blaðið - 22.04.2006, Page 24
24 I SAGA
LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 biaAÍð
Tískudrottningin
Elísabet
Elísabet II Bretadrottning virðir fyrir sér nokkur þeirra heiliaóskakorta og -skeyta sem henni hafa borist í tilefni áttræðisafmælis henn-
ar í gær. Tolvuskeyti og kort sem drottningu bárust í tilefni tímamótanna skipta tugum þúsunda.
Áttrœð og enn í fullu fjöri
Enginn þjóðhöfðingi í Evrópu
hefur setið jafnlengi á valdastóli
og Elísabet II Bretadrottning sem
varð áttræð í gær. Haldið er upp
á tímamótin með ýmsum hætti í
Bretaveldi á næstu vikum. Umgjörð
hátíðarhaldanna verður þó minni
en þegar haldið var upp á að hálf öld
var liðin frá krýningu hennar fyrir
fjórum árum. Fjölmargar sýningar
verða settar upp í tilefni tímamót-
anna auk þess sem minjagripir af
ýmsum stærðum og gerðum verða
framleiddir, allt frá frímerkjum til
leikfangabangsa.
Þó að hinn eiginlegi afmælisdagur
drottningar sé 21. apríl á hún einnig
opinberan afmælisdag sem verður
haldin þann 17. júní í ár en þá er
hið óútreiknanlega breska veðurfar
talið hagstæðara fyrir hátíðahöld
utandyra.
Átti ekki að verða drottning
Elizabeth Alexandra Mary Windsor
fæddist í London þann 21. apríl 1926.
Hún var þriðja í röð þeirra sem erfa
áttu krúnuna og gerði sér upphaflega
litlar vonir um verða nokkurn tíma
drottning. Þegar frændi hennar Eð-
varð VIII konungur þurfti að afsala
sér krúnunni árið 1936 varð hins
vegar Elísabet sem þá var aðeins tíu
ára tilvonandi ríkisarfi. Georg VI
faðir Elísabetar lést í febrúar 1952 og
var hún krýnd drottning Breta í júní-
mánuði ári síðar.
Þrátt fyrir að hún hafi verið svo
ung þegar hún tókst á hendur hið
vandasama starf sinnti hún verkefn-
inu með sæmd og vann fljótt hugi og
hjörtu landsmanna með framkomu
sinni og þokka.
Aðeins þrír þjóðhöfðingjar hafa
setið lengur en Elísabet á valdastóli
á Bretlandi síðustu 1000 árin. Hún
hefur unnið með tíu forsætisráð-
herrum á valdatíma sínum og er
Tony Blair sá eini þeirra sem fæddist
eftir að hún tók við embætti.
Fáir úr bresku konungsfjölskyld-
unni njóta jafnmikilla vinsælda
meðal þjóðarinnar og Elísabet
enda hefur hún ekki verið viðriðin
hneykslismál eins og sumir ætt-
ingjar hennar og tengdafólk.
Þrátt fyrir árin áttatíu er drottn-
ingin við ótrúlega góða heilsu og
læknar telja að hún muni vera áfram
við völd í að minnsta kosti áratug til
viðbótar þó að hún muni að öllum
líkindum draga úr skyldustörfum.
Elísabet og Filippus prins sem
hún giftist 1947 eignuðust fjögur
börn Karl, Önnu, Andrés og Eðvarð.
Elísabet II Bretadrottning hefur alla
tíð vakið athygli fýrir fatasmekk
sinn og klæðaburð og þá ekki síst
hattasafn sitt sem er í senn mikið og
íjölbreytt.
Að sögn Brian Hoey, sérfræðings í
bresku konungsfjölskyldunni og höf-
undar bókarinnar Líf með drottning-
unni segir að hún skipti um klæðnað
allt að fimm sinnum á dag eftir því
hvernig dagskráin er.
„Það er mikilvægt að hún sé áber-
andi,“ segir Caroline de Guitaut sem
er sýningarstjóri sýningar á kjólum
drottningar í Buckingham-höll.
„Hún tekur þátt í viðburðum þar
sem eru hundruð, jafnvel þúsundir
manna. Þá verður hún að vera sýni-
leg, hún verður að klæðast sterkum
litum svo að allir sjái hana sam-
stundis,“ segir hún og bætir við að
það sé ekki síður mikilvægt fyrir
ljósmyndara og myndatökumenn
sjónvarpsstöðvanna.
Fyrir stuttar opinberar heimsóknir
til útlanda hefur drottningin um 50
mismunandi gerðir af klæðnaði. Vel
á annan tug kassa þarf til að flytja
fatnaðinn í og eru þá ekki taldar með
sérstakar öskjur fyrir hatta og skó.
Skórnir sem hún klæðist verða
að vera sérstaklega þægilegir þar
sem það reynir mjög á fæturnar að
taka þátt í opinberum athöfnum
og öðrum viðburðum sem virðast
engan endi ætla að taka.
I tilefni áttræðisafmælis Elísabetar
Bretadrottningar verður stærsta sýn-
ing sem nokkurn tíma hefur verið
haldin á kvöldkjólum drottningar
opnuð í Buckingham-höll í sumar.
Kjólarnir verða áttatíu eða jafn-
Elísabet II Bretadrottning þarf að skipta
um föt allt að fimm sinnum á dag þegar
hún er í opinberum heimsóknum, allt
eftir dagskránni hverju sinni.
margir árunum sem drottning hefur
lifað og er sá elsti þeirra frá fimmta
áratugnum.
Margir kjólanna voru hannaðir af
klæðskerunum Norman Hartnell og
Hardy Amies sem unnu árum saman
fyrir drottninguna. Hún klæddist
kjólunum bæði við opinberar at-
hafnir og fjölskylduviðburði.
Ómetanlegir skartgripir til sýnis
Ennfremur munu ýmsir dýrgripir úr
hinu mikilfenglega skartgripasafni
drottningar vera til sýnis. Meðal
annars gefst gestum færi á að berja
augum ýmsa ómetanlega muni og
gjafir sem drottningunni hafa borist
um ævina. Þar á meðal er gullháls-
men sett eðalsteinum sem hertoginn
af Edinborg hannaði og gaf drottn-
ingu í tilefni af fimm ára brúðkaup-
safmæli hjónanna.
Kjólarnir verða sýndir í fyrsta
skipti saman í ágúst og september á
þessu ári.
í tilefni afmælisins verður enn-
fremur sett upp viðamikil ljós-
myndasýning um feril drottningar í
Windsor-kastala.
AF HVERJUAÐ BORGA MEIRA?
Bjóðum úrval vandaðra og gullfallegra innréttinga
íeldhúsið, baðherbergið ásamt fataskápa í
svefnherbergi og geymslur á frábæru verði.
HEIMILISTÆKIÁ
TILBOÐSVERÐI
ÞEGAR KEYPTAR ERU
„SETTU ÞAÐSAMAN"
INNRÉTTINGAR
„Settu það saman"er ósamsetta línan frá HTH.
Engin afgreiðslufrestur- Afhent beint af lager.*
Kynntu þér málið - bú sérð ekki eftir því!
XllAÐVERSLA
Hvíttuð eik dekor/0900. Hið Ijósa eikaryfirbragð fellur vel að stál áferð heimilistækjanna.
PdDIOfyAUS?
ORMSSON
FURUVÖLLUM • AKUREYRI
HTH-deild ■ SfMI 461-5003
SETTU ÞAÐ SAMAN
mmnmmmm
ORMSSON
AKUREYRI • SlMI 461 5003
BEINNSlMIÁSÖLUMENN: 530-2906 • 530-2907 • 530-2908