blaðið - 08.04.2006, Síða 12
12 I DEZGLAN
LAUGARDAGUR 8..APEÍL 2006 blaöiö
Urg Ala Buks Unum eftir Jan Pozok
Samskipti
manna og trölla
Út er komin myndasögubókin Urg
Ala Buks Unum eftir myndasögu-
höfundinn góðkunna Jan Pozok.
Höfundur gefur sjálfur bókina
út en myndasagan birtist áður í
myndasögublaðinu Bleki. Sagan
er lauslega byggð á þjóðsögunni
,Skessan á steinnökkvanum" sem
Jón Árnason tók saman og segir
frá samskiptum manna og trölla.
I tilefni af útgáfunni mun höfund-
urinn árita bókina í myndasögubúð-
inni NEXUS við Hverfisgötu í dag,
laugardag frá kl. 14 til 16.
Vaiva Straukaité, 23 ára stúlka frá Litháen
sem búið hefur á Akureyri í 3 ár.
Ragnhildur Aöalsteinsdóttir tók allar Ijós-
myndir á sýningu sem annars árs nemar
við Háskólann á Akureyri hafa sett upp í
Ketilhúsinu.
Útlendingar
í Eyjafirði
1 dag laugardag kl. 16 opnar Jón
Kristjánsson félagsmálaráðherra
ljósmyndasýningu sem nemendur
á 2. ári í fjölmiðlafræði við Háskól-
ann á Akureyri hafa sett upp í Ket-
ilhúsinu þar í bæ. Yfirskrift sýning-
arinnar er „Útlendingar í Eyjafirði"
en undanfarin ár hefur erlendu
fólki fjölgað hratt í firðinum og þar
búa nú rúmlega 400 útlendingar
frá um 40 löndum. Annars árs fjöl-
miðlafræðinemar við Háskólann
Frábært helgartilboð - 4 nætur
Terra Nova býður einstakt tækifæri á helgarferðum í sumar til þessarar
einstöku borgar.
Góð gisting á frábærum kjörum.Eiffelturninn,Sigurboginn,
Latínuhverfið, Montmartre, Signa, Champs Elysées, Concordetorgið.
París kemur sífellt á óvart og er endalaus uppspretta mannlífs,
menningar og rómantíkur.Tryggðu þér flug og gistingu strax því
framboðið á þessu einstaka tilboði er mjög takmarkað.
Kr. 49.990
Flug, skattar og gisting I tvíbýli
á Holiday Inn Biblioteque með morgunverði í 4 nætur.
Netverð á mann.
Skógarhlíö 18-105 Reykjavik - Sími: 591 9000
www.terranova.is ■ Akureyri sími: 461 1099
Hafnarfjörður simi: 510 9500
Laugavegi61 • Sími 552 4930
www.jonogoskar.is
íjúlí og ágúst
Frá aðeins kr. 49.990
Bókaðu á
www.terranova.is
SPENNANDI VALKOSTUR
Sálumessa
Mozarts
Fjórir kórar leiða saman hesta sína í
Breiðholtskirkju í dag þar sem Sálumessa
Mozarts verðurflutt ásamt hljómsveit.
I tilefni af því að 250 ár eru liðin frá
fæðingu Mozarts mun 90 manna kór
ásamt einsöngvurum og 30 manna
sveit úr Sinfóníuhljómsveit íslands
flytja Requiem, sálumessu Mozarts,
á tvennum tónleikum í Reykjavík
og á Selfossi fyrir páska. Flutningur
sálumessunnar er samstarfsverk-
efni fjögurra kóra sem eiga það sam-
eiginlegt að vera ýmist stjórnað eða
að njóta raddþjálfunar söngvarans
Keith Reed. Kórarnir sem um ræðir
eru Landsvirkjunarkórinn, Samkór
Selfoss, Samkór Reykjavíkur og
Kirkjukór Breiðholts. Requiem er
meðal síðustu tónverka sem Mozart
vann að er hann lést árið 1791 aðeins
35 ára að aldri.
Æfingar kóranna fjögurra á
Requiem hafa staðið yfir frá ára-
mótum og hefur verið æft þrisvar til
fjórum sinnum í viku en flutningur
verksins tekur um 55 mínútur. Ein-
söngvarar á tónleikunum verða þau
Þuríður G. Sigurðardóttir og Olöf
Inger Kjartansdóttir sópranar, Jó-
hanna Ósk Valsdóttir, alt, Bjartmar
Sigurðsson, tenór og Keith Reed,
bassabaritón. Hljómsveitarstjóri
er Gunnsteinn Ólafsson og konsert-
meistari Sif Tulinius.
Fyrri tónleikarnir voru í Selfosskirkju
í gær en þeir síðari í Breiðholtskirkju (
dag kl. 17. Aðgöngumiðar eru til söiu
hjá kórfélögum og við innganginn.
á Akureyri hafa nú fangað sögu
30 þessara einstaklinga og mark-
miðið með sýningunni er að koma
erlendum íbúum á framfæri, auk
þess að koma af stað umræðum um
tengsl milli íslenskra og erlendra
íbúa á Eyjafjarðarsvæðinu.
Sýningin verður opin í Ketilhús-
inu 9. -11. apríl frá kl. 13-17.
Tískusýning
leiklistarnema
Leiklistarnemar á þriðja ári i Lista-
háskóla íslands verða með tískusýn-
ingu í versluninni Monu á Lauga-
vegi 66 kl. 14 í dag. Tískusýningin
er haldin í tilefni eins árs afmælis
verslunarinnar en jafnframt verður
viðskiptavinum boðið upp á 15% af-
slátt á vor- og sumarvörum.
í versluninni er til sölu leðurfatn-
aður, töskur og taufatnaður frá Dan-
mörku, Þýskalandi og Serbíu og
Svartfjallalandi.
Einnig eru seldar vörur eftir átta
íslenska hönnuði svo sem fatnaður,
fylgihlutir, skór, skartgripir og
lampar.
Boðið verður upp á léttar veitingar
og eru allir hjartanlega velkomnir.
Bílaleigubíll í Danmörku
frá 3.411 kr á dag
Ford Fiesta eða sambærilegur.
Verðdæmi Portúgal * * 2.281,- Spánn 2.672,-*
ýmis lönd: Frakkland ** 2.426,- Þýskaland 2.442,-*
Innifalið í leiguverði erlendis: Ótakmarkaóur akstur, skattur, tryggingar og afgreiðslugjald á flugvelti - ekkert bókunargjald.
** M.v. 7 daga lágmarksleigu, verð er háð gengi og getur breyst án fyrirvara
Bókaðu bílinn heima í síma 461-6010
* THE (HS7TTU7E OF TRANSPORT MANAGEMENT (ITM)
VawniCarRMii
valdi National sem bílaleigu
ársins 2006 bæði i Bretlandi
og Evrópu. Þetta er annaö
árið í röð sem sem þessi
heiður hlotnast fyrirtækinu
í Bretlandi, en þriöja áriö i
röð sem National er kosin
besta bílaleigan f Evrópu.
BÍLALEIGA
AKUREYRAR
þínar þarfir - okkar þjónusta.
Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga | erlendis@holdur.is | holdur.is