blaðið - 22.04.2006, Page 20
20 I VERÖLDIN
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 blaðiö
#
Prag ™ sviðsinynd sögunnar bryndísar
VII. KflFLI g
Tvennt situr í okkur út af landa-
mærum Þýskalands og Tékklands
- þessara bræðralagsþjóða í Evr-
ópusambandinu. Annars vegar
endaiaus halarófa af trukkum,
sem biðu tollafgreiðslu, og hins
vegar vorum við ekki fyrr komin
inn í þorp Tékklandsmegin, að
fáklæddar stúlkur birtust á
risastórum skjám, sem stóðu í
tugatali meðfram veginum. En
þetta var víst ekki bíó, heldur
kornungar stúlkur af holdi og
blóði til sýnis vegfarendum í
nákaldri neonbirtu búðarglugga.
Þær dilluðu sér og buðu nætur-
gistingu með afslætti og bónus.
Var þetta fyrsta birtingarmynd
nýfengins frelsis - með kókakóla
og McDónalds? Já, frelsið lætur
ekki að sér hæða. Allt er haft að
féþúfu. Allt skal falt. Prinsippið
er klárt, það á bara eftir að prútta
um verðið.
Við vorum á leið til Prag. Ræðis-
mannshjónin, Þórir og Ingibjörg,
höfðu boðið gistingu. Þau eru bæði
þekktir Reykvíkingar, en kannski
þó enn þekktari sem glæsilegir gest-
gjafar og velgjörðarmenn landans í
hjarta Evrópu. Þau voru með þeim
fyrstu að opna veitingastað í mið-
borg Prag eftir fall kommúnismans
og kölluðu staðinn Reykjavík. Þau
Þórir og ía skutu yfir okkur skjóls-
húsi þessa viku, sem við dvöldumst
í höfuðborginni. Á fjórðu hæð við
Karlova götu fyrir ofan Reykjavík
og við eitt sögufrægasta torg bæjar-
ins. Útsýni til allra átta, ævafornir
kirkjuturnar, skrautlegar hallir og
vinaleg torg. Inn um opna glugga
barst kyrrlátur niður frá lífinu allt
um kring. Sölumenn og farandt-
rúðar kölluðust á og reyndu hvað
þeir gátu að tæla forvitna vegfar-
endur. Túrhestar trommuðu kapp-
klæddir í nepjunni í humátt á eftir
leiðsögumanninum, sem var að
segja söguna í ennta sinn og samt að
reyna að vera skemmtilegur.
Leifsbúð fyrir listina.
Ræðismaður vor í Tékklandi er
ekki bara meistarakokkur, heldur
er hann líka handlaginn í meira
lagi. Fyrir nokkrum árum keypti
hann gamlan búgarð utan við borg-
ina, sem hann er nú búinn að end-
urreisa í upprunalegum stíl og gera
að glæsivillu. Þarna eru haldnar
miklar veislur, þegar gesti ber að
garði. Strax fyrsta kvöldið sótti
Þórir okkur, og við ókum út í sveit.
Það var orðið dimmt, svo við sáum
ekki landslagið, en þegar við nálg-
uðumst sveitasetrið, sló birtu á him-
ininn frá hundruðum kerta, sem ía
hafði raðað meðfram húsinu og al-
veg út á götu. Við stigum úr bílnum
inn í draumaveröld - veröld sem ber
eigendum sínum fagurt vitni um
smekkvísi og listræna dirfsku.
En Þórir og ía hafa ekki látið sér
nægja að byggja bara höll handa
sjálfum sér. Bændabýli fyrri tíma
voru fjölmenn og stéttskipt. Þar
sátu húsbændur og hjú, verkamenn
og vinnukonur, kennarar og klerkar
jafnvel. Það þurfti því margar vistar-
verur fyrir allt þetta fólk. Sumar eru
uppistandandi enn, aðrar í rústum.
Ein þeirra er nýuppgert gestahús
eða listamannabústaður, sem einu
sinni var kornhlaða. Það hefur
hlotið nafnið Leifsbúð í höfuðið
á Leifi Breiðfjörð, glerlistamanni.
Leifur og Sigríður, kona hans, eru
miklir vinir þeirra hjóna, og voru
fyrstu listamennirnir frá Islandi,
sem fengu að dveljast í þessu vina-
lega litla húsi, sem hefur allt til alls,
en þó ekkert óhóf. Það er hvítkalkað,
með loftsperrum þvers og kruss, ein-
falt og látlaust, stórir gluggar, arinn
og sólpallur. Ég var ekki fyrr komin
inn, en ég fór að láta mig dreyma
um að fá að dveljast einhvern tíma í
þessu húsi. Þó ekki væri nema til að
þjóna rithöfundinum, sem ég væri
í íylgd með - því að þetta er lista-
mannahús og eftirsótt til búsetu.
Við snerum aftur til borgarinnar
um miðnættið eftir ógleymanlega
veislu við borð íu.
99........................................
Prag hefur allttil að bera, sem keppinautar hennar
meðal miðevrópskra borga hafa, en líka svo margt
margt fleira. Saga hennar ersvo óralöng, alveg
frá tímum Rómverja. Og hér hefur safnast saman
mikill auður. Og hér hefur líka verið sár fátækt. Og
allt þar á milli. Það er sagt, að bilið milli hinna ríku
og fátæku sé að breikka. En sé það mikið núna, þá
varþað enn breiðara á öldum áður, heil gjá, sem
skildi að hina snauðu og hina ríku, sem allt áttu.
