blaðið - 08.04.2006, Síða 14

blaðið - 08.04.2006, Síða 14
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. KANNSKI í EVRÓPU Aþessum vettvangi hefur nokkrum sinnum verið minnst á þann merka viðburð árið 2002 þegar Bandaríkjamenn tóku sig til og fluttu ísland og fslendinga til Evrópu. Þar ræddi um einhliða ákvörðun stjórnvalda i Washington að færa varnir fslands undir hina risa- stóru Evrópuherstjórn Bandaríkjamanna. Fram til þess tíma hafði ísland heyrt undir tiltekna herstjórn í Bandaríkjunum og voru varnir ríkjanna samtengdar með nokkuð einstökum hætti. Þegar ísland var flutt til Evrópu hvarf sérstaðan sem svo margir höfðu upphafið. Vafalaust finnast þess dæmi í sögunni að lönd og þjóðir hafi verið fluttar til í landfræðilegum og hernaðarlegum skilningi en tæpast eru þau mörg. Eftirá að hyggja var þessi rás atburða hvað fsland varðar býsna skondin en ef til vill voru umskiptin ekki jafn dramatísk og ætla hefði mátt; vitan- lega eru fslendingar Evrópuþjóð þótt að sönnu byggi þeir eitt jaðarríkja álfunnar. Þessi ákvörðun Bandaríkjamanna var á hinn bóginn merkileg að því leyti að vestra höfðu menn lengi átt í mestu vandræðum með að komast að niðurstöðu hvort telja bæri fsland til Evrópuríkja. Því má halda fram með traustum rökum að afskipti Bandaríkjamanna af heimsstyrjöldinni síðari hafi hafist er ákveðið var að senda hingað til lands varnarlið til að leysa af hólmi hið breska sem komið hafði árið áður. f þessu fólust að því er þá var haldið fram, ekki bein afskipti af ófriðnum í Evrópu. Lína var dregin og fsland hafnaði vestan hennar. f stórmerkilegri ævisögu sinni „From Hiroshima to Glasnost" bregður Paul H. Nitze ljósi á þennan vanda Bandaríkjamanna. Nitze, sem lést í hárri elli árið 2004, var um tíma helsti samningamaður Bandaríkjastjórnar í af- vopnunarviðræðum við Sovétmenn. Nitze var í hópi þeirra hugsuða sem mótuðu utanríkisstefnu Bandaríkjanna á árum kalda stríðsins. f bókinni segir Nitze frá viðræðum sem hann átti árið 1982 í Sviss við Júlíj Kvístín- skíj, helsta samningamann Sovétstjórnarinnar. Þessi fundur þeirra telst nú sögulegur og er oft vísað til hans sem „gönguferðarinnar í skóginum“. Þeir piltarnir ræddu gífurlega flókin afvopnunarmál. Upp kom í viðræð- unum hvernig skilgreina bæri hugtakið „Evrópa". Þá spurði Kvístinskíj hvort hin landfræðilega skilgreining ætti við um eyjar álfunnar. Nitze kvað svo vera og nefndi Bretland og írland. „Hvað með fsland?" spurði þá Kvístínskíj. „Kannski“, var svar Nitze. Nú tæpum aldarfjórðungi eftir þessa frægu gönguferð hafa Bandaríkja- menn fyrir sitt leyti loks veitt afdráttarlaust svar við þessari spurningu. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 14 I ÍLIT LAUGARDAGUH 8. APRÍL 2006 blaöiö TÁU- 5E&Í5T »5Ko æTlr m mKþ GMWErí rmuNA síua, ENfH ui&i RÚV H/lNfl". EN H/tNW aé >6 TiL í AC STUfl SJáLTuRfl HSVIA AAETJOKIÍUK.,. KAuPLAUST. Mikilvægi Framsóknarflokksins Síðustu daga hef ég verið að velta fyrir mér hlutverki Framsóknar- flokksins. Ég veit að það stendur öðrum nær en mér að íhuga stöðu þess flokks en þegar maður er löngum stundum einn með sjálfum sér þá hugsar maður margt og stundum um það sem stendur manni einna fjærst, eins og til dæmis Framsóknarflokkinn. Eg er örugglega ekki ein um það að eiga í erfiðleikum með að átta mig á hlut- verki Framsóknarflokksins. Þetta hefur lengi verið fremur stefnulaus og hugmyndasnauður flokkur og á seinni árum verður ekki betur séð en á hann hafi sótt leti, svona svipað og gerist gjarnan hjá fólki sem hefur lengi verið í sama starfi. Það tapar eldmóði og áhuga en ekki hvarflar að því að hrista af sér slenið. Það nennir ekki að hafa fyrir því. I gærmorgun opnuðust augu mín, mjög skyndilega og óvænt, fyrir mik- ilvægi Framsóknarflokksins. Þá las ég Staksteina Morgunblaðsins. Þar er Staksteinahöfundur greinilega að gæla við þá hugmynd að Sjálfstæð- isflokkur og Vinstri grænir leiði saman hesta sína eftir borgarstjórn- arkosningar í vor. Opinberun eftir Stakasteinaskrif Staksteinar eru eftirlætisefni mitt í íslenskum dagblöðum. Ég hef gaman af mönnum sem geta skrifað á svo ósvífinn og fyndnan hátt að jafnvel rólyndustu menn ærast og skrifa lesendabréf til Morgun- blaðsins þar sem þeir veina eins og stungnir grísir undan því sem þeir kalla „nafnlaus