blaðið

Ulloq

blaðið - 08.04.2006, Qupperneq 36

blaðið - 08.04.2006, Qupperneq 36
36 I VIKAN LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaðiö Vikan í máli og myndum Mótmæli settu svip sinn á heims- fréttirnar í þessari viku eins og oft áður. Frakkar voru samir við sig og blésu til allsherjarverkfalls og mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á atvinnulöggjöf ungs fólks. Fólk safnaðist einnig saman til að mótmæla á Gasa- strönd og í Berlín þó að tilefnin hafi verið önnur. I Belgrad höfðu menn ekki tíma til að standa í mótmælum þar sem allt var á floti í borginni. Sömu sögu er að segja um fleiri borgir og bæi á meginlandi Evrópu þar sem mikil úrkoma og vorleysingar ollu mönnum miklum búsifjum í vikunni. Ljósmyndarar frétta- stofunnar Reuters um heim allan lágu ekki á liði sínu frekar en fyrri daginn og festu viðburði vikunnar á filmu. Alit á floti Serbneskur maður athugar hvort að almenningssími virki sem skyldi í Sava-fljóti í Belgrad. Vatnsyf irborð hefur hækkað mjög í ám og f Ijótum víða í Evrópu í vikunni vegna mikilla rigninga og vorleysinga. Lúður þeyttur Félagi hagsmunasamtaka fólks í málmiðn- aði f Þýskalandi blæs f lúður á mótmæla- fundi í Berlín. Hermenn marséra f Peking Kínverskir hermenn ganga i takt við hátið sem haldin var við Alþýðuhöllina í Peking á mánudag til heiðurs Saparmurat Niyazov for- seta Túrkmenistan. Niyazov var í sex daga heimsókn í Kina. Reuters Svissneskir varðliðar Fyrrverandi svissneskir varðliðar stilla sér upp í Castelgrande í Bellinzona í suðurhluta Sviss. I gær hófu varðliðarnir 720 km langa göngu frá Bellinzona til Rómar í því skyni að fagna 500 ára afmæli sfnu. Atvinnumótmælandi "e",m Brian Haw hefur staðið fyrir mótmælum f nærri fimm ár á torginu við Breska þinghúsið f London. Hann mætti á vaktina f vikunni þrátt fyrir lög sem banna mótmæli á torginu án heimildar lögreglu. ÚR&GULL Flröl • Miöba* Hafnarfjaröar • Sfml: 665 4666 Verð kr. 13.900 Meiri mótmæli Námsmær f frönsku borginni Nice með slagorð á vör á mótmælafundi á þriðju- dag. Allsherjarverkfall var f landinu vegna yfirvofandi breytinga á atvinnulög- gjöf ungs fólks sem auðveldar atvinnu- rekendum að segja upp starfsfólki sem er yngra en 26 ára. Hauskúpur í fangi Menn bera hauskúpur á trúarhátfð f borg- inni Siliguri f norðausturhluta Indlands. Puja er vinsæl hátfð sem fagnað er í af- skekktum byggðum í þessum landshluta.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.