blaðið

Ulloq

blaðið - 08.04.2006, Qupperneq 10

blaðið - 08.04.2006, Qupperneq 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 bla6ÍA Louis Eppolito á leið í réttarsal. Reuters Leigumorðingjar : í röðum lögreglu 1 Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, ávarpar samkomu f mosku í Khan Younis flóttamannabúðunum f gær. Heimastjórn Hamas-samtakanna er tilbúin til viðræðu um tveggja ríkja lausn á deilu Israelsmanna og Palestínumanna. Þetta var haft eftir háttsettum embættismanni innan heimastjórnarinnar í gær. Embætt- ismaðurinn, sem er ónafngreindur, sagði ennfremur að Ismail Haniyeh, forsætisráðherra, myndi ræða hug- myndir um útfærslu á slíkri lausn við Mahmoud Abbas, forseta Palest- ínu fljótlega. Talið er að Haniyeh sé tilbúinn að opna á slíkar viðræður við forsetann gegn því að Abbas láti ríkisstjórn Hamas eftir umsjón með öryggissveitum Palestínu, en Abbas hefur á umdeildan hátt falið nánum bandamanni sinum yfirumsjón með öryggismálum landsins. Abbas hefur með markvissum hætti reynt að draga úr völdum ríkisstjórnar Hamas til þess að reyna að koma í veg fyrir einangrun Palestínu á alþjóðavettvangi. Viðurkenning á tilverurétti fsraels? f gær var einnig var haft eftir utan- ríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, í breskum fjölmiðlum að Hamas gæti hugsað sér lausn á deilu ísraela og Palestínumanna sem fæli í sér einhverskonar viðurkenningu á tilverurétt Ísraelsríkis og að sam- tökin væru reiðubúin til þess að ræða slíka lausn við fulltrúa Banda- ríkjanna, Rússlands, Evrópusam- bandsins og Sameinuðu þjóðanna. Þessar yfirlýsingar stangast á við nýleg ummæli Haniyeh frá því á fimmtudag en þá sagði forsætisráð- herrann að Hamas myndi aldrei við- urkenna tilverurétt ísraels. Misvísandi ummæli ráðamanna í Palestínu þykja benda til þess að alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Hamas sé að verða til þess að hóf- söm öfl innan samtakanna séu að styrkjast. Vegna efnahagsþving- ana Vesturlanda, sem flest flokka Hamas-samtökin sem hryðjuverka- samtök, er heimastjórnin í fjárhags- legu svelti og verulega hefur dregið úr getu Hamas til þess að halda um stjórnartaumana. Efiðleikar Hamas eru miklir og talið er að ummæli síðustu daga endurspegli tilraunir ráðamanna samtakanna til þess að sigla milli skers og báru: að þeir vilji koma til móts við kröfur alþjóðasam- félagsins til þess að komast hjá við- skiptaþvingunum án þess að ganga alla leið og viðurkenna tilverurétt ísraels og afvopnast. Tveir lögreglumenn í New York borg í Bandaríkjunum, Louis Eppolito og Steven Caracappa, voru dæmdir á fimmtudag fyrir aðild að átta morðum sem voru framin í borginni á árunum 1986 til 1990. Mennirnir eru á sjötugs- og áttræðisaldri. Morðin voru að sögn ákæruvaldsins framin gegn greiðslu frá ítölsku mafíunni. Þeir Eppolitio og Caracappa voru fundnir sekir um að hafa framið tvö morðanna sjálfir. í hinum sex tilvikunum misnotuðu þeir vald sitt sem lögreglumenn, handtóku fórnarlömbin og komu þeim í hendur leigumorðingja mafíunnar. Lögreglumennirnir eru sagðir hafa fengið fjögur þúsund dollara greidda á mánuði fyrir þjónustu sína, en það samsvarar tæplega 300.000 íslenskum krónum. Þeir fengu hinsvegar greidda mun hærri upphæð í þeim tilvikum er þeir sáu sjálfir um morð. Bæði Caracappa og Eppolito voru margheiðraðir fyrir störf sín innan lögreglunnar. Car- acappa aðstoðaði við að stofna sér- deild innan lögreglunnar sem barð- ist gegn skipulagðri glæpastarfsemi og Eppolito þótti sérstaklega fær í að leysa glæpamál. Þrálátur orðrómur var um að flestar handtökur hans kæmu til eftir ábendingar frá með- limum mafíunnar, en faðir hans var háttsettur innan raða hinnar frægu glæpaklíku sem kennd var við Carlo Gambino. Eftir að Eppolito settist í helgan stein árið 1990 skrifaði hann ævi- sögu sína, Mafía Cop, þar sem hann lýsir sjálíúm sér sem strangheiðar- legum lögreglumanni sem alinn var upp af glæpalýð. Eppolitio gerði sig dælt við handritagerð og kvik- myndaleik á tíunda áratugnum og lék meðal annárs Feita Andy í kvik- mynd Martin Scorcese, Goodfellas. Hamas sendir torræð merki til alþjóðasamfélagsins SETTU ÞAÐ SAMAN Ml AF HVERJU AÐ BORGA MEIRA? Komdu í ORMSSON Smáralind og Akureyri! TF 5TSP jf- Dekor Kastame/800 FRÁ VERÐ 186 100 Bjóðum úrval vandaðra og gullfallegra innréttinga í eldhúsið, baðherbergið ásamt fataskápa í svefnherbergi og geymslur á frábæru verði. „Settu það saman"er ósamsetta línan frá HTH. Engin afgreiðslufrestur- Afhent beint af lager.' Kynntu þér málið - þú sérð ekki eftir því! Rennihuröir - Fataskápar Settu það saman býður einnig upp á skemmtllegar skápasamstæður meö rennlhurðunum vlnsælu. Einfalt að flytja, einfalt í uppsetningu. Mikiö og fallegt úrval. __(íí)__ RáDIONAO; ORMSSON FURUVÖLLUM - AKUREYRI HTH-deild • SÍMI 461-5003 TiLBOÐU 33% afs/áttur Dekor Hvid Bog/600 82.390,- AEG HEIMILISTÆKIÁ TILBOÐSVERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTU ÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR ELDHUSPAKKINN ALLUR PAKKINN 99.900,- ORMSSON SMÁRALIND • SÍMI 530-2900

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.