og rætin skrif Morg- unblaðsins". Þá hvílir Staksteinahöf- undur sig i nokkra daga og snýr sér að rólegri skrifum og þeir stórmóðg- uðu halda að hann hafi séð að sér og iðrast en þá snýr eiturpenninn aftur og heldur uppteknum hætti, eins og þeir gera sem láta ekki hvarfla að sér að skammast sín. Kolbrún Bergþórsdóttir Mig hefur lengi langað til að skrifa eins og Staksteinahöfundur en það hefur hver sinn stíl og ég er of mikil dama í eðli mínu til að geta náð li- stagóðri færni hans í meinlegum skrifum. Ég verð þó að segja eins og er að mér var lítt skemmt þegar ég las nýjustu hugmynd Staksteina- höfundar um samkrull Sjálfstæðis- flokks og Vinstri grænna. „Hvað hefur komið yfir drenginn?11 hugs- aði ég. Svo fór ég að hugsa meira og enn meira. Og allt í einu áttaði ég mig á hlutverki Framsóknarflokks- ins og mikilvægi hans. Gangvirki íslenskra stjórnmála Framsóknarflokkurinn verður að vera til beinlínis vegna tilveru Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þeir flokkar hafa fjöldafylgi en þó ekki svo mikið að þeir geti staðið einir. Þeir þurfa hæfilega lítinn og mátulega leiðitaman flokk með sér í ríkisstjórn. Hverfi Framsóknar- flokkurinn standa Vinstri grænir eftir og eru komnir í lykilaðstöðu við ríkisstjórnarmyndun. Það er ægileg tilhugsun því þarna á í hlut flokkur sem samanstendur af fólki sem hatast við eigin samtima og óttast fátt meir en erlend áhrif og nútímavæðingu. Slíkur flokkur á ekki erindi í starfsama ríkisstjórn en vissulega má hafa nokkuð gaman af honum sem sérviskulegum stjórnarandstöðuflokki. Ég veit ekki hvað á að verða Framsóknarflokknum til bjargar en flokkurinn má ekki þurrkast út. Hann er eins og minnsta tannhjólið í klukknaverki. Án hans myndi klukkan ekki virka. Að þessu leyti gegnir Framsóknarflokkurinn mikilvægu hlutverki í gangvirki ís- lenskra stjórnmála. Framsóknarflokkurinn verður að vera til. Hann má bara ekki verða of lítill og hann má heldur ekki verða of stór. Höfundur er blaðamaður Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Dugnaður Ögmundar iónassonar, þingmanns Vinstri grænna, vekur í senn aðdáun og furðu. Margir velta fyrir sér hvaðan sá frumkraftur komi sem Ögmundur býr yfir. Auk þess að vera mikilvirkur í stjórnmálum er hann sem kunnugt er formaður BSRB. Fyrir það starf þiggur hann ekki laun að því er fram kom í viðtali við Blaðið á fimmtudag. Nú er ögmundur einnig orðinn formaður regnhlíf- arsamtaka norrænna starfsmanna í „opinberri þjónustu" eins og það heitir víst. Og fýrir það starf þiggur hann ekki heldur laun. Prátt fyrir miklar annir hefur Ög- mundur tíma til að bregða sér til útlanda. Á vefsfðu sinni veltir Össur Skarphéði nsson því fyrirsérhvað Ögmundur hafi verið að gera f París á dögunum. Tilefnið er að á sama tíma og Ögmundur var í París réðust óþekktir mótmælendur inn á skrifstofu franska þingmannsins Pierre Lallouche en hann mun vera forseti þingmannasamtaka NATO og málkunnugur Össurri. Ögmundur mun hafa litlar mæturá Lallouche þessum og veltir Össur upp þeim möguleika að Ögmundur hafi farið fyrir þeim sem lögðu skrifstofu þingmannsins í rúst. Ögmundur er að vísu þekktur fyrir að fylgja orðum sínum og skoðunum af einurð og hörku en heldur þykir klippara að frið- arsinnanum vegið. Er ekki líklegra að norrænu samtökin séu einfaldlega (útrás? Það eru víst æði margir f „opinberri þjónustu" i Frakklandi. Djúpar greiningar á stöðu íslenskra ör- yggis- og varnarmála má víða finna þessa dagana. Svo halda menn því fram að enga þekkingu sé að finna á þessu sviði á (slandi! Einn þeirra sem kvatt hefur sér hijóðs að undanförnu er Magnús Þór Hafsteinsson, K þingmaður Frjálslynda flokks- H ins. I athyglisverðri grein á vef- Hk.Á-> Æ síðu sinni fjallar Magnús Þór tH um mikla flotauppbyggingu Norðmanna ogsegir m.a; „ íg flutti ræðu ídagl þinginu þegar Geir Haarde flutti skýrslu sína um utanrlkismál. Þar vakti ég athygli á hinum nýja sjóherNorð- manna. Reyndi að draga sjónir manna að þvi hvað þetta þýddi I raun. Ég vona að GeirHaarde hafi hlustað granntá þaðsemégsagði. Ég var nefnilega að tala um hlutisem skipta miklu máli til framtíðar I öryggis- og varnar- málum okkar íslendinga. Sú framtið mun felast I þvi sem gerist I Norðurhöfum."

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.