blaðið - 08.04.2006, Síða 23

blaðið - 08.04.2006, Síða 23
blaðið LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 VIÐTAL I 23 til litlar klíkur sem aldrei mætti verða. Þegar valdið hefur verið lengi í kringum sama hóp þarf að brjóta hann upp. Þótt þarna væru ágætis kunningjar mínir, eins og félagi Hannes Hólmsteinn, þá fannst mér nauðsynlegt að fara gegn þeim. Upp- haflega stóð til að Hreinn Loftsson biði sig fram til formennsku í SUS í mínu liði en það breyttist og ég fór fram og sigraði. Ég fann fyrir þessari fortíð þegar baráttan stóð um arftaka Davíðs. Ég átti harða andstæðinga innan flokksins. Ég hafði lagt áherslu á að ég myndi ekki kaupa menn til fylgis við mig úr þessum hópi. Annað hvort yrði mér falið þetta verkefni eða einhver annar tæki það að sér. Engin niðurstaða varð í því máli og Davíð kallaði til þriðja aðil- ann, Markús Örn Antonsson sem tók við borgarstjórastarfinu. Ég hét Markúsi fullum stuðningi og vann með honum þar til hann ákvað mjög skyndilega að stíga frá. Þá var mjög einarður vilji að ég tæki við af honum, einungis þrír mánuðir til kosninga og fylgistölur höfðu mælst í lágmarki, 30 prósent. Kannski hugs- uðu einhverjir mér þegjandi þörfina með því að etja mér á foraðið. R-list- inn varð til á þessum tíma og sigraði í kosningunum en Sjálfstæðisflokk- urinn fékk rúmlega 47 prósent fylgi. Ég náði góðum árangri en ekki nægi- legum árangri." Reykjavíkurlistinn tók við borginni og þú hvarfst til annarra starfa. Á því tímabili sem pólitískum ferli þínum virtist lokið þá hefurðu varla veriðfullkomlega ánœgður? „Lífið er mikið meira en pólitík og ég er ekki bara einhver starfstitill. Auðvitað vill maður hafa betur í pól- itískri baráttu en ef það gerist ekki þá er mikilvægt að maður geti horft til baka og verið sáttur við vinnu sína, viti að maður hafi ekki farið fram úr sér og hvorki skaðað aðra né sjálfan sig.“ Hreinskilna leiðin Hvernig heldurðu að baráttan um borgina fari núna? „Eg vona að hún fari vel. Það er ágætis stuðningur við Sjálfstæðis- flokkinn. Mér finnst meiri sannfær- ingakraftur í sjálfstæðismönnum en Samfylkingunni. Ég held að borgar- búar hlusti fremur á rök en ræður.“ Hefurðu einhver ráð til borgarfull- trúa flokksins? „Ég er ekki hrifinn af „ég“-stjórn- málum. Mér finnst stjórnmálamenn segja of mikið: „Ég“ - eins og þeir séu einir í baráttunni. Mér finnst að borgarstjórnarflokkur sjálfstæð- ismanna eigi að beita „við“ -stjórn- málum. Þetta er öflugur hópur með góða forystu. Honum farnast vel með því að samnýta kraftana“ Ertu bjartsýnn áaðþú ogþinn flokkur vinni meirihluta í Reykjanesbœ? í Reykjanesbæ hafa Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn samein- ast og ég upplifi á skemmtilegan hátt sömu hluti og gerðust forðum. Áður hafði ég þrjá mánuði til að vinna og sýna hvað ég vildi gera en nú hef ég haft fjögur ár. Ég held að það skipti sköpum." Hvernig stjórnmálamaður heldurðu að þú sért? „Eg held að ég sé ekkert öðru- vísi en aðrir stjórnmálamenn, hef mína kosti og galla. Ég hef fengið það góða blöndu af sigri og tapi að ég geri mér grein fyrir að hvoru tveggja fylgir ábyrgð. Ég er ekki „stand up comedian" sem stjórn- málamaður. Það eru til manngerðir sem hafa óskaplega gaman af því að vera stöðugt í framvarðarsveit og eru skemmtilegir í því hlutverki. Ég er í framvarðarsveit þegar ég þarf að verá það. Ef ég þarf þess ekki þá finnst mér mjög gott að draga mig í hlé. Auðvitað hef ég þurft að beita hörku í pólitík og taka á mönnum. 1 fyrirtækjarekstri hef ég líka þurft að takast á við erfið verkefni og segja upp fólki, stundum vinum minum.“ Velurþú mjúku leiðina í slíku? „Hreinskilnu leiðina, myndi ég segja, og án hamagangs. Yfirleitt eiga allir sína kosti þannig að maður dregur þá fram um leið og maður segir viðkomandi að þeir henti ekki.