blaðið - 22.04.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 blaöiö
Gyanendra leitar sátta
Nepalskonungur tilneyddur til að mceta hávœrum kröfum tugþúsunda mótmœlenda. Yfir-
standandi útgöngubann var virt að vettugi og urðu hörð átök milli mótmœlenda og lögreglu.
Konungsstjórnin í Nepal framlengdi
í gær yfirstandandi úgöngubann í
höfuðborginni Katmandú og lýsti
því yfir að þeir sem brytu gegn því
yrðu umsvifalaust skotnir til bana.
Hátt í hundrað þúsund manns
söfnuðust saman á fimmtudag til að
lýsa andstöðu gegn Gyanendra kon-
ungi og kröfðust þess að nepalska
ríkisstjórnin kæmist aftur til valda.
Gyanendra rak ríkisstjórnina frá
völdum í febrúar á þeim forsendum
að hún hefði reynst ófær um að
binda enda á uppreisn skæruliða
maóista.
Mótmæli hafa staðið yfir vegna
þessa undanfarnar tvær vikur og
hafa sífellt fleiri slegist í hóp mót-
mælenda. „Það er stórkostlegt að
sjá hversu mikill fjöldi hefur safnast
saman þrátt fyrir útgöngubannið og
herferðina gegn okkur. Við höfum
sýnt að það verður ekki þaggað niður
í okkur,“ sagði Krishna Prasad Sita-
ula, forseti nepalska þingsins. Sendi-
fulltrúi frá Indlandi, Karan Singh,
mætti á fund Gyanendras í 'gær og
biðlaði til hans að hlusta á mótmæl-
endur og koma á ró í landinu. „Það
ríkir stjórnleysi í Nepal um þessar
mundir og þörf er á róttækum að-
gerðum hið fyrsta. Það voru í raun-
inni þau skilaboð sem ég hafði til
Gyanendras,“ sagði Singh.
Fjórtán hafa látist
Á fimmtudag skutu lögreglumenn
að mótmælendum með þeim af-
leiðingum að þrír létu lífið og fjöl-
margir særðust. Hafa því alls 14
Ungur mótmælandi hrópar að herlögreglu við fögnuð viðstaddra á reykfylltri götu Katmandúborgar í gær.
Reuters
týnt lífi í mótmælunum. Nepalski
herinn hefur hafist handa við að
brenna lík þeirra mótmælenda sem
létu lífið. Viðmælandi breska ríkis-
útvarpsins, BBC, í Nepal varð vitni
að líkbrennslu eins þeirra, Basu
Ghimire. Greindi hann frá því að
mágur Ghimire hefði verið sá eini
sem var viðstaddur þar sem eigin-
kona hans hefði verið afar ósátt
við meðferðina á líkinu og þá voru
aðrir ástvinir ekki boðaðir. „Þetta er
enn eitt dæmið um tillitsleysi stjórn-
valda gagnvart þegnum landsins. Ég
er viss um að líkbrennslan fór fram
eftir tilmælum konungsins,“ sagði
viðmælandinn.
Gyanendra heitir lýðræði
Síðdegis í gær ávarpaði Gyanendra
nepölsku þjóðina í sjónvarpi og
bað stjórnarandstöðuna að tilnefna
forsætirsráðherraefni. Stjórnarand-
staðan kvaðst myndu ræða málið
áður en hún gæfi svar við sáttabeiðni
konungs. Tilkynningu Gyanendras
var fagnað ákaft af mótmælendum
á götum úti en ekki sló á vígaham
fólksins. Telja margir að eftirgjöf
konungs sé of lítil og komi of seint.
„Við búum í fjölflokka lýðræðis-
ríki og höfum þingbundna konungs-
stjórn. Æðsta valdi yfir konungsrík-
inu Nepal, sem var í okkar höndum,
verður hér með skilað í hendur fólks-
ins. Við vonumst eftir að friður og
regla komist nú aftur á í landinu,“
sagði Gyanendra í yfirlýsingunni.
Núverandi stjórn verður áfram við
völd í landinu þar til nýr forsætisráð-
herra hefur verið skipaður.
Boðin legsteinn
fyrir eigin útför
Starfsmönnum norskrar útfarar-
stofu varð heldur betur á í messunni
þegar þeir sendu konu einni bréf
þar sem henni var boðið að kaupa
legstein fyrir útför sína vegna nýlegs
fráfalls síns.
