþingi eða annarsstaðar um fjölmiðlafrumvarpið.“ Nú ætlum við að stækka allt að 100.000 kr. afsláttur Vegna yfirstandandi breytinga á versluninni verða allar vörur seldar með mikium afslætti næstu daga Kr. 99.500.- Skipholt 35 S{mi &8819S6 www.rekkjan.is OWynium «kki I kit okkar að RÖða ÍIA kðtaðem liUswiðt sð fá fóðan trtin. VISALán - MAAMAOAR AtBONQANtR Refefeian Hættan er liós Er notkun Ijósabekkja hluti af fermingarundirbúningnum? Félag íslenskra húðlækna, Geislavamir ríkisins, Krabbameinsfélagið og Landlæknis- a embættið hvetja foreldra og forráðamenn fermingarbarna til að fara að tilmælum alþjóðastofnana um að börn og unglingar fari ekki í Ijósabekki.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.