“ Mikilvægi þungamiðjunnar Á árurn áður vargóð ímyndþín jafn- vel notuð gegn þér. Þér og konunni þinni var til dœmis lýst í áramótas- kaupi sem Ken ogBarbí. „Ég tók það ekki nærri mér enda þekkti ég ekki þennan Ken. Þetta er hluti af því að þola pólitík. 1 mínu nánasta umhverfi fannst mönnum þetta vera högg undir beltisstað. Ein- hverjir sögðu þó að ég hefði gefið færi á mér af því að myndir birtust af mér með fjölskyldunni. Það er ómögulegt annað en að slíkt gerist þegar ég á í hlut. Hún er það besta sem ég á. Ég er ekki leikari sem skipti um hlutverk eftir því sem hentar. Ég held að það sjáist nokk- urn veginn á mér hvernig ég er.“ Þú ert mikill fjölskyldumaður, erþað ekki rétt? „Hvað þýðir það að vera fjöl- skyldumaður? Ég á fjögur börn og er hamingjusamlega kvæntur. Ég hef gríðarlega gaman af að vera í ná- vist fjölskyldunnar. Börnin mín eru vinir mínir. Ég vinn mjög mikið og er ekki alltaf í beinu sambandi við þau en ég nýt þess best að vera með Bryndísi og fjölskyldunni þegar ég á frítíma. Ég er ekki með félögunum á pöbbnum að horfa á fótboltaleik af stórum skjá. Og ekki ennþá á golfvell- inum að gera tímamótasamninga! Hvaða lífsviðhorfhefurðu? „Ég trúi á Guð almáttugan, skap- ara himins og jarðar. Ég reyni að fylgja kenningum Jesús Krists en eins og öðrum mönnum gengur mér það misjafnlega. Engar kenningar um manninn og veginn þykja mér þó vera sterkari en þær. Eg trúi því að það besta sem menn geta gefið af sér sé innri kraftur sem þeir öðlast með því að leggja sig fram um að afla sér þekkingar og vera heiðar- legir. Gildi eins og sannleikur skipta mjög miklu máli. Sömuleiðis ástúð og það að menn geti gefið af sér til annarra. Ég hef mikið velt fyrir mér þungamiðjum hjá einstaklingum og trúi að ef maður hefur sterkan kjarna geti maður yfirstigið alla erfiðleika. En þá skiptir máli hver þungamiðjan er. Um þungamiðjur sumra er sagt að það sé fjölskyldan og það kynnu margir að segja um mig. Fyrir einhverjum er fjármála- heimurinn allt og geðsveiflur þeirra fara eftir hæðum og lægðum í gengi. Hjá öðrum er einn ástvinur þunga- miðjan. Þá fer líðan þín eftir því hvernig ástvinurinn lætur. Það sem ég er að segja er að þunga- miðjan þarf alltaf að vera í sjálfum þér. Ef þungamiðjan er fyrir utan mann sjálfan þá brestur karakter- inn um leið og þungamiðjan breyt- ist. Þungamiðjan þarf að vera æðri tímabundnum sveiflum eða utanað- komandi áhrifum. Trú og sannleikur eru stór hug- tök sem maður reynir að vinna úr af sínum veika mætti. En ef manni tekst það á einhvern hátt trúi ég að maður geti staðið eins og klettur í öllum áföllum. Og geti miðlað af sínum brunni. Þá getur maður reynst fjölskyldu sinni vel á erfiðum tíma. Og líka þeim sem gengið féll hjá. Þetta er mitt lífsviðhorf. Svo get ég auðvitað haldið við þig langar ræður um það þegar ég hef runnið á svellinu.“ \:y'\ ^cv-'-yv a rumum CAPRI NÝ SENDING W TILBOÐ 69.000.- Verð áður 89.000.- Meöan byrgðir endast KAROLIN NÝ SENDINIt TILBOÐ 119.000 áf ur 427000 / nú 29.900,- 497069 / nú 38.500,- áöúr 587060 / nú 48.000,- ðift 69.500 / nú 59.500,- sjálfstœð fjöðrun áður 59t600- verö nú kr 49.600- áöur 667060- verö nú kr 58.000- i x 200cm áður »9.000- verð nú kr 79.500- E/ecía er hágæða pokagormadýna með 240 gormum 6 hvem fermetir. Hún er svæðaskipt 15 misstíf svæði. Hver gormur er sér I ofnum poka, sem kemur I veg fyrir að einhver einn álagspunktur myndist og tryggir afslöppun fyrir hrygginn. mgmr//. . ■ ►* u • ■ v- með 6cm visco þrýstijöfnunarefni á svefnyfirboröinu. 160 x 200cm tilboð kr. 139.000,- 180 x 200cm tilboð kr. 159.000,- OPTIFLEX Ein vandaðasta uppbygging á rafstillanlegum rúmum. 80 x 200 cm verð frá 69.000. OO >mmmmm ö C ö u cn o £ £ £ húsgagnaverslun ^SCANA JUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁSTEINNIG i HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.