blaðið - 08.04.2006, Side 6

blaðið - 08.04.2006, Side 6
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006" blaöiö SA segja að stjórnvöld verði að ™ lei«ir wj j Moreun- standa gegn launaþrýstingi biaðshúsið U) LU (/) wrist wear by SEKONDA «v r m <*> r m rn p .*»■ m ■ffe * ,e» m # & 'mr %. ♦ ■t* m M. jBk 4m >2, '#r rf / & •1E- w 4 ** *v* Útsölustaðir: Leonard Kringlunni ■ Leonard Keflavíkurflugvelli ■ Jens Kringlunni Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 ■ Helgi Sigurðsson úrsmiður Skólavörðustíg 3 Georg Hannah úrsmiður Keflavík ■ Guðmundur B. Hannah úrsmiður Akranesi Úra- og skartgripaverslun Karls R. Guðmundssonar Selfossi mbl.is | Háskólinn í Reykjavík (HR) hefur gengið frá leigusamningi við Klasa hf, sem er eigandi húsnæðis Morgunblaðsins að Kringlunni í. Mun skólinn leigja húsið, sem er um 4.700 fermetrar að stærð, í heild sinni. Samningurinn gildir til árs- ins 2009, en þá mun HR flytja í nýtt húsnæði í Vatnsmýrinni. Húsnæðið verður afhent HR í júlí nk. Þegar Morgunblaðið flytur ritstjórnarskrifstofur sínar og starf- semi blaðsins í Hádegismóa 2. Með leigu á Morgunblaðshúsinu verður háskólinn með starfsemi á þremur stöðum. I Ofanleiti 2 verður viðskiptadeild, lagadeild og kennslufræði- og lýðheilsudeild til húsa, á Höfðabakka verður tækni- fræði- og frumgreinadeild, hluti viðskiptadeildar, lífeindafræði og geislafræði og tilraunastofur til verklegrar kennslu og Morgun- blaðshúsið, Kringlunni 1, mun hýsa verkfræði- og tölvunarfræðisvið. Samtals verður húsnæði skólans liðlega 20.000 fermetrar og aðstaða fyrir nemendur og kennara mun batna verulega. Auk þess er HR í samstarfi við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ. I haust verða nemendur HR um 2.800 og gert er ráð fyrir að þeir verði orðnir um 3.500 haustið 2009, þegar skólinn flytur starfsemi sína í liðlega 30.000 fermetra húsnæði við rætur Öskjuhlíðar í Vatnsmýrinni. MJÓLKURVÖRUR ( SÉRFLOKKI w vörur Æf m FLOKKI Drykkjorjógúrt -fljótleg máltíð í flösku Sigurður Demetz Franzson látinn Sigurður Demetz Franzson, óperu- söngvari og söngkennari, andaðist að morgni 7. apríl í hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík. Hann fæddist 11. október 1912 í St. Úlrik í Grödendal, þar í Ölpunum á landa- mærum Austurríkis og Italíu sem heitir Suður-Tíról, sonur hjónanna Franz og Mariu Demetz. Sigurður Demetz nam söng á Italíu og sönggáfa hans og hæfi- leikar vöktu athygli tónlistar- manna á borð við dr. Karl Böhm og Herbert von Karajan. Hann söng víða um Evrópu við góðan orðstir en e.t.v. skein frægðarsól hans skær- ast þegar hann söng í Scala-óper- unni í Mílanó á árunum í kringum 1950. Sigurður Demetz fluttist hingað til lands frá Ítalíu árið 1955 og hóf söngkennslu víða um land auk þess sem hann söng hér nokkur óperuhlutverk og á tónleikum og indi öftruðu honum, en hann taldi það gæfu sína að hafa borist til ís- lands eins og fyrir guðlega forsjón. Frá því segir hann í ævisögu sinni sem kom út árið 1995. Sigurður Demetz kvæntist Þór- eyju Sigríði Þórðardóttur árið 1960. Hún lést árið 1992. Systkini Sigurðar Demetz, öll yngri, eru Ulrike, læknisfrú, Ivo, forstjóri, Franz, listamaður, og Giancarlo, húsvörður, sem er látinn. Með Sigurði Demetz er geng- inn merkur listamaður og söng- frömuður, lærimeistari margra kunnustu óperusöngvara íslensku þjóðarinnar. Hann var sæmdur stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu söng- menntunar á