blaðið - 08.04.2006, Page 22

blaðið - 08.04.2006, Page 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaöið Skipti ekki um hlutverk ,Ég tók að mér fjögurra ára verkefni og er reiðubúinn að endurtaka það. Á þessum tíma hefur orðið mikil uppbygging í Reykjanesbæ og það er brýnt að henni sé haldið áfram. 1 kosningunum í maí verður þessi tími gerður upp og þá kemur í ljós hvað mönnum finnst,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri i Reykjanesbæ. Árni á nokkuð merkilegan pólit- ískan feril og var um tíma borgar- stjóri í Reykjavík en afskipti hans af borgarmálum hófust í borgarstjóra- tíð Davíðs Oddssonar en þá var Árni borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Hvernig var að vinna með Davíð? „Það var mjög skemmtilegt. Á sínum tíma var ég formaður félags- málaráðs. Ég hélt því fram að með því að bæta þjónustu félagsþjónust- unnar kæmust fleiri til sjálfshjálpar. Einhverjir sögðu þetta greinileg merki þess að ég væri vinstrimaður. Eitt af hlutverkum mínum sem for- manns var að taka við ýmsum er- indum bæjarbúa sem komu á minn fund. Þetta voru oft mjög erfið við- töl. Einhverju sinni sat ég frammi í biðsal og beið eftir Davíð þar sem hann var á borgarstjóraskrifstof- unni. Við hlið mér sat kona með tvö mjög ung börn sem hún átti erfitt með að halda í. Hún var greinilega þreytt og allt hennar fas bar með sér að líf hennar væri erfitt. Hún var kölluð inn í síðasta viðtal dagsins hjá Davíð. Hún fór með börnin inn á skrifstofu hans og kom út aftur nokkrum mínutum síðar. Ég heyrði hana segja: „Ó, þakka þér fyrir Davíð minn. Þetta er frábært. Vertu bless aður.“ Ég fór inn til Davíðs og sagði: ,Það er ótrúlegt hvernig þú ferð að þessu. Ég sit með þessu sama fólki og græt með því. Eg reyni að finna lausnir en það er erfitt og sjaldnast fæ ég svona bros í lokin.“ Davíð svar aði: „Þú ert ungur og þetta lærist“. Daginn eftir var ég með viðtals tíma og þá kom til mín þessi kona með börnin tvö. Hún sagði: „Hann Davíð sagði að þú myndir örugglega bjarga þessu fyrir mig“. Þá skildi ég gleði hennar daginn áður. Ég lærði heilmikið af Davíð. Hann er mjög skynsamur og íhugar hluti vel þótt hann geti líka verið snöggur til. Ég tók eftir því að þegar hann stóð frammi fyrir því að taka ákvarð anir þá var hann glöggur á hvað hvað mætti gerjast lengur og hvað þyrfti strax að leysa. Ég lærði af því. Lífið er meira en pólitík Menn ( Sjálfstxðisflokknum segja mér að þegar Davíð lét af embœtti borgarstjóra hafi hann viljaðþigsem arftaka sinn. „Mér fannst hann alltaf vera mjög hlynntur mér og reiðubúinn að styðja mig. Það var hins vegar aldrei nógu skýrt frá þvi gengið því þá hefði það eflaust orðið. Hann var eðlilega mjög upptekinn af sínum málum á þessu tímabili og lét valið um arftaka sinn í hendur borgarfull- trúa. Það mynduðust tvær blokkir og ég tel að ég hafi haft yfirhöndina í hópnum en samt ekki mjög sterka yf- irhönd. Þegar ég lít til baka sé ég að á þessum tíma hafði ég eignast sterka andstæðinga. Samherjar mínir, nokkrir borgarfulltrúar, voru sumir mjög ósáttir við þennan Árna Sigfús- son eftir baráttu við hann í ungliða- hreyfingunni. Þeir beittu sér gegn mér. Ég vil ekki nefna nöfn því þetta er ágætis fólk. Ég hef verið lengi í pólitísku starfi og í ungliðahreyfingunni tók ég að mér að fara gegn ríkjandi vald- höfum. Ég var áberandi í Heimdalli og fannst þar ríkja of mikil væru- kærð og kallaði bisnessmennina í þeim félagsskap kokteildrengi. Það sat í þeim. Ég náði kosningu formanns á mjög fjölmennum aðal- BlaomtelnarHugi fundi. í SUS fór ég í formannskjör gegn ríkjandi valdhöfum, ágætum félögum mínum í dag. Áhyggjur mínar og fleiri beindust að því að þar væri Sjálfstæðisflokkurinn að einangrast, það væru að verða Það er léttara en þig grunar að endurnýja g I e ra u g u n þ í n! B *- — Sjóntækjafræðingur með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga GLERAUGNAVERSLUN Gleraugað í bláu húsunum við Faxafen Sími:568 1800

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.