ESBKgpggB 3W5SS5*K3rS!
"T/aMt-ut&txa 7 ,
Síhu.- 564 /45/
, tH ddwtrtáf, td
Prag hefur allt til að bera, sem keppinautar hennar meðal miðevrópskra borga hafa, en líka svo margt margt fleira.
Leiksvið sögunnar,
Prag er ótrúlega falleg borg. Við
erum stödd á leiksviði sögunnar.
Prag hefur allt til að bera, sem keppi-
nautar hennar meðal miðevrópskra
borga hafa, en líka svo margt margt
fleira. Saga hennar er svo óralöng,
alveg frá tímum Rómverja. Og hér
hefur safnast saman mikill auður.
Og hér hefur líka verið sár fátækt.
Og allt þar á milli. Það er sagt, að
bilið milli hinna ríku og fátæku sé
að breikka. En sé það mikið núna,
þá var það enn breiðara á öldum
áður, heil gjá, sem skildi að hina
snauðu og hina ríku, sem allt áttu.
Æ, já, svona er nú sagan. Er nokkur
furða, þótt fólkið hafi að lokum
gert byltingu. Er nokkur furða þótt
kommúnistaflokkurinn hafi orðið
svona sterkur hér? Þegar menn loks-
ins vakna til vitundar, þá heimta
þeir réttlæti.
Annars sá ég eina styttu af Lenin
þennan fyrsta dag minn í Prag. Ég
rak augun í hana í einhverju dyra-
skoti, sem ég gekk fram hjá. Hún
rann alveg saman við sótsvarta
veggi byggingarinnar. Samt kom ég
auga á hana. Ég geri ráð fyrir, að hún
hafi bara gleymst, þvi að í Prag má
ekkert minna á sextíu ára kúgun og
ofbeldi - hina sovésku fortíð.
Strax á fyrsta degi fórum við
í skoðunarferð um borgina. Við
höfðum að vísu komið þarna áður,
en engu að síður er sagan aldrei of
oft endurtekin. Við þurftum að láta
minna okkur á það einu sinni enn,
að það voru konungar fyrri alda,
sem byggðu hallirnar, eina fyrir
sjálfa sig, aðra fyrir frillur sínar
og enn aðra fyrir bræður og systur.
(Ekki erum við svona örlát í dag).
Þetta voru risahallir, sem fáum
komu að gagni þá, en nú eru þær
fullnýttar af bírókrötum forseta, for-
sætisráðherra, utanríkis- og félags-
málakerfum. Svo er borgin byggð
á hæðum. í haustlitunum var hún
hreint ótrúleg, sveipuð dýrðarljóma,
sem lýsti upp jafnvel óhreinar sálir.
f nafni Góða dátans Sveiks.
Af hverju óx þvílíkur auður í garði
Tékka, þ.e.a.s. íbúa Bæheims og
Mæris? Þetta er rúmlega þúsund
ára saga landeigendaaðals og ánauð-
ugra leiguliða. Héruðin eru frjósöm
og vel fallin til landbúnaðar, en það
er landfræðileg staðsetning Prag á
bökkum Moldár (sem rennur í Elbu),
sem gerði hana að meiri háttar versl-
unarstað á milli austurs og vest-
urs, norðurs og suðurs. Auðurinn
sem birtist okkur í öllum þessum
ofskreyttu höllum og kirkjum, er
landeigenda- og verslunarauður.
Og af því að Tékkar eru sögulega
séð fyrst og fremst kaupahéðnar
en ekki stríðsmenn, þá hefur Prag
verið hlíft við stríðseyðileggingu
fremur en öðrum borgum. Iniynd
Tékkans út á við er nú orðin ímynd
Góða dátans Sveiks. Sveik gerði sér
upp heimsku og hundingshátt til
þess að forðast að taka afstöðu til
strlðandi afla allt um kring. Sagan
segir okkur, að Tékkar forðast átök;
þeir láta ekki sverfa til stáls, þeir slá
af, láta undan, hörfa og veita báðum
deiluaðilum stuðning (ef þeir geta
hagnast á því). Sannir kaupmenn,
því að fyrir þeim er allt falt.
Sumir segja, að þeir séu eym-
ingjar; aðrir, að þeir hafi verið
langt á undan sinni samtíð í þeim
hyggindum, sem í hag koma. Þeir
andæfðu ekki Hitler, þeir andæfðu
ekki Stalín, þeir andæfðu ekki
kommúnistum, og þeir andæfðu
ekki Bresnév '68. En þeir reyndu
að lifa af. Þeir notuðu mjúku að-
ferðina. Og að lokum var það flau-
elsbyltingin, sem sneri dæminu við.
Sumum finnst þetta skammarlegt,
öðrum finnst það aðdáunarvert.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
gerð var einmitt þessa daga, sem við
dvöldumst í Prag, kemur á daginn,
að Tékkar hafa lélega sjálfsímynd;
þeir eru á botninum ásamt með
Slóvökum, sem þröngvað var til sam-
búðar með Tékkum árið 1918. Þeir
sóttu um skilnað að fengnu frelsi,
skömmu eftir flauelsbyltinguna, og
fóru hvorir sína leið. Friðsamlega.
Bryndis Schram
disschram@yahoo.com
Annars sá ég eina styttu af Lenin þennan fyrsta dag minn í Prag. Ég rak augun í hana í
einhverju dyraskoti, sem ég gekk fram hjá.