íslandi, riddarakrossi ítalska ríkisins og kjörinn heiðurs- borgari í fæðingarbæ sínum. Hann var verndari Nýja söngskólans Hjartansmáls. Sigurður Demetz Franzson stjórnaði kórum. Jafnframt varð hann vinsæll fararstjóri útlendinga í kynnisferðum um landið. Ymislegt varð Sigurði Demetz að fótakefli á ferlinum á umbrota- tímum í álfunni. Styrjaldir og veik- Alþýðusamband íslands segirþá sem lœgstu launin hafa ekki njóta góðœrisins og að stjórn- völd verði að beita sér til að koma á efnahagslegum stöðugleika. SA hvetur til aðhalds. Skerðing kjara Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands tekur undir orð Hannesar um að forsendur kjarasamninga verði til endurskoðunar í haust. Lítið sé um málið að segja á þessu stigi, annað en að litlar eða engar líkur séu á að verðbólga verði það lág að til endur- skoðunarinnar komi ekki. Hann hefur hinsvegar áhyggjur af stöðu láglaunafólks um þessar mundir. „Okkar fólk er að upplifa skerð- ingu sinna kjara, bæði vegna þess að neysluvörur eru dýrari en áður en líka vegna verðtryggingar lána.“ En finnst honum grundvöllur fyrir hækkunum lægstu launa nú? „Ég ítreka aftur að auðvitað hefur ASÍ fullan skilning á því að ekkert launaskrið er hjá mörgu fólki sem ekki býr við lökustu kjörin. Ég tel hinsvegar að stóra málið sé að skapa stöðugleika í hagkerfinu og stjórn- völd hafa ekki verið að standa sig þar. Seðlabankinn er búinn að hækka vexti mjög mikið og mér finnst það ekki bera vott um stöðugleika að vextir bankans séu nú komir yfir 12%. Hagstjórnin er ekki í lagi og þar þarf að gera eitthvað,“ segir Gylfi. SEKSY armbandsúr frá SEKONDA Mikil spenna hefur einkennt vinnu- markað hér á landi að undanförnu. Atvinnuleysi er nú nánast í sögu- legu lágmarki og launaskrið er nokkuð. Þegar svo árar getur launa- fólk auðveldlega fundið sér nýja vinnu ef eitthvað er í ólagi á gamla vinnustaðnum, sem og krafið vinnu- veitendur sína um launahækkanir, m.a. með hótunum um að hætta störfum. Þrátt fyrir að fjölmargir starfs- menn hafi náð að auka tekjur sínar að undanförnu er svo ekki um alla. Þannig er stór hópur sem einungis hefur notið lágmarkshækkana launa sem kjarasamningar kveða á um. Þær hækkanir eru hinsvegar undir verðbólgu um þessar mundir þannig að kaupmáttur þessa fólks hefur í einhverjum tilfellum minnkað. Aðilar vinnumarkaðarins hafa áhyggjur af stöðu mála en hafa hins- vegar mjög ólíkar forsendur fyrir áhyggjum sínum. Aðhald þarf í opinberum rekstri „Það mun reyna á verðlagsforsendur kjarasamninga í september og kjara- samningar eru uppsegjanlegir um næstu áramót ef forsendunefnd kjarasamninga kemst ekki að nið- urstöðu um hvernig vega á upp á móti mikilli verðbólgu um þessar mundir,“ segir Hannes Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. „Annaðhvort munu samningarnir halda eða falla. Það.er ekki hægt að tala um mikið uppnám þangað til.“ Mikill þrýstingur er frá m.a. ófag- lærðum starfsmönnum hins opin- bera að laun þeirra verði hækkuð, eins og m.a. fréttir síðustu daga Þrátt fyrir að margir (slendingar hafi hækkað verulega í tekjum á undanförn- um misserum á svo ekki við um alla. um setuverkfall starfsmanna dvalar- heimila aldraðra sýna. „Stjórnvöld verða að standa gegn þessum launaþrýstingi. Það er engin önnur leið fær því mjög mik- ilvægt er að það verði aðhald í opin- berum rekstri á næstunni til að ná jafnvægi á ný í þjóðarbúskapnum," segir Hannes.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.