blaðið - 22.04.2006, Page 31

blaðið - 22.04.2006, Page 31
blaðið LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 UNGA FÓLKIÐ I 31 en að ferðast í útlöndum í tiltekinn tíma án þess að greiða neitt fyrir það en það þarf einhver áhugi eða hugsjón að liggja að baki,“ segir Anna og bætir við að þó að hugsjónin sé ekki til staðar í upphafi komi hún oft síðar. Verkefni við hæfi Hundruð eða þúsundir verkefna eru í boði hverju sinni og á vef AUS (www. aus.is) geta umsækjendur leitað að verkefnum eftir svæðum, löndum og borgum. Einnig getur fólk leitað að verkefnum eftir stikkorðum sem hentar vel þeim sem vilja leita að verk- efnum sem tengjast áhugamálum þeirra eða hugðarefnum. „Margir sem koma hingað hafa ákveðna reynslu eða hafa áhuga á einhverju ákveðnu námi eða starfi í framtíð- inni og geta því leitað að verkefnum í tengslum við það,“ segir Anna. Lönd í Evrópu, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku njóta alltaf mikilla vinsælda meðal íslenskra sjálfboða- liða að sögn Önnu. Núna eru meðal annars verkefni í boði í Bólivíu, Hon- dúras, Marokkó, Mósambík, Nepal, Nígeríu, Kenía, Taívan, Taílandi og Úganda. Anna segir að samtökin standi einnig fyrir miklu félagsstarfi og á það vilji þau leggja áherslu. „Þetta er ekki bara skrifstofa sem sendir fólk út í heim og svo ekkert meira heldur reynum við að virkja krakkana sem eru komnir til baka í félagsstarfið okkar og vera stuðningsfulltrúar fyrir sjálfboðaliða sem eru hér á landi og eru að upplifa það sama hér á landi og krakkarnir upplifðu erlendis,“ segir Anna og bætir við að einnig hafi vægi fræðslustarfs á vegum sam- takanna aukist að undanförnu. Nánari upplýsingar um starfsemi Alþjóðlegra ungmennaskipta má finna á heimasíðu samtakanna www. aus.is. Hópur sjálfboðaliða að loknum vatnsslag sem ætlað var að efla kynni þeirra og innbyrðistengsl. Mikil áhersla er lögð á félagsstarf sjálfboðaliða á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta og margir þeirra Íeggja samtökunum lið eftir að dvöl þeirra erlendis lýkur. OF MIKILL HRAÐI GETUR DREPIÐ GOTT PARTÍ Björk Þorgrímsdóttir á heimavist leikskólans sem hún vann á i Armeníu ásamt Vartúhí vinkonu sinni og ömmu hennar. dæmis mjög lítið um að fólk fari í eitthvað rugl og vitleysu eins og eit- urlyfjaneyslu," segir hún. Björk segir að dvölin hafi gert hana umburðarlyndari og hún hafi þroskast mikið á henni, meðal ann- ars í mannlegum samskiptum. „Það tók mig svolítinn tíma samt sem áður. Ég var hneyksluð á öllu þegar ég kom þarna fyrst. Ég hélt úti blogg- síðu og ég hneykslaðist á öllu saman. Síðan lærði maður að bera virðingu fyrir þessu. Þetta er bara svona þarna og hver segir að það sé eitt- hvað betra hjá okkur,“ segir hún. Aldrei hægtaðundir- búasig fyllilega Þegar Björk er spurð hvernig hún hafi undirbúið sig fyrir dvölina í Armeníu segir hún að það sé í raun ekki hægt að undirbúa sig nægilega fyrir svona ferð. Hún hafi aflað sér upplýsinga um staðinn á Netinu enda hafi hún ekkert vitað fyrir um land og þjóð. Einnig hafi hún tekið þátt í undirbúningsnámskeiði í Berlín sem ætlað var að opna augu þátttakenda fyrir mismunandi menningarheimum og viðhorfum. „Fólk verður að átta sig á því að þó að það fari á undirbúningsnámskeið þá er aldrei hægt að undirbúa sig fylli- lega. Maður verður eiginlega að vera tilbúinn undir hvað sem er og vera sterkur. Ef maður getur þetta ekki þá er líka leyfilegt að bakka út. Ann- ars á maður bara að vera ákveðinn ef maður lendir í einhverjum hremm- ingum eða erfiðleikum," segir hún. Björk fór á tveggja vikna nám- skeið í tungumálinu í upphafi dval- arinnar en að öðru leyti lærði hún málið af fólkinu sem hún umgekkst. „Þeir tala svo litla ensku. Maður er alltaf að heyra þetta mál. Maður spyr og reynir sitt besta. Foreldr- arnir sem ég var hjá lærðu af manni og ég lærði af þeim,“ segir Björk. Víkkar sjóndeildarhringinn Þegar Björk er spurð hvort hún hafi haft í hyggju að nýta dvölina í tengslum við nám eða störf segir hún tilgang hennar einkum vera þann að víkka sjóndeildarhringinn. „Mér finnst líka mjög gaman að skrifa og geri mikið af því og þetta hefur í raun og veru gagnast mér í því. Ég skrifaði mikið á meðan ég var úti og skrifin lituðust af sam- félaginu og því sem maður var að gera,“ segir hún. Björk segist vera alveg til í að gera eitthvað þessu líkt aftur. „Þetta var ógeðslega gaman og ég hefði ekki viljað sleppa þessu. Þó að þetta hafi verið erfitt þá var þetta gaman og maður lærði mikið á þessu,“ segir Björk Þorgrímsdóttir að lokum. Björk Þorgrímsdóttir ásamt armenskum „föður" sínum. Hún segir Armena leggja mikla áherslu á fjölskylduna og að þar ríki eins konar feðraveldi.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.