Solveigu Grönstad brá í brún þegar
hún las bréfið frá Ellinggárd-útfar-
arstofunni sem stílað var á hennar
„nánasta aðstandanda“. í bréfinu stóð:
„Við sáum í fréttatilkynningu að
Solveig Grönstad hefur fallið frá og
vottumyður samúð okkar.“ Því næst
mátti svo lesa um verð stofunnar á
legsteinum og áletrunum sem kynnu
að henta fyrir útför Solveigar.
„Ég fékk áfall þegar ég las bréfið.
En þetta er nú grátbroslegt þar sem
ég er sprelllifandi og hress,“ sagði Sol-
veig, sem er 75 ára, í viðtali í norsku
dagblaði. Útfararstofan hefur beðist
afsökunar á mistökum sínum. „Það
eina sem við getum gert er að biðj-
ast afsökunar. Líklega stafar þetta
af því að tvær manneskjur báru
nákvæmlega sama nafn,“ sagði
Per Einar Ellinggárd, talsmaður
útfararstofunnar.
Fyrirlitning í
garð alnæmis-
smitaðra í Kenýa
Þúsundir söfnuðust saman í Naíróbí,
höfuðborg Kenýa, í gær og mótmæltu
aðgerðarleysi stjórnvalda í garð
alnæmissmitaðra sem lifa við afar
bág kjör þar í landi. Tilefni mótmæl-
anna var kaldrifjað morð á ungum
alnæmissmituðum dreng sem stung-
inn var til bana með heykvísl. Lög-
regla grunar frænda drengsins um
ódæðisverkið en sá hafði umsjón
með drengnum.
Morðið var framið fyrir tveimur
vikum síðan en enn hefur enginn
verið handtekinn. Talsmaður hags-
munasamtaka alnæmissmitaðra
sagði málið varpa skæru ljósi á
hversu mikil fyrirlitning ríki í garð
fólks með alnæmi í Kenýa. Drengur-
inn hafi óafskiptur þurft að líða lang-
varandi misþyrmingar frænda síns
og nú þegar hann sé látinn aðhafist
lögregla ekkert í málinu.
Hedensted Caravan er í fararbroddi verslana með
útilegubúnað ó Jótlandi í Danmörku. Nú hefur þú
einnig tækifæri til að kaupa fró okkur tjaldvagna,
hjólhýsi og útilegubúnað í bestu gæðum.
Örlítið sýnishorn af notuðum
hjólhýsum. Innifalinn danskur vsk.
2003 Adria Exclusive 432PX 10.695 EUR
2000 Adria C- model 743UP 13.375 EUR
2000 Adria Exclusive 562UP 11.635 EUR
2003 Adria Unica 502LS 9.355 EUR
2000 Burstner Fun 530TN 10.695 EUR
2002 Búrstner Ventana 530TK 14.715 EUR
1999 Burstner Ventana 540TK 12.700 EUR
2002 Hobby De-Luxe 560 Kmfe 14.716 EUR
2002 Hobby Excellent 460Ufe 11.365 EUR
2004 Hobby Exclusive 460Ufe 14.045 EUR
2004 Hobby Exclusive 560Ufe 16.056 EUR
2003 Hymer Puck 8.015 EUR
Verð innihalda ekki tolla og tlutningskostnað
Heimsækið WWW.HEDENSTEDCARAVAN.DK Þar getur þú
séð yfir 100 hjólhýsi með 5 myndum og nánari
upplýsingum um hvert og eitt hjólhýsi.
Hedensted Caravan hefur mikla reynslu í innflutningi til Islands og
við getum sent hjólhýsi beint til Seyðisfjarðar og annan útilegubúnað
alveg heim að dyrum.
Bílaleicubílar erlendis
- sporaðu tíma, peninga og fyrirhöfn.
rnr 375,000 bíla rloti
fl.eíri en 30 l.öndurn urn alUin fiöirn.
Meira en 3000 afgreiðslustaðir
meðal annars á öllum stærri flugvöllum.
bókaðu bílinn heima:
®4616010
BILALEIGA
AKUREYRAR
Alamo
Bókanir erlendis | 461-6010 | 08-17 virka daga | erlendis@holdur.is | holdur.is
þínar þarfir - okkar þjónusta.
TIL AÐ FÁ TILBOÐ VINSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ:
Mr. Niels Lund-Nielsen
sími: 0045 75890677, netfang: Niels.lund@hedenstedcaravan.dk
Mánudaga til Föstudaga milli 09:00 - 17:00,
Laugardaga milli 10:00 - 16:00