blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLEBIDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 blaöið
Frá starfsemi Ævintýralands í fyrra
Ekkert
Ævintýraland
Sökum breytinga á húsa-
kynnum heimavistar Landbún-
aðarháskólans að Hvanneyri
verður ekki hægt að starfrækja
sumarbúðirnar Ævintýraland
þetta sumarið. Munu búðirnar
því taka sér ársfrí.
„Við biðjum öll þau börn sem
ætluðu að koma til okkar í sumar
og foreldra þeirra innilegar vel-
virðingar á þessu. Við leitum nú
að framtíðarhúsnæði fyrir sum-
arbúðirnar og mætum tvíefld og
hress til starfa að ári, sumarið
2007“ segir í tilkynningu frá að-
standendum Ævintýralands.
Segir nýjar reglur síst strang-
ari en í nágrannalöndunum
Blaðamannafélag íslands mótmœlirfyrirhuguðu dómsmálafrumvarpi harðlega.
dóms- og kirkju-
málaráðherra.
„Ég tel fullgild rök fyrir því að stuðla
að friðhelgi þeirra, sem eru í dóm-
húsum, og ákvæði frumvarpsins
um það efni er
síst strangara
en almennt
tíðkast í þeim
löndum, þar sem
frelsi fjölmiðla
er í heiðri haft.
Frumvarpið er
nú til meðferðar Björn Bjamason,
í allsherjarnefnd
Alþingis og leitar
hún umsagnar
og ræðir einstakar greinar þess,“
segir Björn Bjarnason um frumvarp
þar sem myndatökur og aðrar upp-
tökur í dómshúsum verða bannaðar.
Blaðamannafélag Islands (BÍ) hefur
mótmælt frumvarpinu harðlega, nú
síðast á aðalfundi félagsins fyrr í vik-
unni, þar sem eftirfarandi ályktun
um málið var samþykkt.
“Aðalfundur Blaðamannafélags
Islands, haldinn 19. apríl 2006, mót-
mælir harðlega fyrirætlunum um að
þrengja starfsskilyrði blaðamanna
sem fram koma í frumvarpi til laga
um breytingar á lögum til dómstóla.
Hágæða
prótein
mm w
Faar
hitaeiningar
Fundurinn
varar við
þróun í þá
átt að tak-
marka upp-
lýsingar
til al-
með ályktuninni
vilji félagið vara
við þróun sem
miðar að því
að þrengja
aðstarfs-
skil-
menn-
ings um
o p i n b e r
mál.”
Ekkert samráð haft
Arna Schram, formaður BÍ segir að
manna.
„Við teljum að
það sé ástæða fyrir t.d.
opnu þinghaldi í dómsstólum lands-
ins. Rökin eru meðal annars að al-
menningur eigi að vita hvað er að
gerast í opinberum málum, og inni-
falið í því er að-
gengi fjölmiðla.
Mér finnst skýr
ogsterkrökþurfi
til að takmarka
þennan aðgang
en slíkt er ekki
gert í frumvarp-
inu. Á hinn
bóginn gera fjöl-
miðlar sér grein
fyrir að frelsinu
fylgir mikil ábyrgð,“ segir Arna.
Hún segir ennfremur að ekki hafi
verið haft samráð við Blaðamannafé-
lagið við frumvarpsgerðina.
„Nei, það var ekki gert og mér
finnst það gagnrýnivert. Það er verið
að setja reglur sem skerða starfsskil-
yrði blaðamanna og við lesum um
þetta þegar búið er að leggja máið
fram á Alþingi. Mér hefði þótt
eðlilegra að rætt hefði verið við fé-
lagið um þessi áforrn," segir Arna
ennfremur.
Arna Schram,
formaöur Bf
Krónan styrktist í gær
Krónan styrktist um 2,2% í gær eftir
að hafa fallið um 9,6% frá því fyrir
páska og um 21% frá því um síðustu
áramót. Við lokun markaðar í gær
stóð dollarinn í 77,31 krónu, Evran
í 95.45 krónum og pundið í 137,8
krónum.
Um síðustu áramót stóð dollarinn
í 63,1 krónu, evran í 74,7 krónum og
pundið í 108,85 krónum.
Velta á gjaldeyrismarkaði í gær
nam rúmum 51 milljarði og hefur
veltan aldrei mælst hærri. Fyrra
metið var frá því í byrjun marsmán-
aðar en þá nam hún rétt tæpum 46
milljörðum króna.
I hálffimm fréttum greiningar-
deildar KB-banka í gær segir að
raungengi krónunnar sé nú að
nálgast jafnvægi og frekari veiking
sé ekki réttlætanleg út frá hagfræði-
legum sjónarmiðum.
Betra verð
Hundamatur með
nautakjöti og Iifur300g
kr 70-
Ý.
&
Blam/FMi
Boxað til sigurs
Islandsmeistaramótið í hnefaleikum stendur nú yfir. f gær og í fyrradag kepptu hnefaleikamenn á öllum aldri og f öllum þyngdar-
flokkum um réttinn til aö taka þátt í úrslitamótinu sem haldið verður í kvöld. þar veröa ellefu fslandsmeistarar í hnefaieikum krýndir.
Keppnin mun fara fram í Kaplakrika og opnar húsiö kl. 19:00 en bardagarnir byrja stundvíslega kl. 20:00. Hér fyrir ofan má sjá Davíð
Rafn Björgvinsson koma þungu höggi á Þráinn Erlendsson í undanúrslitum f 75 - 81 kg. flokki í gær.
www.expressferdir.is
GOLF
m
HANBURY MANOR
Hanbury Manor er frábært golf-
hótel, örstutt frá Stansted flug-
velli. Rmm stjömu hótel með
öllum nútímaþægindum.
Golfvellinum er mjög vel við-
haldið og er skemmtilegur og
krefjandi. Fjölmargir íslendingar
hafa dvalið á þessu golfhóteli
og eiga það allir sameiginlegt
að koma himinl'rfandi til baka!
GOLFFERÐ TIL LONDON
55.900 kr.
INNIFALIÐ: Flug með lceland Express
til Stansted með flugvallasköttum, tvær
nætur á hótelinu ásamt tveimur hringjum
á golfvellinum.
Bnnig er hægt að kaupa 4 nótta pakka
með 4 golfhringjum á 79.900 kr.
» Nánar á www.expressferdir.is
Express Ferðir, Grímsbæ,
Efstalandi 26, slmi 5 900 100
Formaðurinn
hættur
Jón Ingi Kristjánsson, formaður
AFLs Starfsgreinafélags Austurlands
sagði af sér formennsku á stjórnar-
fundi nú um páskana. AFL er stærsta
einstaka stéttarfélagið á Austurlandi
með rúmlega 2000 félagsmenn. Jón
Ingi hefur verið starfandi formaður
frá stofnun AFLs árið 2001. Um leið
og Jón sagði af sér formennsku lét
hann af setu i miðstjórn Alþýðusam-
bands Islands, framkvæmdastjórn
Starfsgreinasambandsins og stjórn
Sjómannasambands Islands.
Ástæður uppsagnar Jóns eru
sagðar persónulegar en hann hefur
þegar hætt störfum. Varaformaður
félagsins, Sigurður Hólm Freysson,
mun taka við skyldum formanns
fram að aðalfundi sem haldinn
verður í mai, þar sem stjórnarkjör
mun fara fram.